Svona sjá þau Háskóla Íslands 11. apríl 2015 12:00 Jón Atli, Guðrún og Einar. Þrír eru í framboði í rektorskjöri Háskóla Íslands sem fram fer á mánudaginn, 13. apríl. Starfsmenn og stúdentar taka þátt í kjörinu. Fréttablaðið spurði frambjóðendurna um stefnumál þeirra og helstu áskoranir nýs rektors.Einar SteingrímssonAldur 59 ára.Staða Prófessor við Strathclyde-háskóla í Glasgow í Skotlandi.Menntun Doktorspróf í stærðfærði, MIT 1992. MA í stærðfærði, University of Pennsylvania, 1987. BA í stærðfræði, með heimspeki sem aukagrein, University of Pennsylvania, 1987.Hvernig eru þínar áherslur ólíkar hinna frambjóðendanna? Ég sé ekki að hin tvö vilji gera neinar teljandi breytingar á starfi háskólans. Það vil ég gera, bæði varðandi rannsóknir og kennslu. Ég vil afnema almenna rannsóknaskyldu, þar sem umtalsverður hluti akademískra starfsmanna stundar ekki rannsóknir, a.m.k. ekki af þeim gæðum sem stefna skólans miðast við, þ.e.a.s. rannsóknir gjaldgengar á alþjóðavettvangi. Ég vil líka vinna einarðlega í því að bæta kennsluna í öllum skólanum, og m.a. tel ég að það sé óboðlegt að vera með hefðbundið skriflegt lokapróf sem eina námsmat. Við viljum öll þrjú reyna að fá meira fé til skólans, svo hægt sé að efla starf hans. Ég legg hins vegar áherslu á að við verðum að breyta starfinu, og megum ekki láta það standa og falla með meiri fjárveitingum.Hvaða afstöðu hefur þú gagnvart aðgangshindrunum í HÍ, t.a.m. skólagjöldum og inntökuprófum? Það þarf að takmarka inntöku víðar en nú er gert; háskóli með jafn metnaðarfull markmið og HÍ getur ekki tekið inn nemendur sem spanna alla breiddina í getu og áhuga, ekki frekar en góðir skólar í öðrum löndum. Svo lengi sem lánað væri fyrir skólagjöldum, og þau þyngdu ekki endurgreiðslu námslána (þótt þau lengdu hana), þá sé ég ekki að hægt sé að hafa þau rök gegn skólagjöldum að þau mismunuðu eftir efnahag. Ég er hins vegar ekki talsmaður hærri skólagjalda, enda er ekki á valdi rektors að ákvarða slíkt.Hvaða afstöðu hefur þú til þess að einkaaðilar (aðrir en hið opinbera eða opinberir rannsóknarsjóðir) styrki rannsóknir í háskólum? Það er í lagi, en það þarf að passa mjög vel að þeir sem veita fé til skólans hafi ekki hagsmuna að gæta af því hvað er gert með féð. Það má ekki einu sinni geta leikið grunur á að þeir hafi slíka hagsmuni.Hver er sérstaða HÍ samanborið við aðra háskóla hérlendis? Hver er afstaða þín gagnvart samstarfi við aðra háskóla hér á landi eða eftir atvikum sameiningu við aðra háskóla? Er æskilegt að það séu fleiri en einn eða margir háskólar á Íslandi? HÍ er 80% háskólakerfisins. Ég vil minnka sérstöðu HÍ sem mest gagnvart góðum erlendum skólum. Samstarf er gott þar sem það á við, og auðveldara að koma á en margir halda. Ég teldi best að hafa tvo háskóla; einn öflugan rannsóknaskóla (með kennslu að sjálfsögðu) og annan þar sem bara væri kennsla.Hvernig ætlar þú sem rektor að tryggja gæði kennslu og þróun kennsluhátta? Eru gerðar nógu miklar kröfur til kennara og kennslu í skólanum? Hyggst þú bæta stöðu stundakennara við skólann, ef svo er þá hvernig? Ganga stíft eftir því, og stöðugt, að kennslan sé bætt þar sem henni er ábótavant. Umbuna fyrir góða kennslu og þróun hennar. Gera ljóst að þetta sé grundvallaratriði í stefnu skólans. Skólinn gerir ekki nógu miklar kröfur til sjálfs sín um gæði kennslu, þótt hún sé sums staðar góð. Fækka stundakennurum verulega en bjóða þeim betri kjör.Guðrún NordalAldur 54 ára.Staða Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.Menntun Doktorsgráða Oxford University 1988. Nám í þýskum miðaldabókmenntum við Ludwig Maximilians Universität í München 1982-1983. BA-próf í íslensku við Háskóla Íslands 1982.Hverjar eru helstu áskoranir nýs rektors? Helstu áskoranir rektors verða að smíða nýjan sáttmála við samfélagið um að setja menntun og þar með Háskóla Íslands í forgang. Ég mun ganga fast eftir því að fjármögnun skólans verði tryggð og það reiknimódel sem er notað til grundvallar opinberum fjárveitingum verði hugsað upp á nýtt. Það er líka nauðsynlegt að efla innra starf skólans og tryggja jafnfræði og traust á milli greina. Það þarf að stuðla að frjórri og öflugri umræðu innan skólans. Ekki þarf að kosta mikið fé að efla samvinnu- og samtakamátt ólíkra fræðigreina, efla samskipti stjórnsýslu og kennara og gera háskólann þannig að enn betri vinnustað fyrir starfsmenn og nemendur. Síðast en ekki síst er Háskóli Íslands rannsóknaháskóli og nýr rektor þarf að efla rannsóknaumhverfi skólans, stórbæta allan aðbúnað doktorsnema og nýdoktora og styrkja nýliðun akademískra starfsmanna. Hvaða afstöðu hefur þú gagnvart aðgangshindrunum í HÍ, t.a.m. skólagjöldum og inntökuprófum? Ég styð opinn Háskóla Íslands, þar sem nemendum er tryggður aðgangur óháð efnahag. Ég er á móti skólagjöldum. Ég vil fara mjög hægt í inntökupróf, en þau hafa gagnast þar sem nauðsynlegt er að takmarka nemendahópinn. Hins vegar kann svo að fara að inntökupróf eða aðgangspróf verði tekin upp í meiri mæli sem viðbragð við styttingu framhaldsskólans.Hvaða afstöðu hefur þú til þess að einkaaðilar (aðrir en hið opinbera eða opinberir rannsóknarsjóðir) styrki rannsóknir í háskólum? Það verður að fara mjög varlega í að taka á móti fé frá hagsmunaaðilum. Ég er á móti því að einkaaðilar styrki stöður eða rannsóknir beint, því að þannig skapast bein hagsmunatengsl, en vildi frekar taka upp það kerfi að þeir leggi fé í sjóði sem síðan væri veitt í ákveðin verkefni að mati skólans sjálfs og algjörlega án aðkomu viðkomandi fyrirtækja. Það er mjög mikilvægt að tryggja sjálfstæði skólans og akademískt frelsi.Hver er sérstaða HÍ samanborið við aðra háskóla hérlendis? Hver er afstaða þín gagnvart samstarfi við aðra háskóla hér á landi eða eftir atvikum sameiningu við aðra háskóla? Er æskilegt að það séu fleiri en einn eða margir háskólar á Íslandi? Háskóli Íslands er auðvitað eini skólinn sem býður upp á háskólanám í nær öllum greinum, ekki aðeins í grunnnámi, heldur í meistara- og doktorsnámi. Ég tel grundvallaratriði að efna til samstarfs milli skólanna, og að horfa krítískt á hagkvæmni og faglegan ávinning af því að bjóða upp á nám í sömu greinum í fleiri en einum skóla. Ég mun ganga fram og hvetja til aukins samstarfs alls háskólastigsins á Íslandi. Við erum sterkari sameinuð en sundruð og ég tel að það sé hægt að auka samvinnuna til muna; samkeppnin snýr að útlöndum. Það er svo alltaf pólitísk ákvörðun hvort skólar eru sameinaðir eða ekki.Jón Atli BenediktssonAldur 54 áraStaða Aðstoðarrektor vísinda og kennslu og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands.Menntun Doktorspróf í rafmagnsverkfræði, Purdue University 1990. MSEE í rafmagnsverkfræði, Purdue University, 1987. Lokapróf í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands, 1984.Hverjar eru helstu áskoranir nýs rektors? Að treysta fjármögnun Háskóla Íslands. Það er ein allra mikilvægasta forsenda fyrir framfarastarfi og öllum þeim breytingum sem þarf að ráðast í innan skólans nú þegar hagur landsins vænkast. Mikilvægt er að almennur skilningur ríki á því að öflugur háskóli er forsenda framþróunar í íslensku samfélagi.Hvernig eru þínar áherslur ólíkar hinna frambjóðendanna? Ég set fjármálin á oddinn. Ég býð mig fram til þess að leiða sameinaðan háskóla og legg gríðarlega áherslu á að virða sérstöðu og jafnræði allra fræðigreina og sviða innan skólans. Starfsfólk Háskólans hefur skilað gríðarlega góðu starfi við erfiðar aðstæður og ég vil leita allra leiða til að bæta kjör og aðbúnað starfsfólks, draga úr álagi og auka starfsánægju. Hver er fjárþörf Háskóla Íslands og sé hún ekki uppfyllt með fjárframlögum og öðru hvernig hyggst þú bregðast við því? Til að standast samanburð við norræna rannsóknarháskóla þurfa framlög á hvern nemanda við Háskóla Íslands að tvöfaldast. Árið 2011 setti Háskóli Íslands fram viðmiðið um að fjármögnun skólans næði meðaltali Norðurlanda árið 2020 og á þá kröfu féllust stjórnvöld. Vísinda- og tækniráð tók síðar undir þessa markmiðssetningu. Ég mun beita mér fyrir því af alefli að stjórnvöld standi við þessi fyrirheit sín. Hvaða afstöðu hefur þú gagnvart aðgangshindrun í HÍ, t.a.m. skólagjöld og inntökupróf? Ég er alfarið á móti skólagjöldum og ég er þeirrar skoðunar að Háskóli Íslands eigi áfram að vera opinn skóli fyrir alla þá sem uppfylla kröfur skólans um undirbúning. Mér hugnast alls ekki hugmyndir um að Háskólinn verði gerður að litlum elítuskóla. Inntökupróf geta á hinn bóginn átt rétt á sér í deildum þar sem mikið brottfall er á fyrsta ári og klásuspróf geta verið nauðsynleg þar sem takmörkuð aðstaða til starfsþjálfunar er fyrir hendi. Hvernig ætlar þú sem rektor að tryggja gæði kennslu og þróun kennsluhátta? Eru gerðar nógu miklar kröfur til kennara og kennslu í skólanum? Hyggst þú bæta stöðu stundakennara við skólann, ef svo er þá hvernig? Gæði kennslu eru mér hjartans mál. Langflestir kennarar skólans leggja alúð við kennslu. Mikil þróun hefur orðið í kennsluháttum á undanförnum árum og áhugi háskólakennara á námskeiðum um bætta kennsluhætti hefur stóraukist. Kennslumálasjóður hefur verið efldur og Kennslumiðstöð skólans styrkt. En hér getum við gert miklu betur. Sérstaklega þurfum við að bæta námsaðstöðu nemenda og byggja upp aðstöðu sem býður upp á kennsluhætti er virkja nemendur. Stundakennarar eru ómissandi þáttur í starfi skólans og stöðu þeirra verður að bæta, bæði laun og réttindamál. Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þrír eru í framboði í rektorskjöri Háskóla Íslands sem fram fer á mánudaginn, 13. apríl. Starfsmenn og stúdentar taka þátt í kjörinu. Fréttablaðið spurði frambjóðendurna um stefnumál þeirra og helstu áskoranir nýs rektors.Einar SteingrímssonAldur 59 ára.Staða Prófessor við Strathclyde-háskóla í Glasgow í Skotlandi.Menntun Doktorspróf í stærðfærði, MIT 1992. MA í stærðfærði, University of Pennsylvania, 1987. BA í stærðfræði, með heimspeki sem aukagrein, University of Pennsylvania, 1987.Hvernig eru þínar áherslur ólíkar hinna frambjóðendanna? Ég sé ekki að hin tvö vilji gera neinar teljandi breytingar á starfi háskólans. Það vil ég gera, bæði varðandi rannsóknir og kennslu. Ég vil afnema almenna rannsóknaskyldu, þar sem umtalsverður hluti akademískra starfsmanna stundar ekki rannsóknir, a.m.k. ekki af þeim gæðum sem stefna skólans miðast við, þ.e.a.s. rannsóknir gjaldgengar á alþjóðavettvangi. Ég vil líka vinna einarðlega í því að bæta kennsluna í öllum skólanum, og m.a. tel ég að það sé óboðlegt að vera með hefðbundið skriflegt lokapróf sem eina námsmat. Við viljum öll þrjú reyna að fá meira fé til skólans, svo hægt sé að efla starf hans. Ég legg hins vegar áherslu á að við verðum að breyta starfinu, og megum ekki láta það standa og falla með meiri fjárveitingum.Hvaða afstöðu hefur þú gagnvart aðgangshindrunum í HÍ, t.a.m. skólagjöldum og inntökuprófum? Það þarf að takmarka inntöku víðar en nú er gert; háskóli með jafn metnaðarfull markmið og HÍ getur ekki tekið inn nemendur sem spanna alla breiddina í getu og áhuga, ekki frekar en góðir skólar í öðrum löndum. Svo lengi sem lánað væri fyrir skólagjöldum, og þau þyngdu ekki endurgreiðslu námslána (þótt þau lengdu hana), þá sé ég ekki að hægt sé að hafa þau rök gegn skólagjöldum að þau mismunuðu eftir efnahag. Ég er hins vegar ekki talsmaður hærri skólagjalda, enda er ekki á valdi rektors að ákvarða slíkt.Hvaða afstöðu hefur þú til þess að einkaaðilar (aðrir en hið opinbera eða opinberir rannsóknarsjóðir) styrki rannsóknir í háskólum? Það er í lagi, en það þarf að passa mjög vel að þeir sem veita fé til skólans hafi ekki hagsmuna að gæta af því hvað er gert með féð. Það má ekki einu sinni geta leikið grunur á að þeir hafi slíka hagsmuni.Hver er sérstaða HÍ samanborið við aðra háskóla hérlendis? Hver er afstaða þín gagnvart samstarfi við aðra háskóla hér á landi eða eftir atvikum sameiningu við aðra háskóla? Er æskilegt að það séu fleiri en einn eða margir háskólar á Íslandi? HÍ er 80% háskólakerfisins. Ég vil minnka sérstöðu HÍ sem mest gagnvart góðum erlendum skólum. Samstarf er gott þar sem það á við, og auðveldara að koma á en margir halda. Ég teldi best að hafa tvo háskóla; einn öflugan rannsóknaskóla (með kennslu að sjálfsögðu) og annan þar sem bara væri kennsla.Hvernig ætlar þú sem rektor að tryggja gæði kennslu og þróun kennsluhátta? Eru gerðar nógu miklar kröfur til kennara og kennslu í skólanum? Hyggst þú bæta stöðu stundakennara við skólann, ef svo er þá hvernig? Ganga stíft eftir því, og stöðugt, að kennslan sé bætt þar sem henni er ábótavant. Umbuna fyrir góða kennslu og þróun hennar. Gera ljóst að þetta sé grundvallaratriði í stefnu skólans. Skólinn gerir ekki nógu miklar kröfur til sjálfs sín um gæði kennslu, þótt hún sé sums staðar góð. Fækka stundakennurum verulega en bjóða þeim betri kjör.Guðrún NordalAldur 54 ára.Staða Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.Menntun Doktorsgráða Oxford University 1988. Nám í þýskum miðaldabókmenntum við Ludwig Maximilians Universität í München 1982-1983. BA-próf í íslensku við Háskóla Íslands 1982.Hverjar eru helstu áskoranir nýs rektors? Helstu áskoranir rektors verða að smíða nýjan sáttmála við samfélagið um að setja menntun og þar með Háskóla Íslands í forgang. Ég mun ganga fast eftir því að fjármögnun skólans verði tryggð og það reiknimódel sem er notað til grundvallar opinberum fjárveitingum verði hugsað upp á nýtt. Það er líka nauðsynlegt að efla innra starf skólans og tryggja jafnfræði og traust á milli greina. Það þarf að stuðla að frjórri og öflugri umræðu innan skólans. Ekki þarf að kosta mikið fé að efla samvinnu- og samtakamátt ólíkra fræðigreina, efla samskipti stjórnsýslu og kennara og gera háskólann þannig að enn betri vinnustað fyrir starfsmenn og nemendur. Síðast en ekki síst er Háskóli Íslands rannsóknaháskóli og nýr rektor þarf að efla rannsóknaumhverfi skólans, stórbæta allan aðbúnað doktorsnema og nýdoktora og styrkja nýliðun akademískra starfsmanna. Hvaða afstöðu hefur þú gagnvart aðgangshindrunum í HÍ, t.a.m. skólagjöldum og inntökuprófum? Ég styð opinn Háskóla Íslands, þar sem nemendum er tryggður aðgangur óháð efnahag. Ég er á móti skólagjöldum. Ég vil fara mjög hægt í inntökupróf, en þau hafa gagnast þar sem nauðsynlegt er að takmarka nemendahópinn. Hins vegar kann svo að fara að inntökupróf eða aðgangspróf verði tekin upp í meiri mæli sem viðbragð við styttingu framhaldsskólans.Hvaða afstöðu hefur þú til þess að einkaaðilar (aðrir en hið opinbera eða opinberir rannsóknarsjóðir) styrki rannsóknir í háskólum? Það verður að fara mjög varlega í að taka á móti fé frá hagsmunaaðilum. Ég er á móti því að einkaaðilar styrki stöður eða rannsóknir beint, því að þannig skapast bein hagsmunatengsl, en vildi frekar taka upp það kerfi að þeir leggi fé í sjóði sem síðan væri veitt í ákveðin verkefni að mati skólans sjálfs og algjörlega án aðkomu viðkomandi fyrirtækja. Það er mjög mikilvægt að tryggja sjálfstæði skólans og akademískt frelsi.Hver er sérstaða HÍ samanborið við aðra háskóla hérlendis? Hver er afstaða þín gagnvart samstarfi við aðra háskóla hér á landi eða eftir atvikum sameiningu við aðra háskóla? Er æskilegt að það séu fleiri en einn eða margir háskólar á Íslandi? Háskóli Íslands er auðvitað eini skólinn sem býður upp á háskólanám í nær öllum greinum, ekki aðeins í grunnnámi, heldur í meistara- og doktorsnámi. Ég tel grundvallaratriði að efna til samstarfs milli skólanna, og að horfa krítískt á hagkvæmni og faglegan ávinning af því að bjóða upp á nám í sömu greinum í fleiri en einum skóla. Ég mun ganga fram og hvetja til aukins samstarfs alls háskólastigsins á Íslandi. Við erum sterkari sameinuð en sundruð og ég tel að það sé hægt að auka samvinnuna til muna; samkeppnin snýr að útlöndum. Það er svo alltaf pólitísk ákvörðun hvort skólar eru sameinaðir eða ekki.Jón Atli BenediktssonAldur 54 áraStaða Aðstoðarrektor vísinda og kennslu og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands.Menntun Doktorspróf í rafmagnsverkfræði, Purdue University 1990. MSEE í rafmagnsverkfræði, Purdue University, 1987. Lokapróf í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands, 1984.Hverjar eru helstu áskoranir nýs rektors? Að treysta fjármögnun Háskóla Íslands. Það er ein allra mikilvægasta forsenda fyrir framfarastarfi og öllum þeim breytingum sem þarf að ráðast í innan skólans nú þegar hagur landsins vænkast. Mikilvægt er að almennur skilningur ríki á því að öflugur háskóli er forsenda framþróunar í íslensku samfélagi.Hvernig eru þínar áherslur ólíkar hinna frambjóðendanna? Ég set fjármálin á oddinn. Ég býð mig fram til þess að leiða sameinaðan háskóla og legg gríðarlega áherslu á að virða sérstöðu og jafnræði allra fræðigreina og sviða innan skólans. Starfsfólk Háskólans hefur skilað gríðarlega góðu starfi við erfiðar aðstæður og ég vil leita allra leiða til að bæta kjör og aðbúnað starfsfólks, draga úr álagi og auka starfsánægju. Hver er fjárþörf Háskóla Íslands og sé hún ekki uppfyllt með fjárframlögum og öðru hvernig hyggst þú bregðast við því? Til að standast samanburð við norræna rannsóknarháskóla þurfa framlög á hvern nemanda við Háskóla Íslands að tvöfaldast. Árið 2011 setti Háskóli Íslands fram viðmiðið um að fjármögnun skólans næði meðaltali Norðurlanda árið 2020 og á þá kröfu féllust stjórnvöld. Vísinda- og tækniráð tók síðar undir þessa markmiðssetningu. Ég mun beita mér fyrir því af alefli að stjórnvöld standi við þessi fyrirheit sín. Hvaða afstöðu hefur þú gagnvart aðgangshindrun í HÍ, t.a.m. skólagjöld og inntökupróf? Ég er alfarið á móti skólagjöldum og ég er þeirrar skoðunar að Háskóli Íslands eigi áfram að vera opinn skóli fyrir alla þá sem uppfylla kröfur skólans um undirbúning. Mér hugnast alls ekki hugmyndir um að Háskólinn verði gerður að litlum elítuskóla. Inntökupróf geta á hinn bóginn átt rétt á sér í deildum þar sem mikið brottfall er á fyrsta ári og klásuspróf geta verið nauðsynleg þar sem takmörkuð aðstaða til starfsþjálfunar er fyrir hendi. Hvernig ætlar þú sem rektor að tryggja gæði kennslu og þróun kennsluhátta? Eru gerðar nógu miklar kröfur til kennara og kennslu í skólanum? Hyggst þú bæta stöðu stundakennara við skólann, ef svo er þá hvernig? Gæði kennslu eru mér hjartans mál. Langflestir kennarar skólans leggja alúð við kennslu. Mikil þróun hefur orðið í kennsluháttum á undanförnum árum og áhugi háskólakennara á námskeiðum um bætta kennsluhætti hefur stóraukist. Kennslumálasjóður hefur verið efldur og Kennslumiðstöð skólans styrkt. En hér getum við gert miklu betur. Sérstaklega þurfum við að bæta námsaðstöðu nemenda og byggja upp aðstöðu sem býður upp á kennsluhætti er virkja nemendur. Stundakennarar eru ómissandi þáttur í starfi skólans og stöðu þeirra verður að bæta, bæði laun og réttindamál.
Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira