Innlent

Samninga­fundi Eflingar og borgarinnar frestað

Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, leiddi kröfugöngu frá Iðnó og yfir í ráðhúsið á þriðjudaginn.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, leiddi kröfugöngu frá Iðnó og yfir í ráðhúsið á þriðjudaginn. Vísir/Arnar H

Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem átti að hefast klukkan 14 í húsnæði skrifstofu ríkissáttasemjara hefur verið frestað. Fréttastofa hefur þetta eftir skrifstofustjóra hjá embætti ríkissáttasemjara.

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að fundinum hafi verið frestað að ósk ríkissáttasemjara. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvenær boðað verður til fundarins á ný.

Þriggja daga verkfall Eflingar hefst á morgun en ekkert hefur miðað í kjaraviðræðum Eflingar og borgarinnar.

Hátt í tvö þúsund starfsmenn Eflingar hjá borginni lögðu niður störf í tvígang í síðustu viku til að krefjast betri kjara, en aukinn þungi mun færast í verkfallsaðgerðirnar í vikunni þegar starfsfólkið leggur aftur niður störf í tvo og hálfan sólarhring frá og með hádegi á þriðjudaginn.

Uppfært klukkan 13:35

Embætti ríkissáttasemjara segir ríkisáttasemjara hafa metið það svo að samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræðum og því hefði fundinum verið frestað. Ekki hefur verið boðað til annars fundar. 


Tengdar fréttir

Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni.

Miklar líkur á nærri þriggja daga verkfalli

Miklar líkur eru á að tæplega þriggja daga verkfall Eflingar hefjist á þriðjudag. Ekkert hefur miðað í kjaraviðræðum Eflingar og borgarinnar. Borgarstjóri segist ekki hafa eins miklar áhyggjur af neinum kjarasamningum og samningnum við Eflingu, enda erfitt að verða við ýtrustu kröfum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×