Samtök sprotafyrirtækja fagna skrefum stjórnvalda í þágu nýsköpunar Íris Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 08:30 Á Íslandi eru framúrskarandi tæknifyrirtæki sem mörg eru búin að vera í örum vexti undanfarin ár, svo sem Nox Medical, Vaki, Valka, Orf Líftækni og CCP svo einhver séu nefnd. Öll þessi fyrirtæki byrjuðu sem hugmynd. Stofnendur þeirra unnu myrkranna á milli, hlutu mörg hver styrki úr Tækniþróunarsjóði, sannfærðu fjárfesta um ágæti hugmyndarinnar og tókst að lokum að vaxa í stórfyrirtæki sem nú eru með þúsundir manna í vinnu með tilheyrandi tekjum og verðmætasköpun. Í dag eru fjölmörg efnileg sprotafyrirtæki á Íslandi sem hafa alla burði til þess að ná sambærilegum árangri. Sömuleiðis spretta upp hugmyndir að nýjum fyrirtækjum. Því er algjört lykilatriði að tryggja að stuðnings- og fjármögnunarumhverfið geri sprotafyrirtækjum kleift að vaxa og dafna. Samtök sprotafyrirtækja (SSP) þakka stjórnvöldum fyrir að taka stórt skref í þágu nýsköpunar með fjölbreyttum aðgerðum sem samþykktar hafa verið á Alþingi og þann stuðning sem þingið sýndi, þvert á flokka. Endurgreiðsla vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar hækkaði úr 20% í 35% sem er mikilvægur hvati fyrir nýsköpunarfyrirtæki af öllum stærðum til að leggja stund á rannsóknir og þróun. Þessi hækkun á endurgreiðslu skiptir miklu máli fyrir sprotafyrirtæki, það er þó algjör forsenda að þau geti fjármagnað sig núna til að fá endurgreiðsluna í október 2021. Eitt helsta vandamál sprotafyrirtækja er fjárstreymisvandi. Þau geta ekki farið út í banka og tekið lán fyrir framleiðslunni, vita ekki nákvæmlega hvenær næsta styrkgreiðsla berst eða síðasti fjárfestirinn tekur ákvörðun um hvort hann verði með í fjármögnuninni. Sprotafyrirtækin sem voru að fjármagna sig þegar COVID-19 skall á, eða ætluðu að gera það síðar á árinu, standa nú frammi fyrir mikilli óvissu varðandi áframhaldandi rekstur þar sem fjárfestar halda að sér höndum. Þau hafa ekki getað nýtt sér þau neyðarúrræði sem býðst hefðbundnari fyrirtækjum og standa frammi fyrir miklum lausafjárvanda. Fari þessi fyrirtæki í þrot er það stórslys, milljarða verðmæti í formi styrkja, fjárfestinga og fórnarkostnaði frumkvöðla yrðu að engu. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld leggi áherslu á skjótvirkar aðgerðir, fjármunir þurfa að komast í umferð sem allra fyrst til þess að koma í veg fyrir að frumkvöðlar, sem hefðu getað unnið að því að skapa fleiri störf, endi í sívaxandi hópi atvinnulausra. SSP hefur lagt áherslu á að sprotafyrirtæki geti á þessu ári fengið endurgreiðslu vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrr en venja er og að sjóðir sem eru nú þegar til, verði efldir. Þetta snýst nefnilega um hraða. Sjóðasjóðurinn Kría lofar góðu, svo og stuðnings-Kría, en mikilvægt er að vanda til verka. Því mælir SSP með að brugðist verði strax við með því að nýta þá innviði sem eru til staðar og hafa sannað sig. Við hvetjum stjórnvöld til að leggja áherslu á eftirfarandi aðgerðir í þágu sprotafyrirtækja: Efna loforð um að flýta endurgreiðslu skatts vegna rannsóknar- og þróunarverkefna sem allra fyrst, það getur verið dýrkeypt að bíða fram á haust. Efla sjóði Rannís enn frekar. Tækniþróunarsjóður er líflind svo margra þróunarverkefna og hefur skilað mögnuðum árangri, þarna verða nýju störfin til. Hvað með að styrkja öll verkefni sem fá A einkunn? Auka fjárfestingar ríkisins í nýsköpun gegnum Nýsköpunarsjóð Atvinnulífsins og síðar gegnum Kríu. Tryggja rétt sprotafyrirtækja til stuðningsúrræða ríkisstjórnarinnar en sprotafyrirtæki eru um margt eðlisólík þeim fyrirtækjum sem sótt geta stuðning. Nýir vindar blása í íslensku samfélagi með boðaðri sókn ríkisstjórnarinnar í nýsköpun og áherslu á sprota- og frumkvöðlastarfsemi. SSP fagnar þessum áherslum stjórnvalda því við trúum að þær séu forsendan fyrir öflugri viðspyrnu í efnahagslífinu eftir þá niðursveiflu sem COVID-19 veldur. Fyrir hönd stjórnar SSP, Íris Ólafsdóttir Höfundur er formaður og framkvæmdastjóri Kúlu 3D. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru framúrskarandi tæknifyrirtæki sem mörg eru búin að vera í örum vexti undanfarin ár, svo sem Nox Medical, Vaki, Valka, Orf Líftækni og CCP svo einhver séu nefnd. Öll þessi fyrirtæki byrjuðu sem hugmynd. Stofnendur þeirra unnu myrkranna á milli, hlutu mörg hver styrki úr Tækniþróunarsjóði, sannfærðu fjárfesta um ágæti hugmyndarinnar og tókst að lokum að vaxa í stórfyrirtæki sem nú eru með þúsundir manna í vinnu með tilheyrandi tekjum og verðmætasköpun. Í dag eru fjölmörg efnileg sprotafyrirtæki á Íslandi sem hafa alla burði til þess að ná sambærilegum árangri. Sömuleiðis spretta upp hugmyndir að nýjum fyrirtækjum. Því er algjört lykilatriði að tryggja að stuðnings- og fjármögnunarumhverfið geri sprotafyrirtækjum kleift að vaxa og dafna. Samtök sprotafyrirtækja (SSP) þakka stjórnvöldum fyrir að taka stórt skref í þágu nýsköpunar með fjölbreyttum aðgerðum sem samþykktar hafa verið á Alþingi og þann stuðning sem þingið sýndi, þvert á flokka. Endurgreiðsla vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar hækkaði úr 20% í 35% sem er mikilvægur hvati fyrir nýsköpunarfyrirtæki af öllum stærðum til að leggja stund á rannsóknir og þróun. Þessi hækkun á endurgreiðslu skiptir miklu máli fyrir sprotafyrirtæki, það er þó algjör forsenda að þau geti fjármagnað sig núna til að fá endurgreiðsluna í október 2021. Eitt helsta vandamál sprotafyrirtækja er fjárstreymisvandi. Þau geta ekki farið út í banka og tekið lán fyrir framleiðslunni, vita ekki nákvæmlega hvenær næsta styrkgreiðsla berst eða síðasti fjárfestirinn tekur ákvörðun um hvort hann verði með í fjármögnuninni. Sprotafyrirtækin sem voru að fjármagna sig þegar COVID-19 skall á, eða ætluðu að gera það síðar á árinu, standa nú frammi fyrir mikilli óvissu varðandi áframhaldandi rekstur þar sem fjárfestar halda að sér höndum. Þau hafa ekki getað nýtt sér þau neyðarúrræði sem býðst hefðbundnari fyrirtækjum og standa frammi fyrir miklum lausafjárvanda. Fari þessi fyrirtæki í þrot er það stórslys, milljarða verðmæti í formi styrkja, fjárfestinga og fórnarkostnaði frumkvöðla yrðu að engu. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld leggi áherslu á skjótvirkar aðgerðir, fjármunir þurfa að komast í umferð sem allra fyrst til þess að koma í veg fyrir að frumkvöðlar, sem hefðu getað unnið að því að skapa fleiri störf, endi í sívaxandi hópi atvinnulausra. SSP hefur lagt áherslu á að sprotafyrirtæki geti á þessu ári fengið endurgreiðslu vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrr en venja er og að sjóðir sem eru nú þegar til, verði efldir. Þetta snýst nefnilega um hraða. Sjóðasjóðurinn Kría lofar góðu, svo og stuðnings-Kría, en mikilvægt er að vanda til verka. Því mælir SSP með að brugðist verði strax við með því að nýta þá innviði sem eru til staðar og hafa sannað sig. Við hvetjum stjórnvöld til að leggja áherslu á eftirfarandi aðgerðir í þágu sprotafyrirtækja: Efna loforð um að flýta endurgreiðslu skatts vegna rannsóknar- og þróunarverkefna sem allra fyrst, það getur verið dýrkeypt að bíða fram á haust. Efla sjóði Rannís enn frekar. Tækniþróunarsjóður er líflind svo margra þróunarverkefna og hefur skilað mögnuðum árangri, þarna verða nýju störfin til. Hvað með að styrkja öll verkefni sem fá A einkunn? Auka fjárfestingar ríkisins í nýsköpun gegnum Nýsköpunarsjóð Atvinnulífsins og síðar gegnum Kríu. Tryggja rétt sprotafyrirtækja til stuðningsúrræða ríkisstjórnarinnar en sprotafyrirtæki eru um margt eðlisólík þeim fyrirtækjum sem sótt geta stuðning. Nýir vindar blása í íslensku samfélagi með boðaðri sókn ríkisstjórnarinnar í nýsköpun og áherslu á sprota- og frumkvöðlastarfsemi. SSP fagnar þessum áherslum stjórnvalda því við trúum að þær séu forsendan fyrir öflugri viðspyrnu í efnahagslífinu eftir þá niðursveiflu sem COVID-19 veldur. Fyrir hönd stjórnar SSP, Íris Ólafsdóttir Höfundur er formaður og framkvæmdastjóri Kúlu 3D.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun