Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2020 11:30 Guðjón Valur fékk nóg af hrokanum í Ulrik Wilbek. vísir/getty Ulrik Wilbek, þáverandi þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, vildi ekki taka í höndina á Guðjóni Val Sigurðssyni eftir jafntefli Íslands og Danmerkur, 32-32, í riðlakeppni Ólympíuleikanna í Peking 2008. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Íslands úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Wilbek var langt frá því að vera sáttur með vítadóminn og það sauð enn á honum þegar liðin gengu af vellinum. Guðjón Valur rifjaði upp viðskipti sín og Wilbæks eftir þennan fræga leik í Peking með Henry Birgi Gunnarssyni í Seinni bylgjunni í gær. „Ég var bara að þakka honum fyrir leikinn. Hann virti mig ekki viðlits og hreytti einhverju í mig. Þá var ég yngri og vitlausari og það var nóg til að mér hitnaði aðeins. Þá lét ég hann heyra það að hann væri kannski ekki jafn merkilegur pappír og honum fannst hann vera,“ sagði Guðjón Valur. Fjallað var um orðaskipti Guðjóns Vals og Wilbek á forsíðu Fréttablaðsins.mynd/úrklippa úr fréttablaðinu Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi segist sjá eftir orðaskiptunum við Wilbek. „Þótt maðurinn vilji ekki taka í hendina á mér eftir leikinn á það ekki að hafa nokkur áhrif á mig. En það gerði það á þessum tíma. Svo þarf maður stundum að velja sér sína baráttu og stað og stund,“ sagði Guðjón Valur. „TV 2 var við hliðina á og einhver Dani spurði mig af hverju ég hefði sagt honum að fokka sér. Ég var með míkrafón í andlitinu. Þetta var vitlaust og rangt hjá mér, alveg sama hvernig hann kom fram. Ég sá eftir því. Hann baðst svo afsökunar og ég gerði það líka. Það var bara fyrir blaðamennina og ljósmyndarana sem voru þarna. En ég á mjög erfitt með þá sem láta rigna upp í nefið á sér en þetta var rangt hjá mér.“ Íslendingar fóru alla leið í úrslit á Ólympíuleikunum 2008 og komu heim með silfurpening um hálsinn. Danir féllu hins vegar úr leik fyrir Króötum í átta liða úrslitum. Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón Valur um rifrildið við Wilbæk Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Ulrik Wilbek, þáverandi þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, vildi ekki taka í höndina á Guðjóni Val Sigurðssyni eftir jafntefli Íslands og Danmerkur, 32-32, í riðlakeppni Ólympíuleikanna í Peking 2008. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Íslands úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Wilbek var langt frá því að vera sáttur með vítadóminn og það sauð enn á honum þegar liðin gengu af vellinum. Guðjón Valur rifjaði upp viðskipti sín og Wilbæks eftir þennan fræga leik í Peking með Henry Birgi Gunnarssyni í Seinni bylgjunni í gær. „Ég var bara að þakka honum fyrir leikinn. Hann virti mig ekki viðlits og hreytti einhverju í mig. Þá var ég yngri og vitlausari og það var nóg til að mér hitnaði aðeins. Þá lét ég hann heyra það að hann væri kannski ekki jafn merkilegur pappír og honum fannst hann vera,“ sagði Guðjón Valur. Fjallað var um orðaskipti Guðjóns Vals og Wilbek á forsíðu Fréttablaðsins.mynd/úrklippa úr fréttablaðinu Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi segist sjá eftir orðaskiptunum við Wilbek. „Þótt maðurinn vilji ekki taka í hendina á mér eftir leikinn á það ekki að hafa nokkur áhrif á mig. En það gerði það á þessum tíma. Svo þarf maður stundum að velja sér sína baráttu og stað og stund,“ sagði Guðjón Valur. „TV 2 var við hliðina á og einhver Dani spurði mig af hverju ég hefði sagt honum að fokka sér. Ég var með míkrafón í andlitinu. Þetta var vitlaust og rangt hjá mér, alveg sama hvernig hann kom fram. Ég sá eftir því. Hann baðst svo afsökunar og ég gerði það líka. Það var bara fyrir blaðamennina og ljósmyndarana sem voru þarna. En ég á mjög erfitt með þá sem láta rigna upp í nefið á sér en þetta var rangt hjá mér.“ Íslendingar fóru alla leið í úrslit á Ólympíuleikunum 2008 og komu heim með silfurpening um hálsinn. Danir féllu hins vegar úr leik fyrir Króötum í átta liða úrslitum. Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón Valur um rifrildið við Wilbæk Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira