Er verið að púsla saman nýju stjórnmálaafli? 27. september 2011 06:00 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að þessa dagana eru hræringar í tengslum við nýjan stjórnmálaflokk undir forystu Guðmundar Steingrímssonar. Er hér um nýja hugmynd að ræða eða er gömul hugmynd að taka á sig mynd? Það er áhugavert að standa á hliðarlínunni, horfa og hlusta. Nú er það komið upp á borð að Besti flokkurinn, eða einstaklingar innan hans, ætlar sér í landsmálin, bjóða fram í öllum kjördæmum með Guðmundi og ýmsum öðrum áhugasömum. Við heyrum Guðmund segja frá því að fólk úr ýmsum áttum hafi gefið sig fram og lýst yfir áhuga. En áhuga á hverju? Guðmundur hefur sagt að hann vilji berjast fyrir umhverfisvænum miðjuflokki sem leggi áherslu á fjölbreytt atvinnulíf. Þetta eru áherslur og gildi sem ég held að flestir Íslendingar gætu tekið undir. Öðru máli gegnir um stefnu þessa óstofnaða flokks þegar kemur að afstöðu hans til aðildarviðræðna og aðildar að ESB. Því má ætla að Guðmundur hafi leynt og ljóst í ræðu og riti undanfarin ár bæði í Samfylkingu og Framsókn barist með oddi og egg fyrir þessum gildum og boðað færar leiðir að settu marki. Ég get raunar með sanni sagt að ég var ekki mikið vör við baráttu hans fyrir stefnumálum sínum þann stutta tíma sem hann starfaði innan Framsóknar. En Guðmundur hefur sagt að sér hafi ekki tekist að vinna málum sínum brautargengi innan flokksins og því sá hann enga aðra leið færa en að hoppa frá borði og byrja upp á nýtt með fólki sem hefur í raun mismunandi bakgrunn. En eru þetta þau gildi sem Besti flokkurinn stendur fyrir og kynnti kjósendum í síðustu borgarstjórnarkosningum? Þegar horft er til fortíðar Guðmundar í Samfylkingunni og vinatengsla hans við Dag B. Eggertsson, varaformann Samfylkingarinnar, og nánasta samstarfsmanns Jóns Gnarr á samstarf Guðmundar og Jóns Gnarr ekki að koma svo mjög á óvart. Þegar horft er síðan í baksýnisspegilinn og rifjuð upp ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur eftir síðustu kosningar þar sem hún sagði það sína skoðun að væntanlega væru núverandi flokkakerfi gengin sér til húðar og Samfylkingin sem slík ekki upphaf og endir alls þá fer óneitanlega að fæðast mynd í kollinum á mér. Einnig má ekki gleyma því að Össur Skarphéðinsson hefur oftar en einu sinni boðið Framsókn velkomna í Samfylkinguna. Í bók Björgvins G. Sigurðssonar fv. ráðherra Samfylkingarinnar kemur fram að hann gengur með þann draum í maganum að hér verði til einn öflugur flokkur með sameiningu núverandi flokka sem tilheyra miðjunni. Þegar öllum þessum brotum er raðað saman kemst ég ekki hjá því að velta upp þeirri hugsun að brotthvarf Guðmundar úr Framsóknarflokknum, samstarf hans við Jón Gnarr og ummæli ýmissa Samfylkingarmanna sé ekki tilviljun ein. Getur verið að Guðmundur hafi metið stöðuna þannig að Framsókn yrði ekki breytt þannig að nánara samstarf Framsóknar og Samfylkingar kæmi ekki til og því það eitt í stöðunni að yfirgefa flokkinn, safna saman fólki og stofna nýjan flokk? Getur löngu úthugsað púsluspil verið m.a. ástæða þess að Jóhanna ætlar aftur að gefa kost á sér sem formaður í Samfylkingunni þó svo að það traust sem stór hluti landsmanna bar til hennar sé nú ekki lengur til staðar? Getur verið að þetta sé ástæða þess að helstu forystumenn í Samfylkingunni hugsa ekki um að bjóða sig fram – og af hverju hætti Þórunn Sveinbjarnardóttir svo skyndilega á þingi? Ég óska henni velgengni í námi en má ekki ætla að hún hafi vitað við lok þings í vor að hún stefndi á nám nú í haust. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni að þreytu er farið að gæta í stjórnarsamstarfinu og mjög margir kjósendur og stuðningsmenn Samfylkingarinnar þreyttir og pirraðir á samstarfinu við VG. Sá pirringur kom vel fram í viðtali við Þórunni í Kastljósi eftir að hún sagði af sér og ítrekað tala þingmenn eins og Sigmundur Ernir og Kristján Möller í þá átt að ýmsar ákvarðanir stjórnarinnar falli ekki að stefnu þeirra né flokksins og það sama má raunar segja um ýmis ummæli Árna Páls. Ég veit að fjölmargir Samfylkingarmenn gætu vel hugsað sér að stokka spilin og gefa upp á nýtt. Eftir eðlilegu tímatali á að kjósa til Alþingis eftir tvö ár en tvö ár er mjög langur tími í stjórnmálum og margt sem gerist á mun skemmri tíma. Er það hugsanlegt að þeir sem leiða Samfylkinguna geti í raun vel hugsað sér kosningar fyrr en eftir tvö ár og sjái það sem ákjósanlegan kost í stöðunni að fljótlega verði komið á koppinn nýtt afl sem gæti tekið þátt í að mynda þann nýja fjölmenna miðjuflokk sem marga krata dreymir um? Það er vitað að Samfylkingin sér sig ekki til langs tíma í stjórnarsamstarfi við VG og ekki heldur í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn miðað við núverandi áherslur þess flokks í mörgum veigamiklum málum. Því er það mjög nauðsynlegt fyrir Samfylkinguna, í núverandi mynd eða undir breyttu merki, að kalla saman fólk sem myndað getur stjórnmálaafl sem í stórum dráttum aðhyllist stefnu þeirra. Ef þessar vangaveltur mínar eiga á einhvern hátt við rök að styðjast er spurning hvort Guðmundur Steingrímsson taki meðvitaður eða ómeðvitaður þátt í þessu spili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að þessa dagana eru hræringar í tengslum við nýjan stjórnmálaflokk undir forystu Guðmundar Steingrímssonar. Er hér um nýja hugmynd að ræða eða er gömul hugmynd að taka á sig mynd? Það er áhugavert að standa á hliðarlínunni, horfa og hlusta. Nú er það komið upp á borð að Besti flokkurinn, eða einstaklingar innan hans, ætlar sér í landsmálin, bjóða fram í öllum kjördæmum með Guðmundi og ýmsum öðrum áhugasömum. Við heyrum Guðmund segja frá því að fólk úr ýmsum áttum hafi gefið sig fram og lýst yfir áhuga. En áhuga á hverju? Guðmundur hefur sagt að hann vilji berjast fyrir umhverfisvænum miðjuflokki sem leggi áherslu á fjölbreytt atvinnulíf. Þetta eru áherslur og gildi sem ég held að flestir Íslendingar gætu tekið undir. Öðru máli gegnir um stefnu þessa óstofnaða flokks þegar kemur að afstöðu hans til aðildarviðræðna og aðildar að ESB. Því má ætla að Guðmundur hafi leynt og ljóst í ræðu og riti undanfarin ár bæði í Samfylkingu og Framsókn barist með oddi og egg fyrir þessum gildum og boðað færar leiðir að settu marki. Ég get raunar með sanni sagt að ég var ekki mikið vör við baráttu hans fyrir stefnumálum sínum þann stutta tíma sem hann starfaði innan Framsóknar. En Guðmundur hefur sagt að sér hafi ekki tekist að vinna málum sínum brautargengi innan flokksins og því sá hann enga aðra leið færa en að hoppa frá borði og byrja upp á nýtt með fólki sem hefur í raun mismunandi bakgrunn. En eru þetta þau gildi sem Besti flokkurinn stendur fyrir og kynnti kjósendum í síðustu borgarstjórnarkosningum? Þegar horft er til fortíðar Guðmundar í Samfylkingunni og vinatengsla hans við Dag B. Eggertsson, varaformann Samfylkingarinnar, og