Aðalatriði að krabbamein verði langvinnur sjúkdómur en ekki bráðdrepandi Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 21. janúar 2020 20:16 Vísindamenn í Cardiff telja sig hafa fundið leið til að vinna gegn flestum tegundum krabbameins. Íslenskur krabbameinslæknir segir rannsóknir þeirra á byrjunarstigi. Hann hafi gert sambærilega rannsókn fyrir tíu árum. Nýlega var greint frá niðurstöðu vísindamanna frá Cardiff í virtu vísindatímariti um að þeir hefðu fundið nýja tegund T-frumna til að ráðast á krabbamein. Þeir telja þessa tegund geta fundið og eytt flestum tegundum krabbameinsfrumna án þess að ráðast á þær heilbrigðu. Aðferðin hefur aðeins verið reynd á músum og frumum úr mönnum á tilraunastofu. Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir á Landspítalanum, segir rannsóknina á algjöru byrjunarstigi. „Hversu mörgum árum get ég ekki sagt, og það er ekkert víst að þessi tiltekna aðferð eigi eftir að nýtast til meðhöndlunar á þessum algengustu krabbameinum,“ segir Gunnar. Hann hafi sjálfur unnið við sambærilegar rannsóknir fyrir tíu árum, sem hafi nýst til meðferðar gegn sjúkdómnum. Þó að langt sé í lækningu segir Gunnar að stórstígar framfarir hafi átt sér stað í krabbameinslækningum undanfarin ár, en meirihluti krabbameinsgreindra lifir lengur en 5 ár Um einn af hverjum þremur Íslendingum getur átt von á að fá krabbamein einhvern tímann á ævinni, en hins vegar eru lífslíkur um helmingi betri en þær voru á sjötta áratugnum. „Í sjálfu sér er ekki aðalatriðið að finna lækningu við krabbameini, heldur að koma krabbameini á það stig að það verði langvinnur sjúkdómur frekar en bráðdrepandi og við erum að færast nær því markmiði. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja mögulegt að lækna allar tegundir krabbameins með nýrri aðferð Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekktan hluta ónæmiskerfis manna sem mögulega sé hægt að nota til að lækna margar, ef ekki allar, tegundir krabbameins. 21. janúar 2020 07:51 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Vísindamenn í Cardiff telja sig hafa fundið leið til að vinna gegn flestum tegundum krabbameins. Íslenskur krabbameinslæknir segir rannsóknir þeirra á byrjunarstigi. Hann hafi gert sambærilega rannsókn fyrir tíu árum. Nýlega var greint frá niðurstöðu vísindamanna frá Cardiff í virtu vísindatímariti um að þeir hefðu fundið nýja tegund T-frumna til að ráðast á krabbamein. Þeir telja þessa tegund geta fundið og eytt flestum tegundum krabbameinsfrumna án þess að ráðast á þær heilbrigðu. Aðferðin hefur aðeins verið reynd á músum og frumum úr mönnum á tilraunastofu. Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir á Landspítalanum, segir rannsóknina á algjöru byrjunarstigi. „Hversu mörgum árum get ég ekki sagt, og það er ekkert víst að þessi tiltekna aðferð eigi eftir að nýtast til meðhöndlunar á þessum algengustu krabbameinum,“ segir Gunnar. Hann hafi sjálfur unnið við sambærilegar rannsóknir fyrir tíu árum, sem hafi nýst til meðferðar gegn sjúkdómnum. Þó að langt sé í lækningu segir Gunnar að stórstígar framfarir hafi átt sér stað í krabbameinslækningum undanfarin ár, en meirihluti krabbameinsgreindra lifir lengur en 5 ár Um einn af hverjum þremur Íslendingum getur átt von á að fá krabbamein einhvern tímann á ævinni, en hins vegar eru lífslíkur um helmingi betri en þær voru á sjötta áratugnum. „Í sjálfu sér er ekki aðalatriðið að finna lækningu við krabbameini, heldur að koma krabbameini á það stig að það verði langvinnur sjúkdómur frekar en bráðdrepandi og við erum að færast nær því markmiði.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja mögulegt að lækna allar tegundir krabbameins með nýrri aðferð Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekktan hluta ónæmiskerfis manna sem mögulega sé hægt að nota til að lækna margar, ef ekki allar, tegundir krabbameins. 21. janúar 2020 07:51 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Telja mögulegt að lækna allar tegundir krabbameins með nýrri aðferð Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekktan hluta ónæmiskerfis manna sem mögulega sé hægt að nota til að lækna margar, ef ekki allar, tegundir krabbameins. 21. janúar 2020 07:51