Bíó og sjónvarp

Rómantísk gamanmynd frumsýnd í Háskólabíói

Bjarki Ármannsson skrifar
Snorri og Hafdís Helga fara með aðalhlutverkin í Fyrir framan annað fólk.
Snorri og Hafdís Helga fara með aðalhlutverkin í Fyrir framan annað fólk. Vísir/Vilhelm
Rómantíska gamanmyndin Fyrir framan annað fólk var frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Myndin er sú nýjasta úr smiðju Óskars Jónassonar og skartar þeim Snorra Engilbertssyni, Hafdísi Helgu Helgadóttur, Svandísi Dóru Einarsdóttur og Hilmi Snæ Guðnasyni í aðalhlutverkum.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, leit við á frumsýninguna og náði þessum myndum af viðstöddum.

Óskar Jónasson, leikstjóri myndarinnar, ásamt Matthildi dóttur sinni.Vísir/Vilhelm
Snævar, einn af yngstu leikurum myndarinnar, ásamt systur sinni.Vísir/Vilhelm
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, ásamt eiginkonu.Vísir/Vilhelm
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri ásamt eiginkonu sinni, Gígju Tryggvadóttur.Vísir/Vilhelm
Arnar Jónsson stórleikari ásamt félaga.Vísir/Vilhelm
Óskar leikstjóri ásamt þeim Lilju Þórisdóttur og Pálma Gestssyni sem fara bæði með hlutverk í myndinni.Vísir/Vilhelm
Aðalleikarar myndarinnar ásamt leikstjóra.Vísir/Vilhelm
Snorri Engilbertsson og Hafdís Helga Helgadóttir, aðalleikarar myndarinnar.Vísir/Vilhelm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×