Innlent

Leggja til þjóðaratkvæðagreiðslu um þjóðkirkjuna

A-nefnd stjórnlagaráðs leggur til einfaldað þjóðkirkjuákvæði, sem lagt verði í dóm þjóðarinnar á sama tíma og atkvæði verða greidd um tillögur Stjórnlagaráðs í heild sinni. Þannig muni þjóðin sjálf kveða úr um það hvort ákvæði um þjóðkirkjuna eigi að standa í stjórnarskránni eða ekki.

11. fundur stjórnlagaráðs hófst klukkan tíu í  morgun. Meðal þess sem þar er á dagskrá eru tillögur A-nefndar í dag um breytingar á greinum um trúfrelsi og jafnræði trúfélaga.

Tillögurnar skiptast í tvo hluta; annars vegar ítarlegt trúfrelsisákvæði, þar sem er meðal annars lagt til að hið opinbera verndi öll skráð trú- og lífsskoðunarfélög.

Hins vegar er það fyrrnefnd tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×