Erlent

Carter úthúðar Blair

Óli Tynes skrifar
Jimmy Carter,  fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. MYND/AP

Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna gagnrýndi Tony Blair óvægilega í viðtali við BBC útvarpsstöðina í dag. Carter sagði að óbilandi stuðningur Blairs við innrásina í Írak hefði verið harmleikur. Carter var frá upphafi á móti innrásinni og hefur alla tíð talað gegn stríðsrekstrinum í Írak.

Forseteinn fyrrverandi sagði að Blair hefði nánast sýnt Bush þrælslund. Stuðningur hans hafi kannski ekki ráðið úrslitum um innrásina, en örugglega gert George Bush mun auðveldara að verja hana.

Carter sat aðeins eitt kjörtímabil á forsetastóli. Hann hefur síðan helgað sig góðverkum og meðal annars hlotið friðarverðlaun Nóbels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×