Hver borgar reikninginn? Snær Snæbjörnsson skrifar 22. febrúar 2016 13:10 „En…HVER BORGAR REIKNINGINN?” virðist alltaf vera með því fyrsta, sem sjálfskipaðir verðir réttvísinnar spyrja í athugasemdakerfi fréttamiðla þegar útlendingar þurfa aðstoð björgunarsveitarmanna - og kvenna. Útlendir ferðamenn koma hingað til lands, oftar en ekki beinlínis í þeim tilgangi að glíma við landið og náttúruöflin, og þegar þeir lenda undir ratar það oftast í fjölmiðla. Yfirleitt við aðstæður sem hljóma fáránlega og jaðra við að vera heimskulegar í eyrum okkar Íslendinga, sem vitum að Ísland er fjórfaldur héraðsmeistari í glímu og hart í horn að taka. Við sem erum fædd hér og uppalin vitum eðlilega flest hve hættulegt landið getur verið. Gott dæmi eru nýlegar fréttir af ferðamönnum sem höfðu hætt sér út á jaka við Jökulsárlón í von um að skoða selaþyrpingu. Eftir að hafa alist upp á sveitabæ við stöðuvatn var mér sagt frá blautu barnsbeini að fara ekki út á ísinn sem myndast ofan á stöðuvatninu á veturna. En þvert á móti viðvaranir foreldra minna og betri sannfæringu fór ég samt þó nokkrum sinnum út á ísinn (sorrý mamma og pabbi!). Ég taldi mig vera að bjóða náttúruöflunum birginn með því að fara út á ísinn, ekki ósvipað landkönnuði sem rannsakar nýjar og ótroðnar slóðir. Nú kann einhver að segja að ég hafi bara verið krakki, en á móti kemur að ég vissi betur - en ævintýraþráin og spennufíknin varð yfirsterkari. Sjáið til, maðurinn gerir oft órökrétta hluti. Tökum reykingar sem dæmi. Hvers vegna byrjar fólk að reykja? Til að vera töff? Til að elta hópinn? Af því að það er bannað og spennandi? Eða gerist það bara í hugsunarleysi? En þá gæti einhver sagt að sígarettur skaði að minnsta kosti bara þá sem neyta þeirra. Samkvæmt læknablaðinu kosta reykingar samfélagið 30 milljarða árlega, en tekjur af sölu tóbaks eru eingöngu 7 milljarðar. Það er 23 milljarðar í mínus jöfnuð - skamm reykingafólk, skamm! Sígarettur megi þó eiga það að þær vekja ekki björgunarfólk til þess að láta bjarga sér um miðjar nætur. Ekki nema kannski einstaka reykingamenn innan björgunarsveitanna. En aftur að málinu, mannvonskan sem fylgdi athugasemdum umræddar fréttar var ekki ný af nálinni; annað hvort vildi fólk láta blessaða ferðamennina reka lengra út á þetta dýpsta vatn landsins, eða senda þeim himinháan reikning fyrir þjónustu sem margir Íslendingar hafa þurft að nýta sér alveg ókeypis, alveg eins og blessaðir ferðamennirnir. Í dag á ferðaþjónusta stærstu hlutdeild í útflutningi vöru og þjónustu og er ennþá ört vaxandi iðnaður. Hún spilaði einnig lykilhlutverk í efnahagsbatanum eftir bankahrunið 2008. Hlutur ferðaþjónustunnar var 28% árið 2014, samanborið við 23% hlut sjávarútvegs, og voru gjaldeyristekjur um 300 milljarðar af ferðamönnum hérlendis og erlendis sama ár. Þannig að ferðamenn eru löngu búnir að borga reikninginn og gáfu ríflegt þjórfé í þokkabót. Væri því ekki nær að í staðinn fyrir að hneykslast á Goretex-klæddum vinum okkar, að setja upp varúðarmerkingar og gera auknar öryggisráðstafanir á vinsælum ferðamannastöðum. Hætturnar koma kannski jafn flatt upp á þá og annars stigs sólbruni á þriðja degi sumarfrís koma upp á freknóttan Íslending á Benedorm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
„En…HVER BORGAR REIKNINGINN?” virðist alltaf vera með því fyrsta, sem sjálfskipaðir verðir réttvísinnar spyrja í athugasemdakerfi fréttamiðla þegar útlendingar þurfa aðstoð björgunarsveitarmanna - og kvenna. Útlendir ferðamenn koma hingað til lands, oftar en ekki beinlínis í þeim tilgangi að glíma við landið og náttúruöflin, og þegar þeir lenda undir ratar það oftast í fjölmiðla. Yfirleitt við aðstæður sem hljóma fáránlega og jaðra við að vera heimskulegar í eyrum okkar Íslendinga, sem vitum að Ísland er fjórfaldur héraðsmeistari í glímu og hart í horn að taka. Við sem erum fædd hér og uppalin vitum eðlilega flest hve hættulegt landið getur verið. Gott dæmi eru nýlegar fréttir af ferðamönnum sem höfðu hætt sér út á jaka við Jökulsárlón í von um að skoða selaþyrpingu. Eftir að hafa alist upp á sveitabæ við stöðuvatn var mér sagt frá blautu barnsbeini að fara ekki út á ísinn sem myndast ofan á stöðuvatninu á veturna. En þvert á móti viðvaranir foreldra minna og betri sannfæringu fór ég samt þó nokkrum sinnum út á ísinn (sorrý mamma og pabbi!). Ég taldi mig vera að bjóða náttúruöflunum birginn með því að fara út á ísinn, ekki ósvipað landkönnuði sem rannsakar nýjar og ótroðnar slóðir. Nú kann einhver að segja að ég hafi bara verið krakki, en á móti kemur að ég vissi betur - en ævintýraþráin og spennufíknin varð yfirsterkari. Sjáið til, maðurinn gerir oft órökrétta hluti. Tökum reykingar sem dæmi. Hvers vegna byrjar fólk að reykja? Til að vera töff? Til að elta hópinn? Af því að það er bannað og spennandi? Eða gerist það bara í hugsunarleysi? En þá gæti einhver sagt að sígarettur skaði að minnsta kosti bara þá sem neyta þeirra. Samkvæmt læknablaðinu kosta reykingar samfélagið 30 milljarða árlega, en tekjur af sölu tóbaks eru eingöngu 7 milljarðar. Það er 23 milljarðar í mínus jöfnuð - skamm reykingafólk, skamm! Sígarettur megi þó eiga það að þær vekja ekki björgunarfólk til þess að láta bjarga sér um miðjar nætur. Ekki nema kannski einstaka reykingamenn innan björgunarsveitanna. En aftur að málinu, mannvonskan sem fylgdi athugasemdum umræddar fréttar var ekki ný af nálinni; annað hvort vildi fólk láta blessaða ferðamennina reka lengra út á þetta dýpsta vatn landsins, eða senda þeim himinháan reikning fyrir þjónustu sem margir Íslendingar hafa þurft að nýta sér alveg ókeypis, alveg eins og blessaðir ferðamennirnir. Í dag á ferðaþjónusta stærstu hlutdeild í útflutningi vöru og þjónustu og er ennþá ört vaxandi iðnaður. Hún spilaði einnig lykilhlutverk í efnahagsbatanum eftir bankahrunið 2008. Hlutur ferðaþjónustunnar var 28% árið 2014, samanborið við 23% hlut sjávarútvegs, og voru gjaldeyristekjur um 300 milljarðar af ferðamönnum hérlendis og erlendis sama ár. Þannig að ferðamenn eru löngu búnir að borga reikninginn og gáfu ríflegt þjórfé í þokkabót. Væri því ekki nær að í staðinn fyrir að hneykslast á Goretex-klæddum vinum okkar, að setja upp varúðarmerkingar og gera auknar öryggisráðstafanir á vinsælum ferðamannastöðum. Hætturnar koma kannski jafn flatt upp á þá og annars stigs sólbruni á þriðja degi sumarfrís koma upp á freknóttan Íslending á Benedorm.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun