Hver borgar reikninginn? Snær Snæbjörnsson skrifar 22. febrúar 2016 13:10 „En…HVER BORGAR REIKNINGINN?” virðist alltaf vera með því fyrsta, sem sjálfskipaðir verðir réttvísinnar spyrja í athugasemdakerfi fréttamiðla þegar útlendingar þurfa aðstoð björgunarsveitarmanna - og kvenna. Útlendir ferðamenn koma hingað til lands, oftar en ekki beinlínis í þeim tilgangi að glíma við landið og náttúruöflin, og þegar þeir lenda undir ratar það oftast í fjölmiðla. Yfirleitt við aðstæður sem hljóma fáránlega og jaðra við að vera heimskulegar í eyrum okkar Íslendinga, sem vitum að Ísland er fjórfaldur héraðsmeistari í glímu og hart í horn að taka. Við sem erum fædd hér og uppalin vitum eðlilega flest hve hættulegt landið getur verið. Gott dæmi eru nýlegar fréttir af ferðamönnum sem höfðu hætt sér út á jaka við Jökulsárlón í von um að skoða selaþyrpingu. Eftir að hafa alist upp á sveitabæ við stöðuvatn var mér sagt frá blautu barnsbeini að fara ekki út á ísinn sem myndast ofan á stöðuvatninu á veturna. En þvert á móti viðvaranir foreldra minna og betri sannfæringu fór ég samt þó nokkrum sinnum út á ísinn (sorrý mamma og pabbi!). Ég taldi mig vera að bjóða náttúruöflunum birginn með því að fara út á ísinn, ekki ósvipað landkönnuði sem rannsakar nýjar og ótroðnar slóðir. Nú kann einhver að segja að ég hafi bara verið krakki, en á móti kemur að ég vissi betur - en ævintýraþráin og spennufíknin varð yfirsterkari. Sjáið til, maðurinn gerir oft órökrétta hluti. Tökum reykingar sem dæmi. Hvers vegna byrjar fólk að reykja? Til að vera töff? Til að elta hópinn? Af því að það er bannað og spennandi? Eða gerist það bara í hugsunarleysi? En þá gæti einhver sagt að sígarettur skaði að minnsta kosti bara þá sem neyta þeirra. Samkvæmt læknablaðinu kosta reykingar samfélagið 30 milljarða árlega, en tekjur af sölu tóbaks eru eingöngu 7 milljarðar. Það er 23 milljarðar í mínus jöfnuð - skamm reykingafólk, skamm! Sígarettur megi þó eiga það að þær vekja ekki björgunarfólk til þess að láta bjarga sér um miðjar nætur. Ekki nema kannski einstaka reykingamenn innan björgunarsveitanna. En aftur að málinu, mannvonskan sem fylgdi athugasemdum umræddar fréttar var ekki ný af nálinni; annað hvort vildi fólk láta blessaða ferðamennina reka lengra út á þetta dýpsta vatn landsins, eða senda þeim himinháan reikning fyrir þjónustu sem margir Íslendingar hafa þurft að nýta sér alveg ókeypis, alveg eins og blessaðir ferðamennirnir. Í dag á ferðaþjónusta stærstu hlutdeild í útflutningi vöru og þjónustu og er ennþá ört vaxandi iðnaður. Hún spilaði einnig lykilhlutverk í efnahagsbatanum eftir bankahrunið 2008. Hlutur ferðaþjónustunnar var 28% árið 2014, samanborið við 23% hlut sjávarútvegs, og voru gjaldeyristekjur um 300 milljarðar af ferðamönnum hérlendis og erlendis sama ár. Þannig að ferðamenn eru löngu búnir að borga reikninginn og gáfu ríflegt þjórfé í þokkabót. Væri því ekki nær að í staðinn fyrir að hneykslast á Goretex-klæddum vinum okkar, að setja upp varúðarmerkingar og gera auknar öryggisráðstafanir á vinsælum ferðamannastöðum. Hætturnar koma kannski jafn flatt upp á þá og annars stigs sólbruni á þriðja degi sumarfrís koma upp á freknóttan Íslending á Benedorm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
„En…HVER BORGAR REIKNINGINN?” virðist alltaf vera með því fyrsta, sem sjálfskipaðir verðir réttvísinnar spyrja í athugasemdakerfi fréttamiðla þegar útlendingar þurfa aðstoð björgunarsveitarmanna - og kvenna. Útlendir ferðamenn koma hingað til lands, oftar en ekki beinlínis í þeim tilgangi að glíma við landið og náttúruöflin, og þegar þeir lenda undir ratar það oftast í fjölmiðla. Yfirleitt við aðstæður sem hljóma fáránlega og jaðra við að vera heimskulegar í eyrum okkar Íslendinga, sem vitum að Ísland er fjórfaldur héraðsmeistari í glímu og hart í horn að taka. Við sem erum fædd hér og uppalin vitum eðlilega flest hve hættulegt landið getur verið. Gott dæmi eru nýlegar fréttir af ferðamönnum sem höfðu hætt sér út á jaka við Jökulsárlón í von um að skoða selaþyrpingu. Eftir að hafa alist upp á sveitabæ við stöðuvatn var mér sagt frá blautu barnsbeini að fara ekki út á ísinn sem myndast ofan á stöðuvatninu á veturna. En þvert á móti viðvaranir foreldra minna og betri sannfæringu fór ég samt þó nokkrum sinnum út á ísinn (sorrý mamma og pabbi!). Ég taldi mig vera að bjóða náttúruöflunum birginn með því að fara út á ísinn, ekki ósvipað landkönnuði sem rannsakar nýjar og ótroðnar slóðir. Nú kann einhver að segja að ég hafi bara verið krakki, en á móti kemur að ég vissi betur - en ævintýraþráin og spennufíknin varð yfirsterkari. Sjáið til, maðurinn gerir oft órökrétta hluti. Tökum reykingar sem dæmi. Hvers vegna byrjar fólk að reykja? Til að vera töff? Til að elta hópinn? Af því að það er bannað og spennandi? Eða gerist það bara í hugsunarleysi? En þá gæti einhver sagt að sígarettur skaði að minnsta kosti bara þá sem neyta þeirra. Samkvæmt læknablaðinu kosta reykingar samfélagið 30 milljarða árlega, en tekjur af sölu tóbaks eru eingöngu 7 milljarðar. Það er 23 milljarðar í mínus jöfnuð - skamm reykingafólk, skamm! Sígarettur megi þó eiga það að þær vekja ekki björgunarfólk til þess að láta bjarga sér um miðjar nætur. Ekki nema kannski einstaka reykingamenn innan björgunarsveitanna. En aftur að málinu, mannvonskan sem fylgdi athugasemdum umræddar fréttar var ekki ný af nálinni; annað hvort vildi fólk láta blessaða ferðamennina reka lengra út á þetta dýpsta vatn landsins, eða senda þeim himinháan reikning fyrir þjónustu sem margir Íslendingar hafa þurft að nýta sér alveg ókeypis, alveg eins og blessaðir ferðamennirnir. Í dag á ferðaþjónusta stærstu hlutdeild í útflutningi vöru og þjónustu og er ennþá ört vaxandi iðnaður. Hún spilaði einnig lykilhlutverk í efnahagsbatanum eftir bankahrunið 2008. Hlutur ferðaþjónustunnar var 28% árið 2014, samanborið við 23% hlut sjávarútvegs, og voru gjaldeyristekjur um 300 milljarðar af ferðamönnum hérlendis og erlendis sama ár. Þannig að ferðamenn eru löngu búnir að borga reikninginn og gáfu ríflegt þjórfé í þokkabót. Væri því ekki nær að í staðinn fyrir að hneykslast á Goretex-klæddum vinum okkar, að setja upp varúðarmerkingar og gera auknar öryggisráðstafanir á vinsælum ferðamannastöðum. Hætturnar koma kannski jafn flatt upp á þá og annars stigs sólbruni á þriðja degi sumarfrís koma upp á freknóttan Íslending á Benedorm.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun