Þjóðgarður er ekki þjóðgarður Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir skrifar 4. janúar 2020 20:15 Það sem gerir þjóð að þjóð er arfleið, saga og menning. Þjóðgarður er gildishlaðið orð sem vekur upp þjóðerniskennd og stolt og það gerir orðið þjóðgarður líka. En þjóðgarður er ekki allur þar sem hann sýnist. Þegar landsvæði er breytt í þjóðgarð er ekki verið að búa til garð þjóðarinnar né hugsa um afleiðingar fyrir þjóðina og enn síður almenna búsetu í dreifðari byggðum landsins. Auð þorp og atvinnuleysi Bændur hafa í gegnum tíðina nýtt hálendið til beitar fyrir fé sitt vegna þess að tún dugðu með naumindum fyrir vetrarforða. Sauðfjárrækt hélt lífi í okkur Íslendingum fyrr á öldum, háð duttlungum náttúrunnar, en nú þykir torfkofabúskapur ekki smart. Náttúran er orðin söluvara í ferðamannabransanum. Sveitarfélög hafa til þessa haft skipulagsvald á hálendinu og haft hemil á átroðningi en með stofnun þjóðgarðs verður það tekið frá þeim. Við hér í dreifðum byggðum landsins missum forsjána, en vissulega er hálendið auðlind þjóðarinnar, líkt og kvótinn sem var hreinsaður af landsbyggðinni og skildi eftir auð þorp og atvinnuleysi. Í hrópandi minnihluta Nú hefur sveitarfélögum verið úthlutað sæti í þjóðgarðsráði. Ég skora á sveitarfélög landsins að standa vörð um hálendið og auðlindir þess, en það að hafa einungis eitt sæti í þjóðgarðsráði í hrópandi minnihluta er ekki fýsilegur kostur. Fyrirtæki á hálendinu sem heimamenn hafa rekið eru oftast mönnuð af heimamönnum til að halda störfum í byggðinni en önnur fyrirtæki, aðallega af höfuðborgarsvæðinu, ráða ekki endilega starfsmenn úr sveitafélaginu. Við í dreifbýlinu fáum ekki að manna þau störf sem til falla í þjóðgarði og það mun hafa neikvæð áhrif á byggðaþróun í landinu. Það má ekki túlka orð mín svo að ég sé á móti verndun hálendisins. Þvert á móti, ég lít á þetta sem minn bakgarð sem ég vil vernda og hlúa að. Ég treysti sveitarfélögunum fyllilega til að vernda hálendið og sé enga þörf á að stýra þurfi hálendinu annars staðar frá. Að skapa sér sérstöðu hefur sýnt sig að vera vænlegt til árangurs í viðskiptum en hér höfum við misst sjónar af sérstöðunni. Hún er ekki bara náttúran okkar fagra, heldur líka arfleifðin og sagan; sögurnar af fjallmönnum og gangnamönnum sem hröktust dögum saman í sauðaleit, svangar hetjur í kulda og vosbúð, kannski ekkert sérstaklega smart en þó satt. Hálendið í gíslingu Að taka hálendið af sveitarfélögunum er eins og að segja Grikkjum að hætta að gera fetaost! Við megum ekki gleyma hver við erum né hvaðan við komum. Hálendið hefur ekki látið á sjá eftir fjallamenn og bændur, það eru ferðamenn sem eru að vaða stjórnlaust um í bakgarði okkar. Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun hafa til skiptis haldið skipulagi Landmannalauga í gíslingu vegna fyrirhugaðs þjóðgarðs, mér telst til að það séu komin 6 ár, en á meðan traðka ferðamenn niður svæðið. Það er ámælisvert, sveitarfélagið Rangárþing ytra var með tilbúið skipulag fyrir 6 árum en fær ekki framkvæmdaleyfi af einhverjum ástæðum. Fundir um stofnun hálendisþjóðgarðs sem auglýstir hafa verið sem samráðsfundir við íbúa hafa verið illa auglýstir og gagnslitlir. Ég skora á íbúa sveitarfélaga og sveitarstjórnir landsins að vakna úr dvala, halda forsjá í heimabyggð og standa vörð um atvinnumöguleika á sínu svæði, auðlindir þjóðarinnar og hagsmuni okkar allra.Höfundur er íbúi á Suðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem gerir þjóð að þjóð er arfleið, saga og menning. Þjóðgarður er gildishlaðið orð sem vekur upp þjóðerniskennd og stolt og það gerir orðið þjóðgarður líka. En þjóðgarður er ekki allur þar sem hann sýnist. Þegar landsvæði er breytt í þjóðgarð er ekki verið að búa til garð þjóðarinnar né hugsa um afleiðingar fyrir þjóðina og enn síður almenna búsetu í dreifðari byggðum landsins. Auð þorp og atvinnuleysi Bændur hafa í gegnum tíðina nýtt hálendið til beitar fyrir fé sitt vegna þess að tún dugðu með naumindum fyrir vetrarforða. Sauðfjárrækt hélt lífi í okkur Íslendingum fyrr á öldum, háð duttlungum náttúrunnar, en nú þykir torfkofabúskapur ekki smart. Náttúran er orðin söluvara í ferðamannabransanum. Sveitarfélög hafa til þessa haft skipulagsvald á hálendinu og haft hemil á átroðningi en með stofnun þjóðgarðs verður það tekið frá þeim. Við hér í dreifðum byggðum landsins missum forsjána, en vissulega er hálendið auðlind þjóðarinnar, líkt og kvótinn sem var hreinsaður af landsbyggðinni og skildi eftir auð þorp og atvinnuleysi. Í hrópandi minnihluta Nú hefur sveitarfélögum verið úthlutað sæti í þjóðgarðsráði. Ég skora á sveitarfélög landsins að standa vörð um hálendið og auðlindir þess, en það að hafa einungis eitt sæti í þjóðgarðsráði í hrópandi minnihluta er ekki fýsilegur kostur. Fyrirtæki á hálendinu sem heimamenn hafa rekið eru oftast mönnuð af heimamönnum til að halda störfum í byggðinni en önnur fyrirtæki, aðallega af höfuðborgarsvæðinu, ráða ekki endilega starfsmenn úr sveitafélaginu. Við í dreifbýlinu fáum ekki að manna þau störf sem til falla í þjóðgarði og það mun hafa neikvæð áhrif á byggðaþróun í landinu. Það má ekki túlka orð mín svo að ég sé á móti verndun hálendisins. Þvert á móti, ég lít á þetta sem minn bakgarð sem ég vil vernda og hlúa að. Ég treysti sveitarfélögunum fyllilega til að vernda hálendið og sé enga þörf á að stýra þurfi hálendinu annars staðar frá. Að skapa sér sérstöðu hefur sýnt sig að vera vænlegt til árangurs í viðskiptum en hér höfum við misst sjónar af sérstöðunni. Hún er ekki bara náttúran okkar fagra, heldur líka arfleifðin og sagan; sögurnar af fjallmönnum og gangnamönnum sem hröktust dögum saman í sauðaleit, svangar hetjur í kulda og vosbúð, kannski ekkert sérstaklega smart en þó satt. Hálendið í gíslingu Að taka hálendið af sveitarfélögunum er eins og að segja Grikkjum að hætta að gera fetaost! Við megum ekki gleyma hver við erum né hvaðan við komum. Hálendið hefur ekki látið á sjá eftir fjallamenn og bændur, það eru ferðamenn sem eru að vaða stjórnlaust um í bakgarði okkar. Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun hafa til skiptis haldið skipulagi Landmannalauga í gíslingu vegna fyrirhugaðs þjóðgarðs, mér telst til að það séu komin 6 ár, en á meðan traðka ferðamenn niður svæðið. Það er ámælisvert, sveitarfélagið Rangárþing ytra var með tilbúið skipulag fyrir 6 árum en fær ekki framkvæmdaleyfi af einhverjum ástæðum. Fundir um stofnun hálendisþjóðgarðs sem auglýstir hafa verið sem samráðsfundir við íbúa hafa verið illa auglýstir og gagnslitlir. Ég skora á íbúa sveitarfélaga og sveitarstjórnir landsins að vakna úr dvala, halda forsjá í heimabyggð og standa vörð um atvinnumöguleika á sínu svæði, auðlindir þjóðarinnar og hagsmuni okkar allra.Höfundur er íbúi á Suðurlandi.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun