Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 18:42 Frá slysstað. Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé hægt að svara því að svo stöddu hvort einhver sé í lífshættu eftir alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi. Á fimmta tug manns voru í rútunni en rútan mun hafa farið á hvolf á þjóðvegi 1 nærri bænum Öxl og voru þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. Um var að ræða hóp háskólanema á leið í skíðaferð til Akureyrar. Tvær rútur fluttu nemanna norður til Akureyrar en önnur þeirra valt.Sjá einnig: Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Hjálmar segir ljóst að um háorkuslys sé að ræða, fólk sé í sjokki og eitthvað sé um rispur og möguleg beinbrot. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um líðan hinna slösuðu að svo stöddu. Farþegar rútunnar verða fluttir á Blönduós í greiningu og eftir atvikum til Akureyrar eða Reykjavíkur til frekari aðhlynningar að sögn Hjálmars. Þá hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð í grunnskólanum á Blönduósi. Hjálmar segir vinnu á vettvangi vera í gangi og áætlar að tugir manna komi að þeirri vinnu. Nægilegur mannskapur sé á vettvangi og kallað verði til fleiri ef þörf er á. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er búið að flytja alla farþega rútunnar af slysstað og voru flestir fluttir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi sem og í fjöldahjálparstöð Rauða krossins. Fréttin hefur verið uppfærð. Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé hægt að svara því að svo stöddu hvort einhver sé í lífshættu eftir alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi. Á fimmta tug manns voru í rútunni en rútan mun hafa farið á hvolf á þjóðvegi 1 nærri bænum Öxl og voru þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. Um var að ræða hóp háskólanema á leið í skíðaferð til Akureyrar. Tvær rútur fluttu nemanna norður til Akureyrar en önnur þeirra valt.Sjá einnig: Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Hjálmar segir ljóst að um háorkuslys sé að ræða, fólk sé í sjokki og eitthvað sé um rispur og möguleg beinbrot. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um líðan hinna slösuðu að svo stöddu. Farþegar rútunnar verða fluttir á Blönduós í greiningu og eftir atvikum til Akureyrar eða Reykjavíkur til frekari aðhlynningar að sögn Hjálmars. Þá hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð í grunnskólanum á Blönduósi. Hjálmar segir vinnu á vettvangi vera í gangi og áætlar að tugir manna komi að þeirri vinnu. Nægilegur mannskapur sé á vettvangi og kallað verði til fleiri ef þörf er á. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er búið að flytja alla farþega rútunnar af slysstað og voru flestir fluttir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi sem og í fjöldahjálparstöð Rauða krossins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14