Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Karl Lúðvíksson skrifar 27. september 2011 14:33 Mynd úr safni Þrátt fyrir misjafnar skoðanir stangaveiðimanna á veiðinni í sumar, þá eru heildar laxveiðitölurnar þær fjórðu hæstu frá upphafi skráninga! Þetta kemur fram á vef Landssambands Veiðifélaga, en þar er heldur Þorsteinn Þorsteinsson frá Skálpastöðum utan um veiðitölur sumarsins. Leiðir hann líkur að því að veiðimenn séu kannski orðnir úr hófi fram kröfuharðir eftir síðustu þrjú veiðisumur, sem hafa skilað metveiðitölum. Á vefsíðu Landssambands Veiðifélaga, www.angling.is, segir Þorsteinn jafnframt: Að vísu er enn ekki útséð um hvort sumarið verður aflahærra, 2007 eða 2011. Á því veltur hvort þetta verður fjórða eða fimmta besta veiðiárið. En ef ég tek veiðitölurnar úr viðmiðunarám L.V. eins og þær eru 21. september árin 2006 til og með ársins 2010, og finn hlutfallið milli þeirra talna og heildar stangaveiði á landinu sömu ár, þá er það 1 á móti 1,66687. Margfaldi ég veiðitölur viðmiðunaránna frá í gær með þeirri tölu kemur út að lokatölur ættu að verða mjög nálægt 57.000 löxum. Samt spái ég því að haustveiðin nú verði heldur lakari en í meðalári. Byggi það mest á því að Rangárnar sýnast ekki vera upp á sitt besta núna. En varla munar þó meiru en svo að í það minnsta 55.000 laxar ættu að nást. Og það fleytir okkur vel yfir töluna frá 2007, sem var 53.703 fiskar. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði
Þrátt fyrir misjafnar skoðanir stangaveiðimanna á veiðinni í sumar, þá eru heildar laxveiðitölurnar þær fjórðu hæstu frá upphafi skráninga! Þetta kemur fram á vef Landssambands Veiðifélaga, en þar er heldur Þorsteinn Þorsteinsson frá Skálpastöðum utan um veiðitölur sumarsins. Leiðir hann líkur að því að veiðimenn séu kannski orðnir úr hófi fram kröfuharðir eftir síðustu þrjú veiðisumur, sem hafa skilað metveiðitölum. Á vefsíðu Landssambands Veiðifélaga, www.angling.is, segir Þorsteinn jafnframt: Að vísu er enn ekki útséð um hvort sumarið verður aflahærra, 2007 eða 2011. Á því veltur hvort þetta verður fjórða eða fimmta besta veiðiárið. En ef ég tek veiðitölurnar úr viðmiðunarám L.V. eins og þær eru 21. september árin 2006 til og með ársins 2010, og finn hlutfallið milli þeirra talna og heildar stangaveiði á landinu sömu ár, þá er það 1 á móti 1,66687. Margfaldi ég veiðitölur viðmiðunaránna frá í gær með þeirri tölu kemur út að lokatölur ættu að verða mjög nálægt 57.000 löxum. Samt spái ég því að haustveiðin nú verði heldur lakari en í meðalári. Byggi það mest á því að Rangárnar sýnast ekki vera upp á sitt besta núna. En varla munar þó meiru en svo að í það minnsta 55.000 laxar ættu að nást. Og það fleytir okkur vel yfir töluna frá 2007, sem var 53.703 fiskar. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði