Viðskipti erlent

Noreg skortir yfir 60.000 manns í vinnu

Yfir 60.000 manns skortir nú á vinnumarkaðinn í Noregi. Þetta er aukning upp á 19% frá því í fyrra. Langmestur er skorturinn á verkfræðingum en um 7.000 slíka skortir á vinnumarkaðinn í ár.

Fjallað er um málið á vefsíðunni offshore.no en þar er vitnað í tölulegar upplýsingar frá Vinnumálastofnun Noregs.

Auk verkfræðinga skortir yfir 5.000 bílstjóra í Noregi, þar af 2.400 á flutningabíla með tengivögnum. Þá skortir nær 3.000 smiði, tæplega 2.000 hjúkrunarkonur, yfir 1.000 rakara eða hárgreiðsludömur og yfir 1.000 matreiðslumenn svo dæmi séu tekin. Í 13 atvinnugreinum skortir yfir 1.000 manns í vinnu í hverri grein fyrir sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×