Kári telur að menntun eigi ekki að hafa áhrif á laun Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2020 11:31 Kári skipar sér í lið með Sólveigu Önnu gegn Degi, þau telja að ekki eigi að líta til menntunar þegar laun eru ákvörðuð. visir/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert réttlæti felast í því að laun þeirra sem hafa mikla menntun séu hærri en þeirra sem hafa litla menntun. Hann ritaði athugasemd í Facebookhóp sem heitir Pírataspjallið en þar hafði Einar Steingrímsson stærðfræðingur vakið máls á þessum mikla ásteytingarsteini; hvort og hvernig menntun eigi að hafa áhrif á laun. Einar fettir fingur út í málflutning Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Dagur telur, og koma það fram í viðtali í Silfri Ríkisútvarpsins sjónvarps í gær, á að launamunur ófaglærðra og háskólamenntaðra verði að vera til staðar, rík krafa sé um að menntun sé metin til launa í samfélaginu. Láglaunafólk megi éta það sem úti frýs Þessi ábending Dags var sett fram vegna kjaradeilu borgarinnar og Eflingar en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur ekki gefið mikið fyrir að svo eigi að vera. Einar talar um „jafnaðarmanninn“ Dag, innan gæsalappa; að hann telji greinilega að núverandi launamunur sé náttúrlögmál sem ekki megi hrófla við. „Láglaunafólkið á að halda áfram að éta það sem úti frýs, því fái það umtalsverðar launahækkanir þarf að hækka laun Dags úr rúmlega 2,2 milljónum í þrjár“. Miklar umræður eru um þetta atriði á Pírataspjallinu þar sem meðal annars er bent á að það sé þá lítill hvati fyrir fólk að leggja á sig langskólanám ef það þýðir að fólk missi þá mikilvægan tíma á vinnumarkaði og komi svo þangað með íþyngjandi námslán á bakinu. Sé litið til ævitekna muni þeir aldrei eiga hinn minnsta möguleika á að ná þeim sem hefur störf fyrr, í hinu svonefnda lífsgæðakapphlaupi. Það þýðir reyndar að menntakerfið í núverendi mynd sé tilgangslaust. Ekki merkilegra að vera í skóla en á vinnumarkaði En, Kári gefur lítið sem ekkert fyrir slíka nálgun. „Tilvist manna í skóla er sjaldan merkilegri en tilvist manna utan skóla og reynsla sem menn öðlast í skóla er sjaldan mikilvægari en sú sem fæst utan skóla.“ Hann gengur út frá því að þeir sem njóti menntunar komi frá efnameiri fjölskyldum. „Hversu mikla menntun menn hljóta er í beinu hlutfalli við efnahag og menntun foreldra þeirra. Laun ættu að markast af því hvað menn leggja að mörkum í starfi þeirra, ekki hvað menn lögðu að mörkum sem nemendur í skóla. Ein aðferð til þess að takast á við þetta væri að greiða nemendum lágmarkslaun meðan þeir eru í háskóla og hætta síðan algjörlega að tengja laun við menntun heldur eingöngu við ábyrgð og afköst.“ Á Pírataspjallinu er gerður góður rómur að þessum orðum Kára þó einhverjir séu þar til að mótmæla uppleggi forstjórans. En, svo virðist sem hér sé um að ræða óleysanlega þraut – hvernig þessi tvo sjónarmið geti farið saman. Efnahagsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22 Segir sig sjálft að það gangi ekki að vera með 270 þúsund krónur útborgað Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 4. febrúar 2020 20:00 Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund Fundur samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. 5. febrúar 2020 16:33 Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Sólveig Anna segir starfsfólk leikskóla sem er í Eflingu ganga í störf leikskólakennara og bera í mörgum tilvikum sömu ábyrgð. 6. febrúar 2020 18:55 Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert réttlæti felast í því að laun þeirra sem hafa mikla menntun séu hærri en þeirra sem hafa litla menntun. Hann ritaði athugasemd í Facebookhóp sem heitir Pírataspjallið en þar hafði Einar Steingrímsson stærðfræðingur vakið máls á þessum mikla ásteytingarsteini; hvort og hvernig menntun eigi að hafa áhrif á laun. Einar fettir fingur út í málflutning Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Dagur telur, og koma það fram í viðtali í Silfri Ríkisútvarpsins sjónvarps í gær, á að launamunur ófaglærðra og háskólamenntaðra verði að vera til staðar, rík krafa sé um að menntun sé metin til launa í samfélaginu. Láglaunafólk megi éta það sem úti frýs Þessi ábending Dags var sett fram vegna kjaradeilu borgarinnar og Eflingar en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur ekki gefið mikið fyrir að svo eigi að vera. Einar talar um „jafnaðarmanninn“ Dag, innan gæsalappa; að hann telji greinilega að núverandi launamunur sé náttúrlögmál sem ekki megi hrófla við. „Láglaunafólkið á að halda áfram að éta það sem úti frýs, því fái það umtalsverðar launahækkanir þarf að hækka laun Dags úr rúmlega 2,2 milljónum í þrjár“. Miklar umræður eru um þetta atriði á Pírataspjallinu þar sem meðal annars er bent á að það sé þá lítill hvati fyrir fólk að leggja á sig langskólanám ef það þýðir að fólk missi þá mikilvægan tíma á vinnumarkaði og komi svo þangað með íþyngjandi námslán á bakinu. Sé litið til ævitekna muni þeir aldrei eiga hinn minnsta möguleika á að ná þeim sem hefur störf fyrr, í hinu svonefnda lífsgæðakapphlaupi. Það þýðir reyndar að menntakerfið í núverendi mynd sé tilgangslaust. Ekki merkilegra að vera í skóla en á vinnumarkaði En, Kári gefur lítið sem ekkert fyrir slíka nálgun. „Tilvist manna í skóla er sjaldan merkilegri en tilvist manna utan skóla og reynsla sem menn öðlast í skóla er sjaldan mikilvægari en sú sem fæst utan skóla.“ Hann gengur út frá því að þeir sem njóti menntunar komi frá efnameiri fjölskyldum. „Hversu mikla menntun menn hljóta er í beinu hlutfalli við efnahag og menntun foreldra þeirra. Laun ættu að markast af því hvað menn leggja að mörkum í starfi þeirra, ekki hvað menn lögðu að mörkum sem nemendur í skóla. Ein aðferð til þess að takast á við þetta væri að greiða nemendum lágmarkslaun meðan þeir eru í háskóla og hætta síðan algjörlega að tengja laun við menntun heldur eingöngu við ábyrgð og afköst.“ Á Pírataspjallinu er gerður góður rómur að þessum orðum Kára þó einhverjir séu þar til að mótmæla uppleggi forstjórans. En, svo virðist sem hér sé um að ræða óleysanlega þraut – hvernig þessi tvo sjónarmið geti farið saman.
Efnahagsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22 Segir sig sjálft að það gangi ekki að vera með 270 þúsund krónur útborgað Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 4. febrúar 2020 20:00 Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund Fundur samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. 5. febrúar 2020 16:33 Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Sólveig Anna segir starfsfólk leikskóla sem er í Eflingu ganga í störf leikskólakennara og bera í mörgum tilvikum sömu ábyrgð. 6. febrúar 2020 18:55 Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22
Segir sig sjálft að það gangi ekki að vera með 270 þúsund krónur útborgað Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 4. febrúar 2020 20:00
Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund Fundur samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. 5. febrúar 2020 16:33
Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Sólveig Anna segir starfsfólk leikskóla sem er í Eflingu ganga í störf leikskólakennara og bera í mörgum tilvikum sömu ábyrgð. 6. febrúar 2020 18:55
Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26