Þögnin í Vesturbænum ekkert annað en vandræðaleg Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2020 20:00 Ingi Þór Steinþórsson kvaddi KR sem Íslandsmeistari en ekki var spilað um titilinn í ár vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/DANÍEL Eftir þriggja áratuga feril sem körfuboltaþjálfari var Inga Þór Steinþórssyni sagt upp störfum í fyrsta sinn þegar KR ákvað að láta hann fara í síðustu viku. Henry Birgir og Kjartan Atli fóru yfir málið í Sportinu í dag. Inga var sagt upp um miðja síðustu viku en KR staðfesti það ekki við fjölmiðla fyrr en með yfirlýsingu í gær. „Þetta virðist hafa gerst ótrúlega hratt því að snemma í síðustu viku var KR með þetta átak sitt, „Stöndum saman“, og þar kemur hann fram og lýsir yfir að Kristófer [Acox] verði áfram. Það er samhugur í Vesturbænum,“ sagði Henry, og Kjartan bætti við: „Og hann segir að hann verði áfram með liðið og svona. Það benti allt til þess. Ég fylgist vel með þessari deild og það kom mér mjög á óvart þegar þetta gerðist.“ Henry segir reisn yfir því hvernig Ingi hafi sagt skilið við sitt uppeldisfélag en að hið sama verði ekki sagt um atburðarásina í kringum brottreksturinn. „Auðvitað er alltaf slúðrað reglulega um eitthvað ósætti og að þetta sé að fara að gerast og annað, en þarna í byrjun síðustu viku var ekkert annað í kortunum en að Ingi yrði áfram. Svo bara kemur þessi sleggja á miðvikudegi, að Ingi er látinn fara, og í kjölfarið kemur þessi ofboðslega furðulega atburðarás, þar sem að körfuknattleiksdeild KR, sem alla jafna er með allt í teskeið, missir atburðarásina algjörlega úr höndunum. Þessir dagar og þessi þögn sem ríkir um þetta mál er náttúrulega ekkert annað en vandræðaleg,“ sagði Henry og hélt áfram: Ingi með fullan rétt á að vera sár „Og það tekur þá fjóra daga að staðfesta þessar fréttir, að Ingi Þór hafi verið látinn fara, og í raun og veru er ekkert annað í því. Það er ekki búið að tilkynna nýjan þjálfara. Eins og Ingi Þór segir er hann eðlilega mjög sár, og hefur fullan rétt á því að því er mér finnst. Hann gerði liðið að meisturum og var á mikilli siglingu með liðið á síðustu leiktíð, og það var heldur betur líklegt til afreka í úrslitakeppninni sem hefði átt að vera nýlokið núna. Maður veltir fyrir sér hvað liggi að baki svona ákvörðunum en það sem að maður heyrir er óánægja leikmanna og að kraftur leikmanna geri það að verkum að honum er bolað út. Þá veltir maður fyrir sér á hvaða vegferð menn séu komnir, þegar leikmenn eru farnir að stýra félögunum og ráða því hverjir séu þjálfarar hjá liðunum. Hvar endar þetta allt saman?“ Klippa: Sportið í dag - Umræða um þá ákvörðun KR að segja Inga Þór upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ingi Þór um tímasetninguna: Er í sömu stöðu og Heimir Guðjóns Ingi Þór Steinþórsson, sem í dag var rekinn frá KR, upplifir sig í svipaðri stöðu og knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson þegar hann var látinn fara frá FH haustið 2017. 10. maí 2020 22:00 Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Ingi Þór Steinþórsson kveðst svekktur yfir að hafa verið látinn fara frá KR og ætlar sér ekki að hætta í þjálfun. 10. maí 2020 17:52 Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Eftir þriggja áratuga feril sem körfuboltaþjálfari var Inga Þór Steinþórssyni sagt upp störfum í fyrsta sinn þegar KR ákvað að láta hann fara í síðustu viku. Henry Birgir og Kjartan Atli fóru yfir málið í Sportinu í dag. Inga var sagt upp um miðja síðustu viku en KR staðfesti það ekki við fjölmiðla fyrr en með yfirlýsingu í gær. „Þetta virðist hafa gerst ótrúlega hratt því að snemma í síðustu viku var KR með þetta átak sitt, „Stöndum saman“, og þar kemur hann fram og lýsir yfir að Kristófer [Acox] verði áfram. Það er samhugur í Vesturbænum,“ sagði Henry, og Kjartan bætti við: „Og hann segir að hann verði áfram með liðið og svona. Það benti allt til þess. Ég fylgist vel með þessari deild og það kom mér mjög á óvart þegar þetta gerðist.“ Henry segir reisn yfir því hvernig Ingi hafi sagt skilið við sitt uppeldisfélag en að hið sama verði ekki sagt um atburðarásina í kringum brottreksturinn. „Auðvitað er alltaf slúðrað reglulega um eitthvað ósætti og að þetta sé að fara að gerast og annað, en þarna í byrjun síðustu viku var ekkert annað í kortunum en að Ingi yrði áfram. Svo bara kemur þessi sleggja á miðvikudegi, að Ingi er látinn fara, og í kjölfarið kemur þessi ofboðslega furðulega atburðarás, þar sem að körfuknattleiksdeild KR, sem alla jafna er með allt í teskeið, missir atburðarásina algjörlega úr höndunum. Þessir dagar og þessi þögn sem ríkir um þetta mál er náttúrulega ekkert annað en vandræðaleg,“ sagði Henry og hélt áfram: Ingi með fullan rétt á að vera sár „Og það tekur þá fjóra daga að staðfesta þessar fréttir, að Ingi Þór hafi verið látinn fara, og í raun og veru er ekkert annað í því. Það er ekki búið að tilkynna nýjan þjálfara. Eins og Ingi Þór segir er hann eðlilega mjög sár, og hefur fullan rétt á því að því er mér finnst. Hann gerði liðið að meisturum og var á mikilli siglingu með liðið á síðustu leiktíð, og það var heldur betur líklegt til afreka í úrslitakeppninni sem hefði átt að vera nýlokið núna. Maður veltir fyrir sér hvað liggi að baki svona ákvörðunum en það sem að maður heyrir er óánægja leikmanna og að kraftur leikmanna geri það að verkum að honum er bolað út. Þá veltir maður fyrir sér á hvaða vegferð menn séu komnir, þegar leikmenn eru farnir að stýra félögunum og ráða því hverjir séu þjálfarar hjá liðunum. Hvar endar þetta allt saman?“ Klippa: Sportið í dag - Umræða um þá ákvörðun KR að segja Inga Þór upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ingi Þór um tímasetninguna: Er í sömu stöðu og Heimir Guðjóns Ingi Þór Steinþórsson, sem í dag var rekinn frá KR, upplifir sig í svipaðri stöðu og knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson þegar hann var látinn fara frá FH haustið 2017. 10. maí 2020 22:00 Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Ingi Þór Steinþórsson kveðst svekktur yfir að hafa verið látinn fara frá KR og ætlar sér ekki að hætta í þjálfun. 10. maí 2020 17:52 Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Ingi Þór um tímasetninguna: Er í sömu stöðu og Heimir Guðjóns Ingi Þór Steinþórsson, sem í dag var rekinn frá KR, upplifir sig í svipaðri stöðu og knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson þegar hann var látinn fara frá FH haustið 2017. 10. maí 2020 22:00
Ingi Þór um brottreksturinn frá KR: Er ekkert sáttur Ingi Þór Steinþórsson kveðst svekktur yfir að hafa verið látinn fara frá KR og ætlar sér ekki að hætta í þjálfun. 10. maí 2020 17:52
Staðfesta brottrekstur Inga: Bauðst annað starf sem hann hafnaði KR er búið að reka Inga Þór Steinþórsson, þjálfara liðsins í Dominos-deild karla. Þetta staðfestir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum fyrr í dag. 10. maí 2020 14:40