Enski boltinn

Enn tekst Swansea ekki að vinna Everton í úrvalsdeildinni | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Swansea og Everton gerðu 1-1 jafntefli í hádegisleiknum í enska boltanum í dag. Aaron Lennon og Jonjo Shelvey voru á skotskónum.

Swansea hefur aldrei tekist að vinna Everton í úrvalsdeildinni (fimm töp og tvö jafntefli) og ekki breyttist það í dag.

Bæði lið þurftu að gera breytingar á sínum liðum í fyrri hálfleik, en þeir Bafetimbi Gomis og Leon Osmar fóru báðir af velli meiddir.

Everton náði forystunni þegar fjórar mínútur voru til leikhlés. Eftir laglegt spil gaf James McCarthy fína sendingu fyrir markið þar sem Aaron Lennon tók við boltanum og lagði hann í hornið.

Staðan 1-0 í hálfleik, en mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og lítið um færi.

Á 69. mínútu gerðist athyglisvert atvik. Seamus Coleman var þá í baráttunni við Marvin Emnes, Coleman datt og tók boltann með höndinni. Michael Oliver, benti réttilega á punktinn og Jonjo Shelvey skoraði af miklu öryggi.

Bæði lið frestuðu þess að skora sigurmarkið, en það tókst ekki og lokaniðurstaðan varð 1-1 jafntefli.

Swansea er í áttunda sætinu með 47 stig og jafnaði því liðið stigamet sitt í efstu deild. Everton er í tólfta sætinu með 38 stig.

0-1 Everton: Shelvey jafnar 1-1:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×