Mörg ríki ekki undirbúin fyrir tilslakanir á félagsforðun Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2020 09:05 Farandverkamenn um borð í rútu á Indlandi. Margir hafa setið fastir vegna útgöngubanns og eru nú á leið til síns heima. AP/Rajesh Kumar Singh Víða um heim er verið að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun. Það er þó óljóst hve mörg ríki eru í raun undirbúin og sérfræðingar vara við því að mörg ríki séu það ekki. Ríki hafi ekki byggt upp nægilega getu til að skima fyrir nýju kórónuveirunni né elta uppi þá sem hafi verið í samskiptum við smitaða og skipa þeim í sóttkví. Á Indlandi hefur umfangsmikið útgöngubann hjálpað verulega við að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu meðal 1,3 milljarða íbúa Indlands. Þar á hins vegar að setja lestar landsins á stað aftur, þar sem sagan segir okkur að margir verði í miklu návígi. Tugir þúsunda hafa pantað sér miða með lestunum sem fóru af stað í morgun. Í samtali við Reuters sagði starfsmaður ríkisfyrirtækisins sem heldur utan um rekstur lestakerfisins að allar lestir yrðu fullar í dag. Farþegar munu þó þurfa að láta hitamæla sig og samþykkja að sækja rakningarapp í síma sína, áður en þeir fá að fara um borð í lestarnar. Á undanförnum dögum hafa fyrirtæki verið opnuð á nýjan leik og þegar eru ummerki um fjölgun smitaðra, samkvæmt AP fréttaveitunni. Dr. Michael Ryan, frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sagði í gær að aðgerðir sem gripið hafi verið til í Þýskalandi og Suður-Kóreu sýni fram á að mögulegt sé að greina nýja smitklasa og einangra fólk áður en það verður of seint. Hann sagði ljóst að mörg ríki byggju ekki yfir þessari getu. „Að loka augunum og keyra í gegnum þetta blindur er eins kjánaleg jafna og ég hef séð,“ sagði Ryan. „Ég hef verulega áhyggjur af því að tiltekin ríki stefni á alvarlega blinda keyrslu á næstu mánuðum.“ .@WHO recommends countries answer these 3 questions to determine how to release a lockdown:-is the epidemic under control?-is the health system able to cope with a resurgence of cases?-is the surveillance system able to detect & manage the cases & their contacts?— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) May 11, 2020 Tæknifyrirtæki eins og Apple og Google vinna að þróun rakningarappa en sérfræðingar segja hefðbundna rannsóknarvinnu vera besta. Í Þýskalandi koma til dæmis rúmlega tíu þúsund manns að því að greina ferðir smitaðra. Yfirvöld Bretlands ætla að fá 18 þúsund manns til að vinna þessa vinnu þar í landi. Upprunalega stóð til að gera það í mars en hröð útbreiðsla veirunnar gerði það ómögulegt. Bandaríkin eru einnig meðal þeirra ríkja sem gætu verið óundirbúin fyrir aukna útbreiðslu veirunnar en eru samt að létta á félagsforðun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í gær að hver sem vildi gangast próf vegna veirunnar gæti gert það. Sérfræðingar segja það samt fjarri lagi. Yfirvöld Frakklands hafa heitið því að framkvæma 700 þúsund próf á degi hverjum en óljóst er hvort ríkið geti náð því markmiði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Bandaríkin Bretland Þýskaland Suður-Kórea Frakkland Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Víða um heim er verið að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun. Það er þó óljóst hve mörg ríki eru í raun undirbúin og sérfræðingar vara við því að mörg ríki séu það ekki. Ríki hafi ekki byggt upp nægilega getu til að skima fyrir nýju kórónuveirunni né elta uppi þá sem hafi verið í samskiptum við smitaða og skipa þeim í sóttkví. Á Indlandi hefur umfangsmikið útgöngubann hjálpað verulega við að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu meðal 1,3 milljarða íbúa Indlands. Þar á hins vegar að setja lestar landsins á stað aftur, þar sem sagan segir okkur að margir verði í miklu návígi. Tugir þúsunda hafa pantað sér miða með lestunum sem fóru af stað í morgun. Í samtali við Reuters sagði starfsmaður ríkisfyrirtækisins sem heldur utan um rekstur lestakerfisins að allar lestir yrðu fullar í dag. Farþegar munu þó þurfa að láta hitamæla sig og samþykkja að sækja rakningarapp í síma sína, áður en þeir fá að fara um borð í lestarnar. Á undanförnum dögum hafa fyrirtæki verið opnuð á nýjan leik og þegar eru ummerki um fjölgun smitaðra, samkvæmt AP fréttaveitunni. Dr. Michael Ryan, frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sagði í gær að aðgerðir sem gripið hafi verið til í Þýskalandi og Suður-Kóreu sýni fram á að mögulegt sé að greina nýja smitklasa og einangra fólk áður en það verður of seint. Hann sagði ljóst að mörg ríki byggju ekki yfir þessari getu. „Að loka augunum og keyra í gegnum þetta blindur er eins kjánaleg jafna og ég hef séð,“ sagði Ryan. „Ég hef verulega áhyggjur af því að tiltekin ríki stefni á alvarlega blinda keyrslu á næstu mánuðum.“ .@WHO recommends countries answer these 3 questions to determine how to release a lockdown:-is the epidemic under control?-is the health system able to cope with a resurgence of cases?-is the surveillance system able to detect & manage the cases & their contacts?— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) May 11, 2020 Tæknifyrirtæki eins og Apple og Google vinna að þróun rakningarappa en sérfræðingar segja hefðbundna rannsóknarvinnu vera besta. Í Þýskalandi koma til dæmis rúmlega tíu þúsund manns að því að greina ferðir smitaðra. Yfirvöld Bretlands ætla að fá 18 þúsund manns til að vinna þessa vinnu þar í landi. Upprunalega stóð til að gera það í mars en hröð útbreiðsla veirunnar gerði það ómögulegt. Bandaríkin eru einnig meðal þeirra ríkja sem gætu verið óundirbúin fyrir aukna útbreiðslu veirunnar en eru samt að létta á félagsforðun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í gær að hver sem vildi gangast próf vegna veirunnar gæti gert það. Sérfræðingar segja það samt fjarri lagi. Yfirvöld Frakklands hafa heitið því að framkvæma 700 þúsund próf á degi hverjum en óljóst er hvort ríkið geti náð því markmiði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Bandaríkin Bretland Þýskaland Suður-Kórea Frakkland Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira