Innlent

Guðfríður Lilja hlaut rússneska kosningu

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var einróma endurkjörin forseti Skáksambandsins á aðalfundi þess í dag. Þá gerðist það í fyrsta skipti í sögu sambandsins, að konur voru kjörnar í meirihluta í stjórn þess.

Og Skáksambandið ætlar að taka til höndum með hinni nýju stjórn. Stefnan er m.a. sett á glæsilega alþjóðlega skákhátíð og Reykjavíkurskákmót á starfsárinu, áframhaldandi uppbyggingarstarf víða um land, endurútgáfu Tímaritsins Skákar og eflingu á kennslu og þjálfun ungmenna, auk annarra fjölþættra verkefna.

Guðfríður Lilja var sem kunnugt er í framboði fyrir Vinstri græna í nýliðnum kosningum. Þar munaði hársbreidd að hún kæmist á þing. Hjá Skáksambandinu vann hún hinsvegar jafnvel enn glæsilegri sigur en formaður hennar Steingrímur J. í þingkosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×