Hverjir mega fæðast? Ívar Halldórsson skrifar 22. febrúar 2016 09:53 Árið 1993 var ákveðið að leita að litningagöllum í ófæddum börnum. Með því að sjá hvort barnið hafi galla er hægt í framhaldinu að ákveða hvort það lendi í úrvalsliðinu - þeim hópi sem fær inngöngu inn í veröld ástar og friðar. Árið 2001 var svo ákveðið að allar konur gætu hafnað gölluðu barni, t.d. barni með Downs-heilkenni. Óli er fatlaður. Hann fæddist svoleiðis. Hann er með Downs-heilkenni og þarf auk þess að vera í hjólastól. Hann þarf mikla umönnun þótt hann geti gert ótal margt sjálfur. Hann er sko ekki heimskur. Hann er líka 13 ára. Hann elskar að leika sér úti, klappa kisum, fara í bíó og borða saltað poppkorn, tala við ömmu sína og teikna myndir af bílum. Hann elskar líka að syngja. Uppáhalds hljómsveitin hans er Bon Jovi. Hann elskar lífið. Óli heyrði einu sinni mömmu sína segja við pabba sinn að börn eins og hann væru ekki eins velkomin í samfélag okkar eins og „fullkomnu“ börnin, þ.e. börn sem eru ekki „gölluð“ eins og hann. Læknar voru meira að segja byrjaðir að reikna út hvaða börn kostuðu hugsanlega of mikið fyrir tilvonandi foreldra sína. Ef mögulegt væri að barnið yrði fatlað eins og Óli gætu foreldrarnir bara beðið lækninn um að drepa barnið á meðan það var enn inni í mömmu sinni. Óla hryllti við hugsuninni. En svona var nú tæknin orðin sniðug. Hann hafði þó verið heppinn fannst honum að mamma hans leyfði honum að fæðast og vera til. Óla varð oft hugsað til Bjössa í næsta húsi sem var 27 ára gamall. Engir fósturgallar fundust á Bjössa þegar hann var enn inni í mömmu sinni. Hann hafði samt stungið mann, stolið peningum og verið mörg ár í fangelsi. Hann var alltaf reiður og öskraði oft á ömmu sína sem hann bjó stundum hjá – af því að hann hataði víst mömmu sína. Hann hafði fæðst gallalaus – alveg öfugt við Óla. Óli vissi að hann myndi aldrei dirfast að vera vondur við neinn – hvað þá að stela peningum. Óli velti því fyrir sér hvort mamma og pabbi Bjössa hefðu ákveðið að eyða honum inni í mömmu sinni ef þau hefðu vitað að hann myndi verða svona vondur og kostað ættingja sína og samfélag svona mikinn pening. Tæknin var orðin svo mikil að nú hlytu læknarnir bráðum að geta séð hverjir verða vondir og hverji verða góðir, hverjir yrðu fjárglæframenn, hverjir nauðgarar og hverjir myndu stela undan skatti. Það myndi örugglega vera gott fyrir mömmur að þurfa bara að fæða börn sem kosta ekki mikið, eru góð, ekki til skammar og búa ekki til vesen fyrir þær. Ég fór í orðabók og fletti upp orðinu „fóstur“. Orðið er skilgreint sem barn í móðurkviði. Þá fletti ég upp orðinu „eyðing“. Þetta orð táknar m.a. „að drepa“ „tortíma“ eða „útrýma“. Ég veigra mér við að setja þessi tvö orð saman hér í þessum pistli því að útkoman er afar ólæknisfræðileg og hljómar alls ekki mannúðlega. Í Læknablaðinu frá árinu 1997 er orðið „fóstur“ skilgreint á eftirfarandi hátt: „Rétt er að vekja athygli á skýringu íslensku orðabókarinnar á orðinu fóstur: afkvœmi (barn) í móðurkviði (á hvað stigi sem er milli eggfrjóvgunar og fœðingar). Fósturfræðin takmarkar hins vegar notkun á heitinu fetus við tímabilið frá lokum áttundu viku meðgöngu til fæðingar. Fyrir þann tíma nefnist hið verðandi afkvæmi embryo eða fósturvísir.“ Inni á doktor.is er fólki ráðlagt að bíða ekki lengur með að eyða afkvæmi en fram á 16. viku meðgöngutímans – eða 8 vikum eftir að fósturvísir breytist í barn skv. fósturfræðinni. Ef miða á við fósturfræðina er því í lagi að eyða fóstri 8 vikum eftir að fósturvísir hefur breyst í barn. Það vekur þá einnig athygli að ekki virðist vera gert ráð fyrir bráðum þroska fósturvísa - þ.e. að í einhverjum tilfellum geti fósturvísir breyst í barn eftir sjö vikur í stað átta. Samkvæmt sérfræðingum virðast töfrarnir eiga sér stað eftir nákvæmlega átta vikur; hvort sem um fatlað barn er að ræða eða ekki. Ég átta mig þó ekki alveg á því hvaða töfrar gerast eftir nákvæmlega 16 vikna meðgöngu, upp á dag – enda er ég enginn sérfræðingur