Ekki víst að skemmtistaðir opni 25. maí Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 15:07 Fámennt hefur verið á kvöldin í miðbæ Reykjavíkur í samkomubanninu. Það skrifast líklega að mestu á lokun skemmtistaða síðustu vikur. Vísir/vilhelm Ekki er víst að skemmtistaðir opni 25. maí næstkomandi, þegar næsta skref í tilslökunum á veiruaðgerðum stjórnvalda tekur gildi. Áður hafði verið kynnt að þann dag yrði höftum létt á ýmiss konar starfsemi en lítið gefið upp um hvað í því fælist. Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknisembættisins vegna veirunnar nú síðdegis. Tilkynnt var á dögunum að sundlaugar yrðu opnaðar strax 18. maí.Þórólfur kvaðst á næstu dögum myndu senda tillögu um opnun sundstaða og útlistanir á þeim takmörkunum sem þar verða í gildi. Leiðbeiningar starfshóps um sundstaði væru á lokametrunum og verði kynntar á næstu dögum. Þá mun Þórólfur einnig senda tillögu til ráðherra um tilslakanir á ýmissi starfsemi sem taka eiga gildi 25. maí næstkomandi. Þegar hefur verið gefið út að þann dag muni til dæmis líkamsræktarstöðvar opna á ný. Þessar tilslakanir sagði Þórólfur að myndu bæði taka til starfsemi og fjölda. Þórólfur kvað þó ekki tímabært að segja meira um það að sinni. Almennt teldi hann þó hægt að ráðast nokkuð hratt í tilslakanir í þriggja vikna skrefum. Hefur áhyggjur af djammtengdum hópsýkingum Í því samhengi taldi Þórólfur mikilvægt að hafa í huga bakslögin sem komið hafa upp erlendis, til að mynda í Þýskalandi og Suður-Kóreu. „Menn tengja það gjarnan opnun á skemmtistöðum og pöbbum. Ég held að við þurfum að hafa það til hliðsjónar þegar við erum að ákveða okkar aðgerðir,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundinum í dag.Lögreglan Þá sagðist hann aðspurður hafa áhyggjur af því að hópsýkingar gætu komið upp hér á landi í tengslum við opnun skemmtistaða. „Já, ég hef áhyggjur af því. […] Maður sér náttúrulega fyrir sér þær aðstæður sem eru á þessum stöðum, skemmtistöðum, að smit geti dreifst mjög auðveldlega. Þannig að það er einn af þeim hlutum sem er verið að skoða, hvort eigi að bíða með það [opnun skemmtistaða]. En ég er ekki búin að ákveða það fyrir mitt leyti, en það er náttúrulega ráðherra sem ákveður það á endanum.“ Inntur eftir því hvort skemmtistaðir, þar sem mikið er um ölvun, gæti talist einn helsti smitvaldurinn nú sagði Þórólfur að það væri nokkurn veginn borðleggjandi. „En við erum kannski ekki með rakningu á smiti endilega hér á svona stöðum, eða inn á einn eða tvo staði, en bara þetta fyrirkomulag. Það þarf ekki mjög mikið ímyndunarafl að sjá að staðir þar sem fólk er að hrúgast saman og passar sig greinilega ekki. Ég held að það sé nokkuð augljóst að fólk sem er búið að drekka mikið sé ekki að passa upp á sóttvarnarráðstafanir eða nándarregluna eða eitthvað slíkt. Fólki er eitthvað ofar í huga þá. Og það er akkúrat fyrirkomulagið sem þessari veiru mun líka mjög vel, að hoppa frá einum til annars, og ég held að það sé það sem við munum horfa á, hvort það verði einhverjar tillögur um einhverja útfærslu á því. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Í þessum „fasa 2“ verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á næstu dögum. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. 8. maí 2020 10:05 Miðbærinn nánast mannlaus Það var heldur lítið um að vera í miðbænum í nótt þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis var þar á ferð. 25. apríl 2020 09:42 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Ekki er víst að skemmtistaðir opni 25. maí næstkomandi, þegar næsta skref í tilslökunum á veiruaðgerðum stjórnvalda tekur gildi. Áður hafði verið kynnt að þann dag yrði höftum létt á ýmiss konar starfsemi en lítið gefið upp um hvað í því fælist. Verið er að kanna hvort rétt sé að bíða lengur með opnun skemmtistaða, einkum í ljósi hópsýkinga sem komið hafa upp erlendis og eru tengdar við skemmtistaði. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknisembættisins vegna veirunnar nú síðdegis. Tilkynnt var á dögunum að sundlaugar yrðu opnaðar strax 18. maí.Þórólfur kvaðst á næstu dögum myndu senda tillögu um opnun sundstaða og útlistanir á þeim takmörkunum sem þar verða í gildi. Leiðbeiningar starfshóps um sundstaði væru á lokametrunum og verði kynntar á næstu dögum. Þá mun Þórólfur einnig senda tillögu til ráðherra um tilslakanir á ýmissi starfsemi sem taka eiga gildi 25. maí næstkomandi. Þegar hefur verið gefið út að þann dag muni til dæmis líkamsræktarstöðvar opna á ný. Þessar tilslakanir sagði Þórólfur að myndu bæði taka til starfsemi og fjölda. Þórólfur kvað þó ekki tímabært að segja meira um það að sinni. Almennt teldi hann þó hægt að ráðast nokkuð hratt í tilslakanir í þriggja vikna skrefum. Hefur áhyggjur af djammtengdum hópsýkingum Í því samhengi taldi Þórólfur mikilvægt að hafa í huga bakslögin sem komið hafa upp erlendis, til að mynda í Þýskalandi og Suður-Kóreu. „Menn tengja það gjarnan opnun á skemmtistöðum og pöbbum. Ég held að við þurfum að hafa það til hliðsjónar þegar við erum að ákveða okkar aðgerðir,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundinum í dag.Lögreglan Þá sagðist hann aðspurður hafa áhyggjur af því að hópsýkingar gætu komið upp hér á landi í tengslum við opnun skemmtistaða. „Já, ég hef áhyggjur af því. […] Maður sér náttúrulega fyrir sér þær aðstæður sem eru á þessum stöðum, skemmtistöðum, að smit geti dreifst mjög auðveldlega. Þannig að það er einn af þeim hlutum sem er verið að skoða, hvort eigi að bíða með það [opnun skemmtistaða]. En ég er ekki búin að ákveða það fyrir mitt leyti, en það er náttúrulega ráðherra sem ákveður það á endanum.“ Inntur eftir því hvort skemmtistaðir, þar sem mikið er um ölvun, gæti talist einn helsti smitvaldurinn nú sagði Þórólfur að það væri nokkurn veginn borðleggjandi. „En við erum kannski ekki með rakningu á smiti endilega hér á svona stöðum, eða inn á einn eða tvo staði, en bara þetta fyrirkomulag. Það þarf ekki mjög mikið ímyndunarafl að sjá að staðir þar sem fólk er að hrúgast saman og passar sig greinilega ekki. Ég held að það sé nokkuð augljóst að fólk sem er búið að drekka mikið sé ekki að passa upp á sóttvarnarráðstafanir eða nándarregluna eða eitthvað slíkt. Fólki er eitthvað ofar í huga þá. Og það er akkúrat fyrirkomulagið sem þessari veiru mun líka mjög vel, að hoppa frá einum til annars, og ég held að það sé það sem við munum horfa á, hvort það verði einhverjar tillögur um einhverja útfærslu á því. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Í þessum „fasa 2“ verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á næstu dögum. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. 8. maí 2020 10:05 Miðbærinn nánast mannlaus Það var heldur lítið um að vera í miðbænum í nótt þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis var þar á ferð. 25. apríl 2020 09:42 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Í þessum „fasa 2“ verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á næstu dögum. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. 8. maí 2020 10:05
Miðbærinn nánast mannlaus Það var heldur lítið um að vera í miðbænum í nótt þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis var þar á ferð. 25. apríl 2020 09:42