„Ömurlegt“ að lesa um árásir Ragnars Þórs á stjórnendur Icelandair Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2020 20:29 María er ósátt með orð sem Ragnar Þór hefur látið falla um stjórn Icelandair. Vísir/Aðsend/Vilhelm María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir „ömurlegt“ að lesa um það sem hún kallar „árásir“ Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á stjórnendur Icelandair. Hún segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. Fyrr í dag birti Ragnar Þór pistil á Vísi þar sem hann varaði flugstéttir við því að láta Icelandair kúga sig. „Stjórnendur koma og fara en starfsfólkið er og verður alltaf grunnstoð fyrirtækisins,“ skrifaði Ragnar Þór meðal annars. Tilefnið eru viðræður starfsfólks Icelandair við flugfélagið í samhengi við orð forstjóra félagsins þess efnis að starfsfólkið sé helsta fyrirstaða þess að Icelandair verði bjargað. Ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí svo félagið eigi möguleika á að vera áfram starfandi. Samkennd innan félagsins mikil Í færslu sinni segir María að margt starfsfólk Icelandair leggi nú nótt við dag til þess að bjarga félaginu úr mestu hremmingum í sögu þess. Hún segist trúa því að enn sé von, bæði fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess. Hún segir samkennd starfsfólks í ástandinu sem nú er uppi vera mikla, og hún spili stórt hlutverk. Hún virðist hins vegar setja spurningamerki við þá umræðu sem nú hefur skapast í kring um kjaraviðræður Icelandair við flugstéttir. „Það er auðvitað dapurlegt að þurfa að fara fram á að starfsfólk samþykki skert kjör - en hvernig er hinn kosturinn? Ef Icelandair verður gjaldþrota, sem því miður er enn mögulegt, verður eflaust sett á stofn nýtt félag sem þá semur upp á nýtt við starfsfólk. Núgildandi samningar Icelandair við sitt fólk verða tæplega fyrirmyndir,“ skrifar María. Hún segir erfitt að þurfa að kyngja því að falla þurfi frá áratuga ávinning stéttarfélaga flugfreyja og annarra flugstétta. Hún spyr þó hvort ekki sé mikilvægast að halda Icelandair á lífi, svo hægt sé að sækja kjarabætur að nýju síðar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/Vilhelm Segir auðvelt að mistúlka orð Boga „Orð Boga um að helsta fyrirstaðan fyrir því að það takist að bjarga Icelandair séum „við sjálf, starfsfólkið sem starfar hjá fyrirtækinu” hafa fengið hörð viðbrögð víða, ekki síst hjá forystumönnum í verkalýðshreyfingunni,“ skrifar María. Hún segist að mörgu leyti skilja þau viðbrögð sem ummæli forstjórans hafa kallað fram. Hins vegar sé auðvelt að snúa út úr þeim og túlka á versta veg. Hún segist hins vegar hafa skilið orð Boga á annan hátt en forystumenn verkalýðshreyfingarinnar. „En ef þessi orð eru lesin rétt þá blasir meiningin við: Það er ábyrgð okkar allra að bjarga Icelandair, við sjálf megum ekki vera helsta hindrunin. Ég skil þessi orð hans þannig að hann sé að tala um okkur öll: stjórnendur, okkur sem vinnum á skrifstofunni og höfum þegar samþykkt skert launakjör, og auðvitað líka flugfreyjur, flugmenn og flugvirkja, og aðra starfsmenn.“ María segir að í ljósi þessa finnist henni, „sem félagsmanni í VR, ömurlegt að lesa um árásir Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns félagsins, á stjórnendur Icelandair og hvernig hann kýs að snúa út úr orðum forstjórans Ragnar Þór talar um „stjórnendaklíku” Icelandair og veltir fyrir sér hvort ekki væri rétt á þessum tímapunkti að skipta út stjórnendum.“ Hún segir það blasa við að ummæli Ragnars Þórs séu óábyrg og ósanngjörn. „Og ætti formanni VR ekki að vera annt um störf okkar sem vinnum á skrifstofum Icelandair, okkar sem höfum þegar samþykkt skert kjör en um leið lagt á okkur mikla vinnu við að bjarga félaginu? Í venjuleg árferði starfa nokkuð hundruð félagsmenn VR hjá Icelandair. Við viljum halda í þessi störf og vonum að það eigi eftir að birta til,“ skrifar María. Hún segir Icelandair vera komið niður á hnén. Þess vegna þurfi fyrirtækið síst á því að halda að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar tali „gáleysislega um stöðu og framtíð félagsins eins og Ragnar Þór gerir.“ Færslu Maríu má lesa í heild sinni hér að neðan. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18 Varar flugstéttirnar við að láta Icelandair kúga sig Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hvetur starfsfólk Icelandair til þess að láta ekki kúga sig út í stórfelldar launalækkanir og afsal réttinda. 11. maí 2020 13:48 Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 08:09 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair hér á landi, segir „ömurlegt“ að lesa um það sem hún kallar „árásir“ Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á stjórnendur Icelandair. Hún segir Ragnar Þór hafa snúið út úr orðum Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem María birti í dag. Fyrr í dag birti Ragnar Þór pistil á Vísi þar sem hann varaði flugstéttir við því að láta Icelandair kúga sig. „Stjórnendur koma og fara en starfsfólkið er og verður alltaf grunnstoð fyrirtækisins,“ skrifaði Ragnar Þór meðal annars. Tilefnið eru viðræður starfsfólks Icelandair við flugfélagið í samhengi við orð forstjóra félagsins þess efnis að starfsfólkið sé helsta fyrirstaða þess að Icelandair verði bjargað. Ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí svo félagið eigi möguleika á að vera áfram starfandi. Samkennd innan félagsins mikil Í færslu sinni segir María að margt starfsfólk Icelandair leggi nú nótt við dag til þess að bjarga félaginu úr mestu hremmingum í sögu þess. Hún segist trúa því að enn sé von, bæði fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess. Hún segir samkennd starfsfólks í ástandinu sem nú er uppi vera mikla, og hún spili stórt hlutverk. Hún virðist hins vegar setja spurningamerki við þá umræðu sem nú hefur skapast í kring um kjaraviðræður Icelandair við flugstéttir. „Það er auðvitað dapurlegt að þurfa að fara fram á að starfsfólk samþykki skert kjör - en hvernig er hinn kosturinn? Ef Icelandair verður gjaldþrota, sem því miður er enn mögulegt, verður eflaust sett á stofn nýtt félag sem þá semur upp á nýtt við starfsfólk. Núgildandi samningar Icelandair við sitt fólk verða tæplega fyrirmyndir,“ skrifar María. Hún segir erfitt að þurfa að kyngja því að falla þurfi frá áratuga ávinning stéttarfélaga flugfreyja og annarra flugstétta. Hún spyr þó hvort ekki sé mikilvægast að halda Icelandair á lífi, svo hægt sé að sækja kjarabætur að nýju síðar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/Vilhelm Segir auðvelt að mistúlka orð Boga „Orð Boga um að helsta fyrirstaðan fyrir því að það takist að bjarga Icelandair séum „við sjálf, starfsfólkið sem starfar hjá fyrirtækinu” hafa fengið hörð viðbrögð víða, ekki síst hjá forystumönnum í verkalýðshreyfingunni,“ skrifar María. Hún segist að mörgu leyti skilja þau viðbrögð sem ummæli forstjórans hafa kallað fram. Hins vegar sé auðvelt að snúa út úr þeim og túlka á versta veg. Hún segist hins vegar hafa skilið orð Boga á annan hátt en forystumenn verkalýðshreyfingarinnar. „En ef þessi orð eru lesin rétt þá blasir meiningin við: Það er ábyrgð okkar allra að bjarga Icelandair, við sjálf megum ekki vera helsta hindrunin. Ég skil þessi orð hans þannig að hann sé að tala um okkur öll: stjórnendur, okkur sem vinnum á skrifstofunni og höfum þegar samþykkt skert launakjör, og auðvitað líka flugfreyjur, flugmenn og flugvirkja, og aðra starfsmenn.“ María segir að í ljósi þessa finnist henni, „sem félagsmanni í VR, ömurlegt að lesa um árásir Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns félagsins, á stjórnendur Icelandair og hvernig hann kýs að snúa út úr orðum forstjórans Ragnar Þór talar um „stjórnendaklíku” Icelandair og veltir fyrir sér hvort ekki væri rétt á þessum tímapunkti að skipta út stjórnendum.“ Hún segir það blasa við að ummæli Ragnars Þórs séu óábyrg og ósanngjörn. „Og ætti formanni VR ekki að vera annt um störf okkar sem vinnum á skrifstofum Icelandair, okkar sem höfum þegar samþykkt skert kjör en um leið lagt á okkur mikla vinnu við að bjarga félaginu? Í venjuleg árferði starfa nokkuð hundruð félagsmenn VR hjá Icelandair. Við viljum halda í þessi störf og vonum að það eigi eftir að birta til,“ skrifar María. Hún segir Icelandair vera komið niður á hnén. Þess vegna þurfi fyrirtækið síst á því að halda að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar tali „gáleysislega um stöðu og framtíð félagsins eins og Ragnar Þór gerir.“ Færslu Maríu má lesa í heild sinni hér að neðan.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18 Varar flugstéttirnar við að láta Icelandair kúga sig Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hvetur starfsfólk Icelandair til þess að láta ekki kúga sig út í stórfelldar launalækkanir og afsal réttinda. 11. maí 2020 13:48 Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 08:09 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18
Varar flugstéttirnar við að láta Icelandair kúga sig Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hvetur starfsfólk Icelandair til þess að láta ekki kúga sig út í stórfelldar launalækkanir og afsal réttinda. 11. maí 2020 13:48
Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 08:09