á þessu sviði. Ég neyðist eins og svo margir aðrir til að leggja bara saman tvo og tvo út frá misvísandi og mis-sannfærandi vangaveltum sérfræðinga. Salvör Nordal, hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, sagði nýlega í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni að það hljóti að skipta tilvonandi foreldra máli hvort ófæddir einstaklingar séu velkomnir inn í samfélag okkar, þrátt fyrir sína meðfæddu galla, þegar þeir standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort barnið fái að halda lífi. Salvör sagði þetta: „Þetta er ekki bara ákvörðun einstaklingsins um þessa valkosti. Þetta er samfélagsleg ákvörðun. Hvers konar samfélag viljum við skapa"..."er þetta samfélag sem lítur á þá (fötluðu einstaklingana) sem jafningja, eða ekki. Það er grunnspurninginn.“ Okkur finnst kvikindislegt þegar fullfæddu, fötluðu barni er meinaður aðgangur í afmælisveislu á þeim forsendum að hann takmarki gæði veislunnar með fötlun sinni. Ef við lítum á lífið sem gleðiviðburð, er þá ekki jafn kvikindislegt að meina fötluðum aðgang í slíka stórveislu á þeim forsendum að hann geri okkur erfiðara fyrir? Fyrir mitt leyti myndi ég ekki treysta mér til að taka rétta ákvörðun þegar kemur að því að dæma ófæddan einstakling til dauða eða lífs. Erum við mannfólkið nógu fullkomið til að geta dansað á þessu gráa svæði milli lífs og dauða? Er okkur treystandi til að taka alltaf rétta ákvörðum um það hverjir eiga rétt á að vera í samfélags-elítunni? Eigum við yfirleitt að vera að ákveða hvaða börn eru verðug að taka við kórónu lífsins? Við sem í breyskleika okkar erum oft að taka vitlausar og fljótfærnislegar ákvarðanir í lífinu og erum stöðugt að sjá okkur um hönd. Erum við hugsanlega á hálum í ís hvað þetta varðar? Ég bara spyr. Ég er endalaust þakklátur móður minni fyrir að hafa, þrátt fyrir ófullkomnar aðstæður sínar á yngri árum, hleypt mér inn í þessa fallegu veröld þar sem ég nýt lífsins hvern dag með fjölskyldu og vinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1993 var ákveðið að leita að litningagöllum í ófæddum börnum. Með því að sjá hvort barnið hafi galla er hægt í framhaldinu að ákveða hvort það lendi í úrvalsliðinu - þeim hópi sem fær inngöngu inn í veröld ástar og friðar. Árið 2001 var svo ákveðið að allar konur gætu hafnað gölluðu barni, t.d. barni með Downs-heilkenni. Óli er fatlaður. Hann fæddist svoleiðis. Hann er með Downs-heilkenni og þarf auk þess að vera í hjólastól. Hann þarf mikla umönnun þótt hann geti gert ótal margt sjálfur. Hann er sko ekki heimskur. Hann er líka 13 ára. Hann elskar að leika sér úti, klappa kisum, fara í bíó og borða saltað poppkorn, tala við ömmu sína og teikna myndir af bílum. Hann elskar líka að syngja. Uppáhalds hljómsveitin hans er Bon Jovi. Hann elskar lífið. Óli heyrði einu sinni mömmu sína segja við pabba sinn að börn eins og hann væru ekki eins velkomin í samfélag okkar eins og „fullkomnu“ börnin, þ.e. börn sem eru ekki „gölluð“ eins og hann. Læknar voru meira að segja byrjaðir að reikna út hvaða börn kostuðu hugsanlega of mikið fyrir tilvonandi foreldra sína. Ef mögulegt væri að barnið yrði fatlað eins og Óli gætu foreldrarnir bara beðið lækninn um að drepa barnið á meðan það var enn inni í mömmu sinni. Óla hryllti við hugsuninni. En svona var nú tæknin orðin sniðug. Hann hafði þó verið heppinn fannst honum að mamma hans leyfði honum að fæðast og vera til. Óla varð oft hugsað til Bjössa í næsta húsi sem var 27 ára gamall. Engir fósturgallar fundust á Bjössa þegar hann var enn inni í mömmu sinni. Hann hafði samt stungið mann, stolið peningum og verið mörg ár í fangelsi. Hann var alltaf reiður og öskraði oft á ömmu sína sem hann bjó stundum hjá – af því að hann hataði víst mömmu sína. Hann hafði fæðst gallalaus – alveg öfugt við Óla. Óli vissi að hann myndi aldrei dirfast að vera vondur við neinn – hvað þá að stela peningum. Óli velti því fyrir sér hvort mamma og pabbi Bjössa hefðu ákveðið að eyða honum inni í mömmu sinni ef þau hefðu vitað að hann myndi verða svona vondur og kostað ættingja sína og samfélag svona mikinn pening. Tæknin var orðin svo mikil að nú hlytu læknarnir bráðum að geta séð hverjir verða vondir og hverji verða góðir, hverjir yrðu fjárglæframenn, hverjir nauðgarar og hverjir myndu stela undan skatti. Það myndi örugglega vera gott fyrir mömmur að þurfa bara að fæða börn sem kosta ekki mikið, eru góð, ekki til skammar og búa ekki til vesen fyrir þær. Ég fór í orðabók og fletti upp orðinu „fóstur“. Orðið er skilgreint sem barn í móðurkviði. Þá fletti ég upp orðinu „eyðing“. Þetta orð táknar m.a. „að drepa“ „tortíma“ eða „útrýma“. Ég veigra mér við að setja þessi tvö orð saman hér í þessum pistli því að útkoman er afar ólæknisfræðileg og hljómar alls ekki mannúðlega. Í Læknablaðinu frá árinu 1997 er orðið „fóstur“ skilgreint á eftirfarandi hátt: „Rétt er að vekja athygli á skýringu íslensku orðabókarinnar á orðinu fóstur: afkvœmi (barn) í móðurkviði (á hvað stigi sem er milli eggfrjóvgunar og fœðingar). Fósturfræðin takmarkar hins vegar notkun á heitinu fetus við tímabilið frá lokum áttundu viku meðgöngu til fæðingar. Fyrir þann tíma nefnist hið verðandi afkvæmi embryo eða fósturvísir.“ Inni á doktor.is er fólki ráðlagt að bíða ekki lengur með að eyða afkvæmi en fram á 16. viku meðgöngutímans – eða 8 vikum eftir að fósturvísir breytist í barn skv. fósturfræðinni. Ef miða á við fósturfræðina er því í lagi að eyða fóstri 8 vikum eftir að fósturvísir hefur breyst í barn. Það vekur þá einnig athygli að ekki virðist vera gert ráð fyrir bráðum þroska fósturvísa - þ.e. að í einhverjum tilfellum geti fósturvísir breyst í barn eftir sjö vikur í stað átta. Samkvæmt sérfræðingum virðast töfrarnir eiga sér stað eftir nákvæmlega átta vikur; hvort sem um fatlað barn er að ræða eða ekki. Ég átta mig þó ekki alveg á því hvaða töfrar gerast eftir nákvæmlega 16 vikna meðgöngu, upp á dag – enda er ég enginn sérfræðingur á þessu sviði. Ég neyðist eins og svo margir aðrir til að leggja bara saman tvo og tvo út frá misvísandi og mis-sannfærandi vangaveltum sérfræðinga. Salvör Nordal, hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, sagði nýlega í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni að það hljóti að skipta tilvonandi foreldra máli hvort ófæddir einstaklingar séu velkomnir inn í samfélag okkar, þrátt fyrir sína meðfæddu galla, þegar þeir standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort barnið fái að halda lífi. Salvör sagði þetta: „Þetta er ekki bara ákvörðun einstaklingsins um þessa valkosti. Þetta er samfélagsleg ákvörðun. Hvers konar samfélag viljum við skapa"..."er þetta samfélag sem lítur á þá (fötluðu einstaklingana) sem jafningja, eða ekki. Það er grunnspurninginn.“ Okkur finnst kvikindislegt þegar fullfæddu, fötluðu barni er meinaður aðgangur í afmælisveislu á þeim forsendum að hann takmarki gæði veislunnar með fötlun sinni. Ef við lítum á lífið sem gleðiviðburð, er þá ekki jafn kvikindislegt að meina fötluðum aðgang í slíka stórveislu á þeim forsendum að hann geri okkur erfiðara fyrir? Fyrir mitt leyti myndi ég ekki treysta mér til að taka rétta ákvörðun þegar kemur að því að dæma ófæddan einstakling til dauða eða lífs. Erum við mannfólkið nógu fullkomið til að geta dansað á þessu gráa svæði milli lífs og dauða? Er okkur treystandi til að taka alltaf rétta ákvörðum um það hverjir eiga rétt á að vera í samfélags-elítunni? Eigum við yfirleitt að vera að ákveða hvaða börn eru verðug að taka við kórónu lífsins? Við sem í breyskleika okkar erum oft að taka vitlausar og fljótfærnislegar ákvarðanir í lífinu og erum stöðugt að sjá okkur um hönd. Erum við hugsanlega á hálum í ís hvað þetta varðar? Ég bara spyr. Ég er endalaust þakklátur móður minni fyrir að hafa, þrátt fyrir ófullkomnar aðstæður sínar á yngri árum, hleypt mér inn í þessa fallegu veröld þar sem ég nýt lífsins hvern dag með fjölskyldu og vinum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun