Erlent

Ratko fyrir rétt í Haag

Ratko við réttarhöldin í morgun.
Ratko við réttarhöldin í morgun. MYND/AP
Ratko Mladic mætti fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag í dag í fyrsta sinn, en hann var handtekinn í Serbíu á dögunum. Hershöfðinginn fyrrverandi er sakaður um þjóðarmorð í Bosníu stríðinu árið 1995, sérstaklega fyrir fjöldamorðin á um átta þúsund múslimskum körlum og drengjum í bænum Srebrenica. Lögfræðingur hans hefur sagt hann of veikan til þess að mæta fyrir réttinn en læknar hafa úrskurðað hann heilan heilsu. Á fyrsta degi réttarhaldanna verður Mladic beðinn um að segja til um sekt sína eða sakleysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×