Tónlist

Tina Turner söng á Baugsdegi

Tina Turner skemmti starfsfólki Baugs í Mónakó.
Tina Turner skemmti starfsfólki Baugs í Mónakó. MYND/GETTY Images
„Hún var alveg geggjuð kellingin," segir söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem kom fram á Baugsdeginum í Mónakó ásamt stórsöngkonunni Tinu Turner.

Starfsfólk Baugs fékk óvæntan glaðning á starfsdögum sínum í Mónakó þegar hin aldna söngkona Tina Turner steig þar á svið. Turner mætti með bakraddasöngkonur og dansara og söng hátt í tíu lög. Var henni ákaft fagnað.

„Ég vil ekki vera að tjá mig mikið um þetta en get þó sagt að þetta var mjög gaman. Ég söng nú ekki með henni en fékk að heilsa henni baksviðs," segir Regína Ósk.

 

Fjölmörg skemmtiatriði voru í boði á lokakvöldi Baugsdagsins. Breskur kynnir sá um að halda gestum við efnið og auk Turner skemmti breskur búktalari svo eitthvað sé nefnt. Stefán Hilmarsson söng einnig fyrir gesti.

Baugsdagurinn stóð í þrjá daga, frá þriðjudegi til fimmtudags.

Um er að ræða árlegan viðburð þar sem blandað er saman fræðslu og skemmtun fyrir starfsfólk Baugs á Íslandi og hæstráðendur í fyrirtækjum sem Baugur á hlut í úti í heimi.

Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag söng Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Bubbalagið Stál og hnífur fyrir sjálfan Simon Cowell í sérstökum X-Factor-þætti sem sýndur var í Mónakó. 

Þá var framleiddur sérstakur þáttur með stjörnunum úr Little Britain sem kallaðist Little Baugur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.