Ekki víst að skemmtistaðir opni 25. maí Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 15:07 Fámennt hefur verið á kvöldin í miðbæ Reykjavíkur í samkomubanninu. Það skrifast líklega að mestu á lokun skemmtistaða síðustu vikur. Vísir/vilhelm Ekki er víst að skemmtistaðir opni 25. maí næstkomandi, þegar næsta skref í tilslökunum á veiruaðgerðum stjórnvalda tekur gildi. Áður hafði verið kynnt að þann dag yrði höftum létt á ýmiss konar starfsemi en lítið gefið upp um hvað í því fælist. Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknisembættisins vegna veirunnar nú síðdegis. Tilkynnt var á dögunum að sundlaugar yrðu opnaðar strax 18. maí.Þórólfur kvaðst á næstu dögum myndu senda tillögu um opnun sundstaða og útlistanir á þeim takmörkunum sem þar verða í gildi. Leiðbeiningar starfshóps um sundstaði væru á lokametrunum og verði kynntar á næstu dögum. Þá mun Þórólfur einnig senda tillögu til ráðherra um tilslakanir á ýmissi starfsemi sem taka eiga gildi 25. maí næstkomandi. Þegar hefur verið gefið út að þann dag muni til dæmis líkamsræktarstöðvar opna á ný. Þessar tilslakanir sagði Þórólfur að myndu bæði taka til starfsemi og fjölda. Þórólfur kvað þó ekki tímabært að segja meira um það að sinni. Almennt teldi hann þó hægt að ráðast nokkuð hratt í tilslakanir í þriggja vikna skrefum. Hefur áhyggjur af djammtengdum hópsýkingum Í því samhengi taldi Þórólfur mikilvægt að hafa í huga bakslögin sem komið hafa upp erlendis, til að mynda í Þýskalandi og Suður-Kóreu. „Menn tengja það gjarnan opnun á skemmtistöðum og pöbbum. Ég held að við þurfum að hafa það til hliðsjónar þegar við erum að ákveða okkar aðgerðir,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundinum í dag.Lögreglan Þá sagðist hann aðspurður hafa áhyggjur af því að hópsýkingar gætu komið upp hér á landi í tengslum við opnun skemmtistaða. „Já, ég hef áhyggjur af því. […] Maður sér náttúrulega fyrir sér þær aðstæður sem eru á þessum stöðum, skemmtistöðum, að smit geti dreifst mjög auðveldlega. Þannig að það er einn af þeim hlutum sem er verið að skoða, hvort eigi að bíða með það [opnun skemmtistaða]. En ég er ekki búin að ákveða það fyrir mitt leyti, en það er náttúrulega ráðherra sem ákveður það á endanum.“ Inntur eftir því hvort skemmtistaðir, þar sem mikið er um ölvun, gæti talist einn helsti smitvaldurinn nú sagði Þórólfur að það væri nokkurn veginn borðleggjandi. „En við erum kannski ekki með rakningu á smiti endilega hér á svona stöðum, eða inn á einn eða tvo staði, en bara þetta fyrirkomulag. Það þarf ekki mjög mikið ímyndunarafl að sjá að staðir þar sem fólk er að hrúgast saman og passar sig greinilega ekki. Ég held að það sé nokkuð augljóst að fólk sem er búið að drekka mikið sé ekki að passa upp á sóttvarnarráðstafanir eða nándarregluna eða eitthvað slíkt. Fólki er eitthvað ofar í huga þá. Og það er akkúrat fyrirkomulagið sem þessari veiru mun líka mjög vel, að hoppa frá einum til annars, og ég held að það sé það sem við munum horfa á, hvort það verði einhverjar tillögur um einhverja útfærslu á því. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Í þessum „fasa 2“ verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á næstu dögum. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. 8. maí 2020 10:05 Miðbærinn nánast mannlaus Það var heldur lítið um að vera í miðbænum í nótt þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis var þar á ferð. 25. apríl 2020 09:42 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Ekki er víst að skemmtistaðir opni 25. maí næstkomandi, þegar næsta skref í tilslökunum á veiruaðgerðum stjórnvalda tekur gildi. Áður hafði verið kynnt að þann dag yrði höftum létt á ýmiss konar starfsemi en lítið gefið upp um hvað í því fælist. Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknisembættisins vegna veirunnar nú síðdegis. Tilkynnt var á dögunum að sundlaugar yrðu opnaðar strax 18. maí.Þórólfur kvaðst á næstu dögum myndu senda tillögu um opnun sundstaða og útlistanir á þeim takmörkunum sem þar verða í gildi. Leiðbeiningar starfshóps um sundstaði væru á lokametrunum og verði kynntar á næstu dögum. Þá mun Þórólfur einnig senda tillögu til ráðherra um tilslakanir á ýmissi starfsemi sem taka eiga gildi 25. maí næstkomandi. Þegar hefur verið gefið út að þann dag muni til dæmis líkamsræktarstöðvar opna á ný. Þessar tilslakanir sagði Þórólfur að myndu bæði taka til starfsemi og fjölda. Þórólfur kvað þó ekki tímabært að segja meira um það að sinni. Almennt teldi hann þó hægt að ráðast nokkuð hratt í tilslakanir í þriggja vikna skrefum. Hefur áhyggjur af djammtengdum hópsýkingum Í því samhengi taldi Þórólfur mikilvægt að hafa í huga bakslögin sem komið hafa upp erlendis, til að mynda í Þýskalandi og Suður-Kóreu. „Menn tengja það gjarnan opnun á skemmtistöðum og pöbbum. Ég held að við þurfum að hafa það til hliðsjónar þegar við erum að ákveða okkar aðgerðir,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundinum í dag.Lögreglan Þá sagðist hann aðspurður hafa áhyggjur af því að hópsýkingar gætu komið upp hér á landi í tengslum við opnun skemmtistaða. „Já, ég hef áhyggjur af því. […] Maður sér náttúrulega fyrir sér þær aðstæður sem eru á þessum stöðum, skemmtistöðum, að smit geti dreifst mjög auðveldlega. Þannig að það er einn af þeim hlutum sem er verið að skoða, hvort eigi að bíða með það [opnun skemmtistaða]. En ég er ekki búin að ákveða það fyrir mitt leyti, en það er náttúrulega ráðherra sem ákveður það á endanum.“ Inntur eftir því hvort skemmtistaðir, þar sem mikið er um ölvun, gæti talist einn helsti smitvaldurinn nú sagði Þórólfur að það væri nokkurn veginn borðleggjandi. „En við erum kannski ekki með rakningu á smiti endilega hér á svona stöðum, eða inn á einn eða tvo staði, en bara þetta fyrirkomulag. Það þarf ekki mjög mikið ímyndunarafl að sjá að staðir þar sem fólk er að hrúgast saman og passar sig greinilega ekki. Ég held að það sé nokkuð augljóst að fólk sem er búið að drekka mikið sé ekki að passa upp á sóttvarnarráðstafanir eða nándarregluna eða eitthvað slíkt. Fólki er eitthvað ofar í huga þá. Og það er akkúrat fyrirkomulagið sem þessari veiru mun líka mjög vel, að hoppa frá einum til annars, og ég held að það sé það sem við munum horfa á, hvort það verði einhverjar tillögur um einhverja útfærslu á því. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Í þessum „fasa 2“ verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á næstu dögum. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. 8. maí 2020 10:05 Miðbærinn nánast mannlaus Það var heldur lítið um að vera í miðbænum í nótt þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis var þar á ferð. 25. apríl 2020 09:42 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Í þessum „fasa 2“ verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á næstu dögum. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. 8. maí 2020 10:05
Miðbærinn nánast mannlaus Það var heldur lítið um að vera í miðbænum í nótt þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis var þar á ferð. 25. apríl 2020 09:42