Af hverju leggst veiran harðar á karla en konur? Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 11:29 Franskur karlmaður sprittar sig áður en hann gengur inn í búð. Ein tilgáta um kynjamuninn snýr að því hvort karlar þvoi sér e.t.v. minna um hendurnar en konur. Vísir/getty Ýmislegt bendir til þess að karlar séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Ný bresk rannsókn sýnir fram á að karlmenn þar í landi áttu talsvert meira á hættu að látast úr veirunni en konur. En hvað veldur þessum kynjamun? Þessu reynir Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands, að svara í ítarlegri grein á Vísindavefnum sem birtist í dag. Ljóst er að ýmislegt hefur áhrif á það hversu alvarlega fólk veikist af kórónuveirunni. Undirliggjandi sjúkdómar og aldur eru til að mynda þættir sem skipta máli í því samhengi, líkt og talsvert hefur verið fjallað um. Fyrstu tölur um dauðsföll af völdum veirunnar bentu jafnframt til þess að karlar væru í meiri hættu á að veikjast alvarlega af Covid-19 en konur. Þetta virðist rétt, að því er fram kemur í svari Arnars, en ekki er vitað hvort aðeins kynið sé þar áhrifaþáttur. Karlkyns öryggisverðir og kokkar í mestri hættu Lagt er mat á ýmsa áhættuþætti í OpenSAFELY, nýrri breskri rannsókn, þar sem greind voru gögn í sjúkraskrám sautján milljón Breta. Þessi gögn voru svo samþætt við lista yfir andlát af völdum Covid-19 og byggir á dánartíðni á tímabilinu 1. febrúar 2020 til 25. apríl 2020. Sky-fréttastofan greindi frá niðurstöðum rannsóknarinnar á vef sínum í gær. Þar var því slegið upp að karlkyns öryggisverðir, kokkar og leigubílstjórar væru á meðal þeirra sem líklegastir væru til að látast úr Covid-19. Enn fremur sýna niðurstöðurnar að hætta á andláti sýktra karlmanna var um tvöföld umfram kvenna. „Margar aðrar rannsóknir og greiningar hafa gefið svipað mynstur í mismunandi löndum, þó matið á áhættuaukningunni sé mismunandim“ segir í svari Arnars. Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði.Vísir/Þorbjörn Þórðarson Handþvottur og ónæmiskerfið En hvað skýrir þennan kynjamun? „Svarið er enn á huldu. Mögulega er munurinn vegna ytri aðstæðna, umhverfis í sinni víðustu mynd, eða innri þátta, það er erfða og lífeðlisfræði. Eins gæti verið um samspil umhverfis og erfða að ræða,“ skrifar Arnar. Þannig gæti verið að kynjamunurinn skýrist af félagslegum, menningarlegum eða atferlislegum þáttum að hluta. „Margar mismunandi tilgátur hafa verið settar fram. Hittast karlar oftar utan heimilis? Eru þeir með viðkvæmari öndunarfæri vegna vinnuumhverfis eða lifnaðarhátta? Þvo þeir sér sjaldnar um hendur og sýkjast því af stærri skammti af veirunni? Reykja karlmenn aðeins meira en konur og einnig oftar? Eðli málsins samkvæmt er mjög erfitt að meta þessa þætti, eins og umhverfisþætti almennt. Stóra áskorunin er að þættirnir skipta hundruðum og jafnvel þúsundum og mælingar á þeim eru mikilli óvissu háðar. Lífeðlisfræðilega eru konur og karlar þó ólík um marga þætti,“ segir í svari Arnars. Þá snúa margar tilgátur um mun á áhrifum veirunnar eftir kynjum um ónæmiskerfið. „Ein er sú að mismunur í sterabúskap karla og kvenna geti haft ólík áhrif á ónæmiskerfið. Önnur tilgáta er að vegna þess að X-litningar bera gen sem tengjast ónæmiskerfinu séu konur betur varðar með sín tvö eintök af þeim litningi. Því til stuðnings er sú staðreynd að genin fyrir ónæmisviðtakana TLR7 og TLR8 eru á X-litningi karla. Þessir viðtakar binda einþátta RNA úr veirum og ræsa ónæmiskerfið. Erfðaefni veirunnar sem veldur COVID-19 er einmitt á því formi,“ skrifar Arnar. Svar Arnars á Vísindavefnum má nálgast í heild hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri deyja á dvalarheimilum en sjúkrahúsum á Bretlandi Rúmlega 40 þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 á Bretlandi. Það er hæsta talan í Evrópu og eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, eða minnst 80.684. 12. maí 2020 10:56 Vísar gagnrýni á bug varðandi nýja eins metra reglu Enn dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar í Danmörku, þrátt fyrir að slakað hafi verið á takmörkunum í dönsku samfélagi. 12. maí 2020 10:26 Gekk út af blaðamannafundi eftir að hafa rifist við fréttamenn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gekk út af blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. 