Öryggismál Uber undir kastljósinu eftir að bílstjóri skaut sex manns til bana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2016 23:37 Jason Dalton. vísir/getty Öryggismál leigubílaþjónustunnar Uber eru enn einu sinni undir kastljósi fjölmiðla eftir að bílstjóri sem keyrði undir merkjum Uber skaut sex til bana og særði tvo í borginni Kalamazoo í Michigan í Bandaríkjunum um helgina. Bílstjórinn, Jason Dalton, sótti og skilaði af sér farþegum á laugardag en þar sem hann keyrði um borgina skaut hann fólk af handahófi að því er virðist vera. Hann var handtekinn um helgina. Skotárásin hefur ýtt undir umræðu í Bandaríkjunum um hversu örugg þjónusta Uber er en fyrirtækið berst nú gegn því að þurfa að láta bílstjóra sína fara í gegnum bakgrunnsskoðun sem bandarísk yfirvöld framkvæma. Fyrirtækið gerir sjálft sína eigin skoðun á bakgrunni þeirra sem vilja keyra fyrir það en skoðunin er að margra mati ófullnægjandi. Til að mynda hittir enginn fulltrúi Uber bílstjórana áður en þeir byrja að keyra. Nýlega gekkst svo fyrirtækið undir sátt í San Fransisco í kjölfar þess að höfðað mál gegn því þar sem það hafði logið að viðskiptavinum sínum um hvernig öryggismálum væri háttað. Þá komu upp nokkur mál í Texas fyrr í vetur þar sem nokkrir Uber-bílstjórar voru sakaðir um að hafa kynferðislega áreitt konur sem þeir voru að keyra. Dalton var ekki með neinn sakaferil þar til á laugardaginn þegar hann hóf að skjóta fólk til bana. Talsmaður herferðar sem berst fyrir auknu öryggi á leigubílamarkaðnum segir að þrátt fyrir það hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir að hann færi að keyra fyrir Uber, til að mynda ef einhver hefði hitt áður en hann tæki til starfa. Uber sendi frá yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kalamazoo. Í henni segir að fyrirtækið harmi málið og það sé að gera allt sem það getur til að aðstoða lögregluna við rannsókn þess. Tengdar fréttir Sex látnir eftir enn eina skotárásina í Bandaríkjunum Svo virðist sem að árárásmaðurinn hafi keyrt á milli og skotið fólk af handahófi. 21. febrúar 2016 08:45 Þingmaður Framsóknarflokksins vill leigubílakerfið Uber til Íslands Haraldur Einarsson vill samgöngukerfi sem byggir á rafmagnsbílum, sjálfkeyrandi bílum og leigubílakerfinu Uber. 30. júní 2015 12:11 Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Leigubílstjórar í London stöðvuðu umferð til að mótmæla Uber Þúsundir leigubíla var lagt á götum í kringum breska þinghúsið og heimili forsætisráðherrans í um hálfa aðra klukkustund í dag. 10. febrúar 2016 23:43 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Öryggismál leigubílaþjónustunnar Uber eru enn einu sinni undir kastljósi fjölmiðla eftir að bílstjóri sem keyrði undir merkjum Uber skaut sex til bana og særði tvo í borginni Kalamazoo í Michigan í Bandaríkjunum um helgina. Bílstjórinn, Jason Dalton, sótti og skilaði af sér farþegum á laugardag en þar sem hann keyrði um borgina skaut hann fólk af handahófi að því er virðist vera. Hann var handtekinn um helgina. Skotárásin hefur ýtt undir umræðu í Bandaríkjunum um hversu örugg þjónusta Uber er en fyrirtækið berst nú gegn því að þurfa að láta bílstjóra sína fara í gegnum bakgrunnsskoðun sem bandarísk yfirvöld framkvæma. Fyrirtækið gerir sjálft sína eigin skoðun á bakgrunni þeirra sem vilja keyra fyrir það en skoðunin er að margra mati ófullnægjandi. Til að mynda hittir enginn fulltrúi Uber bílstjórana áður en þeir byrja að keyra. Nýlega gekkst svo fyrirtækið undir sátt í San Fransisco í kjölfar þess að höfðað mál gegn því þar sem það hafði logið að viðskiptavinum sínum um hvernig öryggismálum væri háttað. Þá komu upp nokkur mál í Texas fyrr í vetur þar sem nokkrir Uber-bílstjórar voru sakaðir um að hafa kynferðislega áreitt konur sem þeir voru að keyra. Dalton var ekki með neinn sakaferil þar til á laugardaginn þegar hann hóf að skjóta fólk til bana. Talsmaður herferðar sem berst fyrir auknu öryggi á leigubílamarkaðnum segir að þrátt fyrir það hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir að hann færi að keyra fyrir Uber, til að mynda ef einhver hefði hitt áður en hann tæki til starfa. Uber sendi frá yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kalamazoo. Í henni segir að fyrirtækið harmi málið og það sé að gera allt sem það getur til að aðstoða lögregluna við rannsókn þess.
Tengdar fréttir Sex látnir eftir enn eina skotárásina í Bandaríkjunum Svo virðist sem að árárásmaðurinn hafi keyrt á milli og skotið fólk af handahófi. 21. febrúar 2016 08:45 Þingmaður Framsóknarflokksins vill leigubílakerfið Uber til Íslands Haraldur Einarsson vill samgöngukerfi sem byggir á rafmagnsbílum, sjálfkeyrandi bílum og leigubílakerfinu Uber. 30. júní 2015 12:11 Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Leigubílstjórar í London stöðvuðu umferð til að mótmæla Uber Þúsundir leigubíla var lagt á götum í kringum breska þinghúsið og heimili forsætisráðherrans í um hálfa aðra klukkustund í dag. 10. febrúar 2016 23:43 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sex látnir eftir enn eina skotárásina í Bandaríkjunum Svo virðist sem að árárásmaðurinn hafi keyrt á milli og skotið fólk af handahófi. 21. febrúar 2016 08:45
Þingmaður Framsóknarflokksins vill leigubílakerfið Uber til Íslands Haraldur Einarsson vill samgöngukerfi sem byggir á rafmagnsbílum, sjálfkeyrandi bílum og leigubílakerfinu Uber. 30. júní 2015 12:11
Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45
Leigubílstjórar í London stöðvuðu umferð til að mótmæla Uber Þúsundir leigubíla var lagt á götum í kringum breska þinghúsið og heimili forsætisráðherrans í um hálfa aðra klukkustund í dag. 10. febrúar 2016 23:43
Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent