Skellti í sumarsmell Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2015 08:30 Erla segist hafa haft gaman af tónlist síðan hún man eftir sér en hún lærði á hljómborð sem stelpa. Mynd/ÁsaBerglind „Það var auglýst hérna verkefni fyrir eldri borgara. Ég hef nú alltaf haft gaman af músík síðan ég hef vitað af mér, var forvitin og mætti á staðinn,“ segir Erla Markúsdóttir, sjötíu og átta ára gamall meðlimur í tónlistarhópnum Tónar og trix sem starfræktur er í Þorlákshöfn. Hópurinn hyggur nú á útgáfu á geisladiski og á Erla lag og texta á disknum en þetta er fyrsta lagið sem hún hefur gefið út. Tónar og trix urðu til árið 2007 út frá því sem átti að vera tveggja vikna tónlistarverkefni Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, stjórnanda hópsins, og skólasystur hennar úr Listaháskóla Íslands en hefur heldur betur öðlast framhaldslíf. „Svo fóru þær að búa til lög og láta okkur búa til líka. Þær voru með hljóðfæri og svona sem ég hafði aldrei snert áður og það var mjög gaman,“ segir Erla glöð í bragði en hún æfði á hljómborð á sínum yngri árum. „Ég hef aðeins lært á hljómborð, sem stelpa fór ég í örfáa tíma í Tónlistarskóla Rangæinga, það var frá miðjum febrúar fram í maí,“ segir hún en síðar eftir að hún hætti að vinna tók hún til við tónlistariðkun á ný. „Þá varð maður að finna eitthvað að gera, ég var ekki með hljóðfæri hérna heima og þá var ýtt á mig að fara í tónlistarskólann hérna og þangað fór ég í nokkrar annir,“ segir hún glöð í bragði og sér ekki eftir því í dag. „Núna erum við að fara að gefa út disk. Það er ýmislegt sem getur gerst,“ segir Erla hlæjandi. „Ég bjóst ekki við því, þú getur ímyndað þér,“ segir hún og skellir upp úr þegar hún er spurð að því hvort hún hafi búist við að gefa út geisladisk sjötíu og átta ára gömul. Söfnun stendur nú yfir á vefsíðunni Karolina Fund en Erla samdi lagið Haust sem er á disknum auk textans við það en áætlað er að diskurinn Tónar og trix komi út í maí. „Við vorum að ljúka störfum að vori til og Ása Berglind sagði að við myndum gera meira um haustið. Hún ýjaði að því að við gætum gert eitthvað heima og ég ákvað að prófa,“ segir hún um tildrög lagsins og bætir við að hún skrifi ekki mikið af lagasmíðunum niður. „Yfirleitt týni ég því en hún Ása Berglind skrifaði þetta niður fyrir mig.“ Erla segir starfið með tónlistarhópnum afar skemmtilegt og að hún hafi afar gaman af þeirra vikulegu hittingum. „Þetta er bara búið að vera ævintýri frá upphafi, segir hún ánægð að lokum. Hér má sjá texta Erlu við lagið Haust: Þó sól á lofti lækki ég leik mér enn um sinn og æskuárum fækki ég áfram þráðinn spinn. Í tónalandi ég lifi þar lífsgleðina finn, þó taktfast klukkan tifi og tíminn hrukki kinn. Ég trommuna slæ, taktinum næ, tipla á tá og hæl. Er Tónar og Trix með sín tilþrif og mix tekur lagið með stæl.Þeir sem vilja fræðast frekar um Tóna og Trix geta gert það hér. Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
„Það var auglýst hérna verkefni fyrir eldri borgara. Ég hef nú alltaf haft gaman af músík síðan ég hef vitað af mér, var forvitin og mætti á staðinn,“ segir Erla Markúsdóttir, sjötíu og átta ára gamall meðlimur í tónlistarhópnum Tónar og trix sem starfræktur er í Þorlákshöfn. Hópurinn hyggur nú á útgáfu á geisladiski og á Erla lag og texta á disknum en þetta er fyrsta lagið sem hún hefur gefið út. Tónar og trix urðu til árið 2007 út frá því sem átti að vera tveggja vikna tónlistarverkefni Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, stjórnanda hópsins, og skólasystur hennar úr Listaháskóla Íslands en hefur heldur betur öðlast framhaldslíf. „Svo fóru þær að búa til lög og láta okkur búa til líka. Þær voru með hljóðfæri og svona sem ég hafði aldrei snert áður og það var mjög gaman,“ segir Erla glöð í bragði en hún æfði á hljómborð á sínum yngri árum. „Ég hef aðeins lært á hljómborð, sem stelpa fór ég í örfáa tíma í Tónlistarskóla Rangæinga, það var frá miðjum febrúar fram í maí,“ segir hún en síðar eftir að hún hætti að vinna tók hún til við tónlistariðkun á ný. „Þá varð maður að finna eitthvað að gera, ég var ekki með hljóðfæri hérna heima og þá var ýtt á mig að fara í tónlistarskólann hérna og þangað fór ég í nokkrar annir,“ segir hún glöð í bragði og sér ekki eftir því í dag. „Núna erum við að fara að gefa út disk. Það er ýmislegt sem getur gerst,“ segir Erla hlæjandi. „Ég bjóst ekki við því, þú getur ímyndað þér,“ segir hún og skellir upp úr þegar hún er spurð að því hvort hún hafi búist við að gefa út geisladisk sjötíu og átta ára gömul. Söfnun stendur nú yfir á vefsíðunni Karolina Fund en Erla samdi lagið Haust sem er á disknum auk textans við það en áætlað er að diskurinn Tónar og trix komi út í maí. „Við vorum að ljúka störfum að vori til og Ása Berglind sagði að við myndum gera meira um haustið. Hún ýjaði að því að við gætum gert eitthvað heima og ég ákvað að prófa,“ segir hún um tildrög lagsins og bætir við að hún skrifi ekki mikið af lagasmíðunum niður. „Yfirleitt týni ég því en hún Ása Berglind skrifaði þetta niður fyrir mig.“ Erla segir starfið með tónlistarhópnum afar skemmtilegt og að hún hafi afar gaman af þeirra vikulegu hittingum. „Þetta er bara búið að vera ævintýri frá upphafi, segir hún ánægð að lokum. Hér má sjá texta Erlu við lagið Haust: Þó sól á lofti lækki ég leik mér enn um sinn og æskuárum fækki ég áfram þráðinn spinn. Í tónalandi ég lifi þar lífsgleðina finn, þó taktfast klukkan tifi og tíminn hrukki kinn. Ég trommuna slæ, taktinum næ, tipla á tá og hæl. Er Tónar og Trix með sín tilþrif og mix tekur lagið með stæl.Þeir sem vilja fræðast frekar um Tóna og Trix geta gert það hér.
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira