Innlent

Ráðherra mælir fyrir stærra kvótafrumvarpinu

Jón tók til máls klukkan hálf ellefu og mælir fyrir stærra kvótafrumvarpinu
Jón tók til máls klukkan hálf ellefu og mælir fyrir stærra kvótafrumvarpinu
Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hóf umræðu um stærra kvótafrumvarpið á Alþingi nú klukkan hálf ellefu. Þar er um að ræða heildarlög um stjórn fiskveiða.

Jón segir markmið frumvarpsins að tryggja stöðu sjávarbyggða í landinu en frumvarpið er afar umdeilt.

Fyrstu umræðu um minna kvótafrumvarp ráðherra lauk á Alþingi aðfararnótt fimmtudags.

Stærra frumvarpið hefur verið kallað svo þar sem það gengur mun lengra en það minna, og er mun umdeildara.

Þegar Jón hefur lokið því að mæla fyrir frumvarpinu tekur við umræða á Alþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×