Tugir ökumanna í vandræðum á Hellisheiði og í Þrengslum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2020 14:41 Frá Suðurlandsvegi en vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru nú báðir lokaðir vegna veðurs. vísir/vilhelm Tugir ökumanna hafa lent í vandræðum nú eftir hádegi á Hellisheiði og í Þrengslum vegna veðurs. Veginum um Hellisheiði var lokað um klukkan 12 og lokað var um Þrengslin um klukkan 13. Hafa björgunarsveitarmenn verið kallaðir út til að aðstoða ökumennina sem og á Lyngdalsheiði þar sem smárúta lenti í vanda. „Það hefur verið eitthvað um útköll, aðallega á suðvesturhluta landsins. Í kringum hádegi fóru björgunarsveitarmenn og mönnuðu lokanir á heiðunum hérna í kring en eftir að lokanirnar tóku gildi fóru að berast útköll og það eru núna tugir bíla í vandræðum á Hellisheiði og í Þrengslum. Þá er líka búið að óska eftir aðstoð á Lyngdalsheiði,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Ástandið sé verst í Þrengslunum. Hann segir björgunarsveitarmenn aðstoða fólk við að losa bílana til að létta á því það skafi mikið í kringum bílana og þá verði erfitt fyrir snjómoksturstæki að komast um. Hins vegar sé það forgangsatriði að koma fólki í burtu ef ekki er hægt að losa bílana og þurfi þá aðrir að eiga við það að koma bílunum í burtu. Þá ítrekar Landsbjörg það að fólk fylgist með færð og hinkri frekar en að reyna lauma sér yfir fyrir lokanir. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi vegna austan hríðar en viðvörunin gildir til klukkan 15. Samgöngur Veður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Tugir ökumanna hafa lent í vandræðum nú eftir hádegi á Hellisheiði og í Þrengslum vegna veðurs. Veginum um Hellisheiði var lokað um klukkan 12 og lokað var um Þrengslin um klukkan 13. Hafa björgunarsveitarmenn verið kallaðir út til að aðstoða ökumennina sem og á Lyngdalsheiði þar sem smárúta lenti í vanda. „Það hefur verið eitthvað um útköll, aðallega á suðvesturhluta landsins. Í kringum hádegi fóru björgunarsveitarmenn og mönnuðu lokanir á heiðunum hérna í kring en eftir að lokanirnar tóku gildi fóru að berast útköll og það eru núna tugir bíla í vandræðum á Hellisheiði og í Þrengslum. Þá er líka búið að óska eftir aðstoð á Lyngdalsheiði,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Ástandið sé verst í Þrengslunum. Hann segir björgunarsveitarmenn aðstoða fólk við að losa bílana til að létta á því það skafi mikið í kringum bílana og þá verði erfitt fyrir snjómoksturstæki að komast um. Hins vegar sé það forgangsatriði að koma fólki í burtu ef ekki er hægt að losa bílana og þurfi þá aðrir að eiga við það að koma bílunum í burtu. Þá ítrekar Landsbjörg það að fólk fylgist með færð og hinkri frekar en að reyna lauma sér yfir fyrir lokanir. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi vegna austan hríðar en viðvörunin gildir til klukkan 15.
Samgöngur Veður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira