Ætlar að fara í öll útibú á höfuðborgarsvæðinu til að fá myntinni skipt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 19:00 Kínverski myntsölumaðurinn Wei Li ætlar ekki að láta deigan síga þó Seðlabankinn hafi neitað honum um að skipta einni komma sex milljónum króna í seðla. Hann ætlar að fara í öll bankaútibú á höfuðborgarsvæðinu og freista þess að fá henni skipt í seðla.Wei Li kom til landsins í síðustu viku með hundrað og sjötíu kíló af íslenskri smámynt. Honum var neitað í Seðlabankanum um að fá henni skipt en hafði áður komið til landsins í þrígang og skipt mynt þar og í bankaútibúum í Reykjavík. Alls hefur hann skipt smámynt fyrir fjórar til fimm milljónir fyrir seðla. Þá hefur hann verið leiðsögumaður kínverskra ferðamanna hér á landi. Hann hefur einnig skipt danskri smámynt í Danmörku og oft farið til Þýskalands í sömu erindum en hann fær myntina frá myntbröskurum í Kína. Seðlabankinn sendi fréttastofu svar í dag við fyrirspurn um hvers vegna Wei Li hefði verið neitað þar og fékk eftirfarandi svar: „Seðlabanki Íslands á að jafnaði einungis í viðskiptum við lánastofnanir, m.a. með mynt samkvæmt ákveðnu verklagi, og hefur lagt á það áherslu að það verklag eigi við bæði þegar mynt er komið í umferð og þegar hún er innleyst. Það kostar fyrirhöfn og fjármuni að ganga úr skugga um efnisinnihald og uppruna skemmdrar myntar og hefur því sú afstaða verið tekin að Seðlabankinn taki helst aðeins við mynt frá sínum hefðbundnu viðskiptaaðilum. Frá þeim berst öðru hvoru skemmd eða slitin mynt sem þeir hafa tekið við frá sínum viðskiptavinum og er hún innleyst.“ Wei Li sem fer af landi brott á föstudaginn er þó ekki að baki dottinn og ætlar að reyna að fá myntinni skipti í öllum útibúum á höfuðborgarsvæðinu. Hluti myntarinnar er skemmdur og býðst hann til þess að gefa góðgerðarsamtökum þær myntir, safni eða listamanni í listaverk. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Seðlabankinn Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira
Kínverski myntsölumaðurinn Wei Li ætlar ekki að láta deigan síga þó Seðlabankinn hafi neitað honum um að skipta einni komma sex milljónum króna í seðla. Hann ætlar að fara í öll bankaútibú á höfuðborgarsvæðinu og freista þess að fá henni skipt í seðla.Wei Li kom til landsins í síðustu viku með hundrað og sjötíu kíló af íslenskri smámynt. Honum var neitað í Seðlabankanum um að fá henni skipt en hafði áður komið til landsins í þrígang og skipt mynt þar og í bankaútibúum í Reykjavík. Alls hefur hann skipt smámynt fyrir fjórar til fimm milljónir fyrir seðla. Þá hefur hann verið leiðsögumaður kínverskra ferðamanna hér á landi. Hann hefur einnig skipt danskri smámynt í Danmörku og oft farið til Þýskalands í sömu erindum en hann fær myntina frá myntbröskurum í Kína. Seðlabankinn sendi fréttastofu svar í dag við fyrirspurn um hvers vegna Wei Li hefði verið neitað þar og fékk eftirfarandi svar: „Seðlabanki Íslands á að jafnaði einungis í viðskiptum við lánastofnanir, m.a. með mynt samkvæmt ákveðnu verklagi, og hefur lagt á það áherslu að það verklag eigi við bæði þegar mynt er komið í umferð og þegar hún er innleyst. Það kostar fyrirhöfn og fjármuni að ganga úr skugga um efnisinnihald og uppruna skemmdrar myntar og hefur því sú afstaða verið tekin að Seðlabankinn taki helst aðeins við mynt frá sínum hefðbundnu viðskiptaaðilum. Frá þeim berst öðru hvoru skemmd eða slitin mynt sem þeir hafa tekið við frá sínum viðskiptavinum og er hún innleyst.“ Wei Li sem fer af landi brott á föstudaginn er þó ekki að baki dottinn og ætlar að reyna að fá myntinni skipti í öllum útibúum á höfuðborgarsvæðinu. Hluti myntarinnar er skemmdur og býðst hann til þess að gefa góðgerðarsamtökum þær myntir, safni eða listamanni í listaverk.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Seðlabankinn Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira