Erlent

Fimm brimbretta­menn fórust í Hollandi

Atli Ísleifsson skrifar
Sterkir vindar og mikill straumþungi eru talin hafa átt þátt í harmleiknum.
Sterkir vindar og mikill straumþungi eru talin hafa átt þátt í harmleiknum. EPA

Lögregla í Hollandi hafa staðfest að fimm brimbrettamenn hafi farist undan ströndum landsins. Sterkir vindar og straumar eru taldir hafa átt þátt í dauða fólksins.

Björgunaraðilar náði þremur líkum úr sjónum í dag, en í gærkvöldi fundust tveir sem voru úrskurðaðir látnir skömmu síðar.

Brimbrettafólkið fórst undan strönd Scheveningen, nærri Haag. Hollenskir fjölmiðlar segja hin látnu hafa verið reynslumikla brimbrettakappa.

Mikið löður torvaldaði líka leitaraðgerðir og voru þyrlur notaðar til að fjarlægja löðrið í leitinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×