Þrjár íslenskar þungarokkssveitir fara í tónleikaferð til Frakklands í byrjun október. Hljómsveitirnar eru Angist, sem lenti í öðru sæti í keppninni Wacken Metal Battle, Momentum og Moldun.
Í Frakklandi spila sveitirnar á fimm tónleikum í fimm borgum á jafnmörgum dögum. Tónleikaferðalagið nefnist Iceland Invasion og er skipulagt af franska tónleikafyrirtækinu Rage Tour. Til að hita upp fyrir ferðalagið verða tvennir tónleikar á Gauki á Stöng 1. október. Þeir fyrri byrja kl. 19 og eru fyrir alla en hinir síðari hefjast kl. 23.30. Þar er aldurstakmark 18 ár.
Rokkarar til Frakklands