nánasta samstarfsmanns Jóns Gnarr á samstarf Guðmundar og Jóns Gnarr ekki að koma svo mjög á óvart. Þegar horft er síðan í baksýnisspegilinn og rifjuð upp ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur eftir síðustu kosningar þar sem hún sagði það sína skoðun að væntanlega væru núverandi flokkakerfi gengin sér til húðar og Samfylkingin sem slík ekki upphaf og endir alls þá fer óneitanlega að fæðast mynd í kollinum á mér. Einnig má ekki gleyma því að Össur Skarphéðinsson hefur oftar en einu sinni boðið Framsókn velkomna í Samfylkinguna. Í bók Björgvins G. Sigurðssonar fv. ráðherra Samfylkingarinnar kemur fram að hann gengur með þann draum í maganum að hér verði til einn öflugur flokkur með sameiningu núverandi flokka sem tilheyra miðjunni. Þegar öllum þessum brotum er raðað saman kemst ég ekki hjá því að velta upp þeirri hugsun að brotthvarf Guðmundar úr Framsóknarflokknum, samstarf hans við Jón Gnarr og ummæli ýmissa Samfylkingarmanna sé ekki tilviljun ein. Getur verið að Guðmundur hafi metið stöðuna þannig að Framsókn yrði ekki breytt þannig að nánara samstarf Framsóknar og Samfylkingar kæmi ekki til og því það eitt í stöðunni að yfirgefa flokkinn, safna saman fólki og stofna nýjan flokk? Getur löngu úthugsað púsluspil verið m.a. ástæða þess að Jóhanna ætlar aftur að gefa kost á sér sem formaður í Samfylkingunni þó svo að það traust sem stór hluti landsmanna bar til hennar sé nú ekki lengur til staðar? Getur verið að þetta sé ástæða þess að helstu forystumenn í Samfylkingunni hugsa ekki um að bjóða sig fram – og af hverju hætti Þórunn Sveinbjarnardóttir svo skyndilega á þingi? Ég óska henni velgengni í námi en má ekki ætla að hún hafi vitað við lok þings í vor að hún stefndi á nám nú í haust. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni að þreytu er farið að gæta í stjórnarsamstarfinu og mjög margir kjósendur og stuðningsmenn Samfylkingarinnar þreyttir og pirraðir á samstarfinu við VG. Sá pirringur kom vel fram í viðtali við Þórunni í Kastljósi eftir að hún sagði af sér og ítrekað tala þingmenn eins og Sigmundur Ernir og Kristján Möller í þá átt að ýmsar ákvarðanir stjórnarinnar falli ekki að stefnu þeirra né flokksins og það sama má raunar segja um ýmis ummæli Árna Páls. Ég veit að fjölmargir Samfylkingarmenn gætu vel hugsað sér að stokka spilin og gefa upp á nýtt. Eftir eðlilegu tímatali á að kjósa til Alþingis eftir tvö ár en tvö ár er mjög langur tími í stjórnmálum og margt sem gerist á mun skemmri tíma. Er það hugsanlegt að þeir sem leiða Samfylkinguna geti í raun vel hugsað sér kosningar fyrr en eftir tvö ár og sjái það sem ákjósanlegan kost í stöðunni að fljótlega verði komið á koppinn nýtt afl sem gæti tekið þátt í að mynda þann nýja fjölmenna miðjuflokk sem marga krata dreymir um? Það er vitað að Samfylkingin sér sig ekki til langs tíma í stjórnarsamstarfi við VG og ekki heldur í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn miðað við núverandi áherslur þess flokks í mörgum veigamiklum málum. Því er það mjög nauðsynlegt fyrir Samfylkinguna, í núverandi mynd eða undir breyttu merki, að kalla saman fólk sem myndað getur stjórnmálaafl sem í stórum dráttum aðhyllist stefnu þeirra. Ef þessar vangaveltur mínar eiga á einhvern hátt við rök að styðjast er spurning hvort Guðmundur Steingrímsson taki meðvitaður eða ómeðvitaður þátt í þessu spili.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun