Lífið

Táraðist þegar hún hitti loks Ingu Lind eftir 25 ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Inga Lind og Sonia fengu loksins að hittast. 
Inga Lind og Sonia fengu loksins að hittast. 

Þegar Inga Lind Karlsdóttir var 18 ára gerðist hún SOS-styrktarforeldri fimm ára stúlku í SOS barnaþorpinu í Greenfields á Indlandi.

Litla stúlkan, Sonia, hafði misst móður sína og faðir hennar gat ekki hugsað um hana vegna þess að hann var blindur. Inga Lind fylgdist með uppvexti Soniu næstu 14 árin í gegnum bréf og myndir sem styrktarforeldrar fá sendar tvisvar á ári.

Í Íslandi í dag í gærkvöldi fékk Sindri Sindrason að fylgjast með því þegar Inga Lind heimsótti Soniu og dóttur hennar til Indlands í fyrsta sinn en hún hélt út til Indlands í janúar á þessu ári.

Mikil tilfinningaleg tengsl

„Ég er ótrúlega spennt að fá að koma hingað og fara inn í þorpið,“ segir Inga Lind þegar hún var lent á Indlandi.

„Ég er búin að ímynda mér í 25 ára hvernig þetta liti allt saman út. Við höfum séð myndi frá SOS-barnaþorpunum en það er allt öðruvísi að koma hingað í alvörunni.“

Sonia er í dag þrítug og á eina stúlku. Eiginmaður hennar lést fyrir þremur árum og búa þær mæðgur hjá fjölskyldu sinni. Hún vinnur í tískuvöruverslun. 

Inga Lind tók með sér bréf sem Sonia skrifaði henni sem barn og þær náðu strax miklum tilfinningalegum tengslum eins og sjá má í innslaginu hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×