Innlent

Sérstakur saksóknari og efnahagsbrotadeild sameinast 1. september

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Róbert Marshall er formaður allsherjarnefndar Alþingis.
Róbert Marshall er formaður allsherjarnefndar Alþingis.
Frumvarp um sameiningu embættis Sérstaks saksóknara og efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra er enn til meðferðar á Alþingi. Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar, segir að frumvarpið bíði annarar umræðu. Vonast er til að hún geti hafist í næstu viku, en það fer eftir því hvernig gengur að afgreiða sjávarútvegsfrumvörpin í þinginu.

Samkvæmt frumvarpinu stóð til að þessar tvær stofnanir myndu sameinast 1. júní. Róbert Marshall segir að gerðar verði breytingar á frumvarpinu sem feli í sér að sameiningin taki gildi 1. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×