12. maí 2020 08:26 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Ýmislegt bendir til þess að karlar séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Ný bresk rannsókn sýnir fram á að karlmenn þar í landi áttu talsvert meira á hættu að látast úr veirunni en konur. En hvað veldur þessum kynjamun? Þessu reynir Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands, að svara í ítarlegri grein á Vísindavefnum sem birtist í dag. Ljóst er að ýmislegt hefur áhrif á það hversu alvarlega fólk veikist af kórónuveirunni. Undirliggjandi sjúkdómar og aldur eru til að mynda þættir sem skipta máli í því samhengi, líkt og talsvert hefur verið fjallað um. Fyrstu tölur um dauðsföll af völdum veirunnar bentu jafnframt til þess að karlar væru í meiri hættu á að veikjast alvarlega af Covid-19 en konur. Þetta virðist rétt, að því er fram kemur í svari Arnars, en ekki er vitað hvort aðeins kynið sé þar áhrifaþáttur. Karlkyns öryggisverðir og kokkar í mestri hættu Lagt er mat á ýmsa áhættuþætti í OpenSAFELY, nýrri breskri rannsókn, þar sem greind voru gögn í sjúkraskrám sautján milljón Breta. Þessi gögn voru svo samþætt við lista yfir andlát af völdum Covid-19 og byggir á dánartíðni á tímabilinu 1. febrúar 2020 til 25. apríl 2020. Sky-fréttastofan greindi frá niðurstöðum rannsóknarinnar á vef sínum í gær. Þar var því slegið upp að karlkyns öryggisverðir, kokkar og leigubílstjórar væru á meðal þeirra sem líklegastir væru til að látast úr Covid-19. Enn fremur sýna niðurstöðurnar að hætta á andláti sýktra karlmanna var um tvöföld umfram kvenna. „Margar aðrar rannsóknir og greiningar hafa gefið svipað mynstur í mismunandi löndum, þó matið á áhættuaukningunni sé mismunandim“ segir í svari Arnars. Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði.Vísir/Þorbjörn Þórðarson Handþvottur og ónæmiskerfið En hvað skýrir þennan kynjamun? „Svarið er enn á huldu. Mögulega er munurinn vegna ytri aðstæðna, umhverfis í sinni víðustu mynd, eða innri þátta, það er erfða og lífeðlisfræði. Eins gæti verið um samspil umhverfis og erfða að ræða,“ skrifar Arnar. Þannig gæti verið að kynjamunurinn skýrist af félagslegum, menningarlegum eða atferlislegum þáttum að hluta. „Margar mismunandi tilgátur hafa verið settar fram. Hittast karlar oftar utan heimilis? Eru þeir með viðkvæmari öndunarfæri vegna vinnuumhverfis eða lifnaðarhátta? Þvo þeir sér sjaldnar um hendur og sýkjast því af stærri skammti af veirunni? Reykja karlmenn aðeins meira en konur og einnig oftar? Eðli málsins samkvæmt er mjög erfitt að meta þessa þætti, eins og umhverfisþætti almennt. Stóra áskorunin er að þættirnir skipta hundruðum og jafnvel þúsundum og mælingar á þeim eru mikilli óvissu háðar. Lífeðlisfræðilega eru konur og karlar þó ólík um marga þætti,“ segir í svari Arnars. Þá snúa margar tilgátur um mun á áhrifum veirunnar eftir kynjum um ónæmiskerfið. „Ein er sú að mismunur í sterabúskap karla og kvenna geti haft ólík áhrif á ónæmiskerfið. Önnur tilgáta er að vegna þess að X-litningar bera gen sem tengjast ónæmiskerfinu séu konur betur varðar með sín tvö eintök af þeim litningi. Því til stuðnings er sú staðreynd að genin fyrir ónæmisviðtakana TLR7 og TLR8 eru á X-litningi karla. Þessir viðtakar binda einþátta RNA úr veirum og ræsa ónæmiskerfið. Erfðaefni veirunnar sem veldur COVID-19 er einmitt á því formi,“ skrifar Arnar. Svar Arnars á Vísindavefnum má nálgast í heild hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri deyja á dvalarheimilum en sjúkrahúsum á Bretlandi Rúmlega 40 þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 á Bretlandi. Það er hæsta talan í Evrópu og eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, eða minnst 80.684. 12. maí 2020 10:56 Vísar gagnrýni á bug varðandi nýja eins metra reglu Enn dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar í Danmörku, þrátt fyrir að slakað hafi verið á takmörkunum í dönsku samfélagi. 12. maí 2020 10:26 Gekk út af blaðamannafundi eftir að hafa rifist við fréttamenn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gekk út af blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. 12. maí 2020 08:26 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Fleiri deyja á dvalarheimilum en sjúkrahúsum á Bretlandi Rúmlega 40 þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 á Bretlandi. Það er hæsta talan í Evrópu og eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, eða minnst 80.684. 12. maí 2020 10:56
Vísar gagnrýni á bug varðandi nýja eins metra reglu Enn dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar í Danmörku, þrátt fyrir að slakað hafi verið á takmörkunum í dönsku samfélagi. 12. maí 2020 10:26
Gekk út af blaðamannafundi eftir að hafa rifist við fréttamenn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gekk út af blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. 12. maí 2020 08:26