Trump sýknaður af ákærum um embættisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2020 21:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið sýknaður af tveimur ákærum fyrir embættisbrot. Hér sést hann í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi þar sem hann hélt stefnuræðu sína. Fyrir aftan sést Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata, í fulltrúadeildinni. vísir/getty Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur sýknað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, af tveimur ákærum fyrir embættisbrot. Hann var sýknaður nú fyrir skömmu þegar meirihluti þingamanna öldungadeildar Bandaríkjaþings greiddu atkvæði gegn ákærunum. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni og fyrir fram var talið atkvæðagreiðslan myndi fara eftir flokkslínum, 53 Repúblikanar gegn 47 Demókrötum, en það fór ekki svo. Repúblikaninn Mitt Romney greiddi atkvæði með því að ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt. Demókratar greiddu hins vegar allir atkvæði með því að ákæra forsetann. Atkvæðagreiðslan um fyrri ákæruna fór því þannig að 48 öldungadeildarþingmenn töldu Trump sekan en 52 saklausan. Atvkæðagreiðslan um seinni ákæruna fór svo eftir flokkslínum, 47 gegn 53. Þetta er í þriðja sinn sem forseti Bandaríkjanna er ákærður en Romney er fyrsti þingmaðurinn til að greiða atkvæði gegn forseta í eigin flokki. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru í meirihluta, ákærði forsetann fyrir að misnota vald sitt og að standa í vegi rannsóknar þingsins. Trump var gert að sök að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gegn Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Honum var sömuleiðis gert að hafa staðið í vegi rannsóknar fulltrúadeildarinnar. Sjá einnig: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Demókratar segja Trump hafa ógnað bæði heilindum kosninga í Bandaríkjunum og þjóðaröryggi en rannsókn hefur nú staðið yfir frá því að í ljós kom að Trump hafði haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu. Sjá einnig: Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Hvíta húsið sleppti takinu á neyðaraðstoðinni eftir að kvörtun uppljóstrara vegna símtals Trump og Zelensky var lögð fram. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu.EPA/STEPAN FRANKO Vitnisburður embættismanna á síðustu vikum hefur varpað ljósi á að Trump skipaði embættismönnum að vinna með Rudy Guiliani, einkalögmanni hans, varðandi málefni Úkraínu og þvinguðu þeir forsvarsmenn ríkisins til að lýsa því yfir opinberlega að Úkraínumenn ætluðu sér að rannsaka pólitískan andstæðing forsetann og aðra rannsókn sem grafa átti undan Rússarannsókninni svokölluðu og Landsnefnd Demókrataflokksins. Umdeild réttarhöld Réttarhöldin í öldungadeildinni hafa ekki verið óumdeild, þvert á móti, og frá upphafi hafa líkurnar á því að einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins myndu greiða atkvæði með því að vísa Trump úr embætti verið litlar sem engar. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að ljúka réttarhöldunum sem fyrst og stóðu meðal annars í vegi fyrir því að vitni yrðu kölluð fyrir dóminn. Sjá einnig: Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar í kvöld hafa einhverjir Repúblikanar sagt að það hafi ekki verið rétt af Trump að þrýsta á Zelensky en það sé ekki tilefni til ákæra fyrir embættisbrot. Í sama mund hafa þingmenn gagnrýnt fulltrúadeildina fyrir að hafa ekki aflað frekari upplýsinga og rætt við fleiri vitni. Hvíta húsið neitaði alfarið að afhenda rannsakendum fulltrúadeildarinnar gögn og meinaði embættismönnum að bera vitni. Þar á meðal aðilum sem gætu varpað ljósi á málið eins og John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins. Dómsmál standa nú yfir vegna þessa en líklegast er að fulltrúadeildin muni halda rannsókninni áfram og halda áfram að reyna að afla gagna. Frá réttarhöldunum.Vísir/AP Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Sjá einnig: Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með taldir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur sýknað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, af tveimur ákærum fyrir embættisbrot. Hann var sýknaður nú fyrir skömmu þegar meirihluti þingamanna öldungadeildar Bandaríkjaþings greiddu atkvæði gegn ákærunum. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni og fyrir fram var talið atkvæðagreiðslan myndi fara eftir flokkslínum, 53 Repúblikanar gegn 47 Demókrötum, en það fór ekki svo. Repúblikaninn Mitt Romney greiddi atkvæði með því að ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt. Demókratar greiddu hins vegar allir atkvæði með því að ákæra forsetann. Atkvæðagreiðslan um fyrri ákæruna fór því þannig að 48 öldungadeildarþingmenn töldu Trump sekan en 52 saklausan. Atvkæðagreiðslan um seinni ákæruna fór svo eftir flokkslínum, 47 gegn 53. Þetta er í þriðja sinn sem forseti Bandaríkjanna er ákærður en Romney er fyrsti þingmaðurinn til að greiða atkvæði gegn forseta í eigin flokki. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru í meirihluta, ákærði forsetann fyrir að misnota vald sitt og að standa í vegi rannsóknar þingsins. Trump var gert að sök að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gegn Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Honum var sömuleiðis gert að hafa staðið í vegi rannsóknar fulltrúadeildarinnar. Sjá einnig: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Demókratar segja Trump hafa ógnað bæði heilindum kosninga í Bandaríkjunum og þjóðaröryggi en rannsókn hefur nú staðið yfir frá því að í ljós kom að Trump hafði haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu. Sjá einnig: Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Hvíta húsið sleppti takinu á neyðaraðstoðinni eftir að kvörtun uppljóstrara vegna símtals Trump og Zelensky var lögð fram. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu.EPA/STEPAN FRANKO Vitnisburður embættismanna á síðustu vikum hefur varpað ljósi á að Trump skipaði embættismönnum að vinna með Rudy Guiliani, einkalögmanni hans, varðandi málefni Úkraínu og þvinguðu þeir forsvarsmenn ríkisins til að lýsa því yfir opinberlega að Úkraínumenn ætluðu sér að rannsaka pólitískan andstæðing forsetann og aðra rannsókn sem grafa átti undan Rússarannsókninni svokölluðu og Landsnefnd Demókrataflokksins. Umdeild réttarhöld Réttarhöldin í öldungadeildinni hafa ekki verið óumdeild, þvert á móti, og frá upphafi hafa líkurnar á því að einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins myndu greiða atkvæði með því að vísa Trump úr embætti verið litlar sem engar. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að ljúka réttarhöldunum sem fyrst og stóðu meðal annars í vegi fyrir því að vitni yrðu kölluð fyrir dóminn. Sjá einnig: Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar í kvöld hafa einhverjir Repúblikanar sagt að það hafi ekki verið rétt af Trump að þrýsta á Zelensky en það sé ekki tilefni til ákæra fyrir embættisbrot. Í sama mund hafa þingmenn gagnrýnt fulltrúadeildina fyrir að hafa ekki aflað frekari upplýsinga og rætt við fleiri vitni. Hvíta húsið neitaði alfarið að afhenda rannsakendum fulltrúadeildarinnar gögn og meinaði embættismönnum að bera vitni. Þar á meðal aðilum sem gætu varpað ljósi á málið eins og John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins. Dómsmál standa nú yfir vegna þessa en líklegast er að fulltrúadeildin muni halda rannsókninni áfram og halda áfram að reyna að afla gagna. Frá réttarhöldunum.Vísir/AP Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Sjá einnig: Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með taldir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira