Viðvaranir í gildi á öllu landinu í dag Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2020 07:15 Kort Veðurstofunnar sýnir viðvaranirnar sem eru í gildi víðast hvar á landinu í dag. Skjáskot Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu í dag. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendi. Veðurstofan hefur sömuleiðis gefið út gula viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. Það er viðbúið að færð geti spillst á landinu vegna veðursins og því ráðlagt að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að óveðrið skýrist af 970 millibara djúpri lægð en skil frá henni ganga yfir landið í dag. Þar kemur jafnframt fram að veðrið muni ganga nokkuð hratt yfir og gilda viðvaranirnar flestar í fjórar til sex klukkustundir. Í dag gengur í suðaustan 18 til 25 metra á sekúndu með morgninum með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Suðvestan 10 til 18 metrar á sekúndu í kvöld, hvassast um landið norðvestanvert. Skúrir en él á morgun, sunnan- og vestantil á landinu. Styttir upp austanlands í nótt. Hægari suðlæg átt og úrkomulítið annað kvöld. Hlýnandi, hiti 2 til 8 stig síðdegis, en um og undir frostmarki á morgun.Vísir leitar að myndum og myndböndum frá lesendum sem fanga veðurofsann sem gengur nú yfir landið. Bæði er hægt að senda okkur myndirnar og myndböndin sjálf eða hlekki á síður þar sem þau er að finna á netfangið ritstjorn@visir.is eða í skilaboðum á Facebook-síðu Vísis. Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á sunnudag: Suðvestan 10-18 m/s og slydduél eða él, en þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig. Hægari suðlæg átt og úrkomulítið undir kvöld. Á mánudag: Suðaustan 10-18 en norðlægari vindur vestantil á landinu. Rigning eða slydda og hiti kringum frostmark. Vestan 15-20 og þurrt um kvöldið, en heldur hægari og dálítil él á vestanverðu landinu. Á þriðjudag: Allhvöss suðaustanátt og rigning eða slydda, einkum suðaustantil. Hiti 0 til 5 stig. Snýst síðar í hvassa vestanátt með éljum og frystir. Á miðvikudag og fimmtudag: Ákveðin suðvestanátt og gengur á með éljum, en úrkomulítið á austanverðu landinu. Frost 2 til 8 stig. Á föstudag: Útlit fyrir suðlæga átt og rigningu í flestum landshlutum og hlýnandi veðri. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Appelsínugular og gular viðvaranir í kortunum Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir landið á morgun, laugardag, en nú þegar eru gular viðvaranir í gildi á Norðausturlandi, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. 3. janúar 2020 10:56 Búast við óvissustigi og lokunum á morgun Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 3. janúar 2020 21:16 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu í dag. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendi. Veðurstofan hefur sömuleiðis gefið út gula viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. Það er viðbúið að færð geti spillst á landinu vegna veðursins og því ráðlagt að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að óveðrið skýrist af 970 millibara djúpri lægð en skil frá henni ganga yfir landið í dag. Þar kemur jafnframt fram að veðrið muni ganga nokkuð hratt yfir og gilda viðvaranirnar flestar í fjórar til sex klukkustundir. Í dag gengur í suðaustan 18 til 25 metra á sekúndu með morgninum með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Suðvestan 10 til 18 metrar á sekúndu í kvöld, hvassast um landið norðvestanvert. Skúrir en él á morgun, sunnan- og vestantil á landinu. Styttir upp austanlands í nótt. Hægari suðlæg átt og úrkomulítið annað kvöld. Hlýnandi, hiti 2 til 8 stig síðdegis, en um og undir frostmarki á morgun.Vísir leitar að myndum og myndböndum frá lesendum sem fanga veðurofsann sem gengur nú yfir landið. Bæði er hægt að senda okkur myndirnar og myndböndin sjálf eða hlekki á síður þar sem þau er að finna á netfangið ritstjorn@visir.is eða í skilaboðum á Facebook-síðu Vísis. Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á sunnudag: Suðvestan 10-18 m/s og slydduél eða él, en þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig. Hægari suðlæg átt og úrkomulítið undir kvöld. Á mánudag: Suðaustan 10-18 en norðlægari vindur vestantil á landinu. Rigning eða slydda og hiti kringum frostmark. Vestan 15-20 og þurrt um kvöldið, en heldur hægari og dálítil él á vestanverðu landinu. Á þriðjudag: Allhvöss suðaustanátt og rigning eða slydda, einkum suðaustantil. Hiti 0 til 5 stig. Snýst síðar í hvassa vestanátt með éljum og frystir. Á miðvikudag og fimmtudag: Ákveðin suðvestanátt og gengur á með éljum, en úrkomulítið á austanverðu landinu. Frost 2 til 8 stig. Á föstudag: Útlit fyrir suðlæga átt og rigningu í flestum landshlutum og hlýnandi veðri.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Appelsínugular og gular viðvaranir í kortunum Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir landið á morgun, laugardag, en nú þegar eru gular viðvaranir í gildi á Norðausturlandi, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. 3. janúar 2020 10:56 Búast við óvissustigi og lokunum á morgun Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 3. janúar 2020 21:16 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Appelsínugular og gular viðvaranir í kortunum Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir landið á morgun, laugardag, en nú þegar eru gular viðvaranir í gildi á Norðausturlandi, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. 3. janúar 2020 10:56
Búast við óvissustigi og lokunum á morgun Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 3. janúar 2020 21:16