Erlent

Messi kýldur í andlitið í Argentínu

Messi heldur hér um munninn á sér eftir árásina.
Messi heldur hér um munninn á sér eftir árásina.
Þær voru ekki blíðar móttökurnar sem Lionel Messi, besti knattspyrnumaður í heimi, fékk þegar hann heimsótti heimabæ sinn í Argentínu í gær. Þegar knattspyrnumaðurinn var að gefa áhorfendum eiginhandaráritun fyrir utan veitingastað kom ungur maður upp að honum og kýldi hann í andlitið.

Messi ólst upp í bænum Rosario í Argentínu og var þar að heimsækja vini og fjölskyldu. Áður en hann gekk til liðs við Barcelona var hann hjá knattspyrnuliðinu Newell's Old Boys, en árásarmaðurinn er sagður vera stuðningsmaður erkióvinanna í Central.

Messi gerði lítið úr árásinni, hélt fyrir munninn á sér og kom sér í burtu. Árásarmaðurinn hljóp hins vegar í burtu og hvarf út í myrkrið með það á samviskunni að hafa kýlt besta og eflaust prúðasta knattspyrnumann í heiminum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×