Hatur og hugmyndir sem falla ekki í kramið – 1984? Herdís Þorgeirsdóttir skrifar 15. ágúst 2013 07:00 Vegna komu bandarísks predikara á trúarsamkomu þar sem biskup Íslands verður meðal ræðumanna hafa blossað upp deilur. Rúmast afstaða klerksins, sem telur samkynhneigð guði ekki þóknanlega, innan marka tjáningarfrelsis eða fellur hún undir hatursáróður? Svarið er ekki einhlítt.Tjáningarfrelsi og áróður í garð samkynhneigðra Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm 2012 að sænsk stjórnvöld hefðu ekki brotið á tjáningarfrelsi ungra manna sem dæmdir voru fyrir brot á hegningarlögum vegna áróðurs gegn samkynhneigðum. Þeir höfðu dreift pésum í hólf nemenda í menntaskóla með þeim skilaboðum að samfélagið hampaði samkynhneigð, sem væri afbrigðileg, hún hefði slæm áhrif á siðferðið í samfélaginu og að lauslæti homma væri orsök útbreiðslu alnæmis. Hæstiréttur Svíþjóðar mildaði dóm undirréttar, sem hafði dæmt mennina í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi auk greiðslu fjársekta.Mannréttindadómstóll Evrópu – í takt við tíðarandann? Mennirnir kærðu sænsk stjórnvöld fyrir að hafa brotið á réttindum þeirra fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Dómstóllinn taldi að þótt hin umþrættu ummæli féllu ekki beint í flokk hatursárása væru á ferðinni alvarlegir fordómar, sem gætu hreiðrað um sig og leitt til ofbeldis í garð samkynhneigðra. Sænsk stjórnvöld hefðu ekki gengið of langt í að skerða tjáningarfrelsi mannanna; móttakendum áróðurspésanna hefði ekki verið gert kleift að afþakka þá og mennirnir hefðu fengið væga refsingu. Spyrja má hvort Mannréttindadómstóllinn hafi þarna í sínu fyrsta máli sem laut að áróðri gegn samkynhneigð látið undan pólitískri rétthugsun í takt við upplýstan tíðaranda – í þeim ríkjum sem hafa veitt samkynhneigðum sama rétt og gagnkynhneigðum – á kostnað tjáningarfrelsis, sem dómstóllinn segir sjálfur að verndi ekki eingöngu hugmyndir sem eru viðteknar heldur einnig þær sem hneyksla og valda uppnámi. Dómstóllinn lét hjá líða að minnast á fælingaráhrif refsingar á opna umræðu.Bandaríkin – haturs- áróður í þágu opinnar umræðu Hæstiréttur Bandaríkjanna tók þveröfugan pól í hæðina 2011 þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að meðlimir kirkjusafnaðar sem berst gegn samkynhneigð mættu mótmæla við útför hermanns á grundvelli tjáningarfrelsisins. Mótmælendur gerðu lögreglunni viðvart áður og stóðu þögulir með spjöld fyrir utan kirkjuna sem á stóð „Guði sé lof fyrir látna hermenn – Þið farið til helvítis – Guð hatar homma og Bandaríkin – Guði sé lof fyrir 11. september“. Hæstiréttur ýtti út af borðinu dómi undirréttar, sem hafði dæmt föður hins látna hermanns 5 milljónir dala í miskabætur. Á þeirri forsendu að stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi megi ekki skerða sagði dómstóllinn málfrelsið vera vald í sjálfu sér. Með því væri unnt að valda öðrum miklum sársauka. Bandaríska þjóðin hefði þó valið þá leið að standa vörð um alla orðræðu, sem innlegg í opinbera umræðu, jafnvel þótt framlagið væri ómerkilegt.Rússland – bann við áróðri fyrir samkynhneigð Nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum (Feneyjanefnd) samþykkti í mars síðastliðnum álit á nýju lagafrumvarpi í Rússlandi, sem bannar áróður fyrir samkynhneigð meðal barna undir lögaldri, sem rússnesk stjórnvöld segja taka mið af þroska þeirra. Feneyjanefndin benti á ríkjandi tilhneigingu í mörgum ríkjum Mið- og Austur-Evrópu til að banna áróður fyrir samkynhneigð en sagði að bannið stæðist ekki alþjóðleg viðmið eða ákvæði Mannréttindasáttmála um tjáningarfrelsi, fundarfrelsi og bann við mismunun. Enda virtist markmið laganna ekki vera að efla hefðbundin fjölskyldugildi heldur skerða rétt þeirra sem væru öðruvísi.Bretland – bann við áróðri fyrir sinnaskiptum Hæstiréttur í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu sl. vor að ákvörðun stjórnar strætisvagna London um að banna auglýsingaborða á strætó sem hvöttu samkynhneigða til sinnaskipta væri lögmæt. Á auglýsingaborðunum átti að standa „Ekki hommi – fyrrverandi hommi – stoltur og sættu þig við það“. Þetta var umorðun á frægum slagorðum í Stonewall-mótmælum samkynhneigðra á sjöunda áratug í Bandaríkjunum: „Sumir eru hommar. Sættu þig við það!“ Rökin fyrir því að banna auglýsingarnar voru að ungt samkynhneigt fólk ætti margt erfitt uppdráttar, sætti einelti í skólum og yrði fyrir hatursárásum. Áróður fyrir afhommun myndi ýta undir fordóma.Vitundarvakning og pólitísk rétthugsun Barátta samkynhneigðra hefur eins og önnur mannréttindabarátta kostað blóð, svita og tár. Nú er samkynhneigð varin af friðhelgi einkalífs samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins en lögsaga hans nær til 47 ríkja Evrópuráðsins. Enginn á að gjalda fyrir það hvern hann elskar. Lög heimila skerðingu á tjáningarfrelsi vegna réttinda eða mannorðs annarra. Þar sem þetta er grundvallarréttur og lífæð lýðræðislegs samfélags er varasamt að setja tjáningu þröngar skorður. Tjáningarfrelsið verndar ekki aðeins upplýsingar og hugmyndir sem falla í kramið heldur einnig þær sem valda uppnámi, særa, hneyksla og koma róti á hugann. Aðalsmerki lýðræðisins er fjölhyggja, umburðarlyndi og víðsýni. Vitundarvakning verður vegna umræðu en ekki vegna þess að þaggað er niður í henni. Baráttan fyrir frelsi krefst stöðugrar árvekni. George Orwell varaði í bókinni 1984 við „Newspeak“, þeirri áráttu valdhafa að afmarka svigrúm orðræðunnar. Tjáningarfrelsið er meginvörn lýðræðisins og árveknin felst í stöðugri gagnrýni, endurnýjun á viðteknum hugmyndum og öflugum andmælum við tilhneigingu ráðandi afla til að njörva niður kerfi rétthugsunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna komu bandarísks predikara á trúarsamkomu þar sem biskup Íslands verður meðal ræðumanna hafa blossað upp deilur. Rúmast afstaða klerksins, sem telur samkynhneigð guði ekki þóknanlega, innan marka tjáningarfrelsis eða fellur hún undir hatursáróður? Svarið er ekki einhlítt.Tjáningarfrelsi og áróður í garð samkynhneigðra Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm 2012 að sænsk stjórnvöld hefðu ekki brotið á tjáningarfrelsi ungra manna sem dæmdir voru fyrir brot á hegningarlögum vegna áróðurs gegn samkynhneigðum. Þeir höfðu dreift pésum í hólf nemenda í menntaskóla með þeim skilaboðum að samfélagið hampaði samkynhneigð, sem væri afbrigðileg, hún hefði slæm áhrif á siðferðið í samfélaginu og að lauslæti homma væri orsök útbreiðslu alnæmis. Hæstiréttur Svíþjóðar mildaði dóm undirréttar, sem hafði dæmt mennina í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi auk greiðslu fjársekta.Mannréttindadómstóll Evrópu – í takt við tíðarandann? Mennirnir kærðu sænsk stjórnvöld fyrir að hafa brotið á réttindum þeirra fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Dómstóllinn taldi að þótt hin umþrættu ummæli féllu ekki beint í flokk hatursárása væru á ferðinni alvarlegir fordómar, sem gætu hreiðrað um sig og leitt til ofbeldis í garð samkynhneigðra. Sænsk stjórnvöld hefðu ekki gengið of langt í að skerða tjáningarfrelsi mannanna; móttakendum áróðurspésanna hefði ekki verið gert kleift að afþakka þá og mennirnir hefðu fengið væga refsingu. Spyrja má hvort Mannréttindadómstóllinn hafi þarna í sínu fyrsta máli sem laut að áróðri gegn samkynhneigð látið undan pólitískri rétthugsun í takt við upplýstan tíðaranda – í þeim ríkjum sem hafa veitt samkynhneigðum sama rétt og gagnkynhneigðum – á kostnað tjáningarfrelsis, sem dómstóllinn segir sjálfur að verndi ekki eingöngu hugmyndir sem eru viðteknar heldur einnig þær sem hneyksla og valda uppnámi. Dómstóllinn lét hjá líða að minnast á fælingaráhrif refsingar á opna umræðu.Bandaríkin – haturs- áróður í þágu opinnar umræðu Hæstiréttur Bandaríkjanna tók þveröfugan pól í hæðina 2011 þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að meðlimir kirkjusafnaðar sem berst gegn samkynhneigð mættu mótmæla við útför hermanns á grundvelli tjáningarfrelsisins. Mótmælendur gerðu lögreglunni viðvart áður og stóðu þögulir með spjöld fyrir utan kirkjuna sem á stóð „Guði sé lof fyrir látna hermenn – Þið farið til helvítis – Guð hatar homma og Bandaríkin – Guði sé lof fyrir 11. september“. Hæstiréttur ýtti út af borðinu dómi undirréttar, sem hafði dæmt föður hins látna hermanns 5 milljónir dala í miskabætur. Á þeirri forsendu að stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi megi ekki skerða sagði dómstóllinn málfrelsið vera vald í sjálfu sér. Með því væri unnt að valda öðrum miklum sársauka. Bandaríska þjóðin hefði þó valið þá leið að standa vörð um alla orðræðu, sem innlegg í opinbera umræðu, jafnvel þótt framlagið væri ómerkilegt.Rússland – bann við áróðri fyrir samkynhneigð Nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum (Feneyjanefnd) samþykkti í mars síðastliðnum álit á nýju lagafrumvarpi í Rússlandi, sem bannar áróður fyrir samkynhneigð meðal barna undir lögaldri, sem rússnesk stjórnvöld segja taka mið af þroska þeirra. Feneyjanefndin benti á ríkjandi tilhneigingu í mörgum ríkjum Mið- og Austur-Evrópu til að banna áróður fyrir samkynhneigð en sagði að bannið stæðist ekki alþjóðleg viðmið eða ákvæði Mannréttindasáttmála um tjáningarfrelsi, fundarfrelsi og bann við mismunun. Enda virtist markmið laganna ekki vera að efla hefðbundin fjölskyldugildi heldur skerða rétt þeirra sem væru öðruvísi.Bretland – bann við áróðri fyrir sinnaskiptum Hæstiréttur í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu sl. vor að ákvörðun stjórnar strætisvagna London um að banna auglýsingaborða á strætó sem hvöttu samkynhneigða til sinnaskipta væri lögmæt. Á auglýsingaborðunum átti að standa „Ekki hommi – fyrrverandi hommi – stoltur og sættu þig við það“. Þetta var umorðun á frægum slagorðum í Stonewall-mótmælum samkynhneigðra á sjöunda áratug í Bandaríkjunum: „Sumir eru hommar. Sættu þig við það!“ Rökin fyrir því að banna auglýsingarnar voru að ungt samkynhneigt fólk ætti margt erfitt uppdráttar, sætti einelti í skólum og yrði fyrir hatursárásum. Áróður fyrir afhommun myndi ýta undir fordóma.Vitundarvakning og pólitísk rétthugsun Barátta samkynhneigðra hefur eins og önnur mannréttindabarátta kostað blóð, svita og tár. Nú er samkynhneigð varin af friðhelgi einkalífs samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins en lögsaga hans nær til 47 ríkja Evrópuráðsins. Enginn á að gjalda fyrir það hvern hann elskar. Lög heimila skerðingu á tjáningarfrelsi vegna réttinda eða mannorðs annarra. Þar sem þetta er grundvallarréttur og lífæð lýðræðislegs samfélags er varasamt að setja tjáningu þröngar skorður. Tjáningarfrelsið verndar ekki aðeins upplýsingar og hugmyndir sem falla í kramið heldur einnig þær sem valda uppnámi, særa, hneyksla og koma róti á hugann. Aðalsmerki lýðræðisins er fjölhyggja, umburðarlyndi og víðsýni. Vitundarvakning verður vegna umræðu en ekki vegna þess að þaggað er niður í henni. Baráttan fyrir frelsi krefst stöðugrar árvekni. George Orwell varaði í bókinni 1984 við „Newspeak“, þeirri áráttu valdhafa að afmarka svigrúm orðræðunnar. Tjáningarfrelsið er meginvörn lýðræðisins og árveknin felst í stöðugri gagnrýni, endurnýjun á viðteknum hugmyndum og öflugum andmælum við tilhneigingu ráðandi afla til að njörva niður kerfi rétthugsunar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun