35 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi Guðjón Helgason skrifar 12. júní 2007 12:26 Milan Martic var dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi í morgun. MYND/AP Milan Martic, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna Króatíu-Serba, var í morgun dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi í Króatíu á tíunda áratug síðustu aldar. Hann var sakaður um að hafa skipulagt þjóðernishreinsanir og önnur óhæfuverk. Það var alþjóða stríðsglæpadómstóllinn í Haag í Hollandi sem kvað upp dóminn í morgun. Réttarhöldin yfir Martic stóðu yfir í eitt og hálft ár, eða frá desemb 2005 og fram í janúar síðastliðinn. Martic, sem er fimmtíu og tveggja ára, barðist fyrir sjálfstæði Serba á árunum 1991 til 1995. Hann var leiðtogi Serba í Krajina-héraði í Króatíu. Hann var sakaður um að hafa skipulagt þjóðernishreinsanir og að hafa flutt alla aðra en Serba úr héraðinu með valdi. Hann var einni sakaður um að hafa skipulagt eldflaugaárás á Zagreb sem varð sjö manns að bana. Valdatíð Martic lauk þegar Króatar náðu Krajina-héraði á sitt vald 1995. Martic fór þá huldu höfði fram til ársins 2002 þegar hann gaf sig fram við dómstólinn. Í málflutningi saksóknara var því haldið fram að leiðtogar Serba hafi ætlað sér að leggja undir sig landsvæði Serba í Bosníu og Króatíu og stofna stórt sjálfstætt ríki. Martic var yfirmaður lögreglu á svæðinu áður en til átaka kom. Hann er sagður hafa hjálpað til við að þjálfa lögreglu og sérsveitir Serba og búa þær vopnum. Saksóknari sagði Martic hafa átt stóran þátt í miklu samsæri Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu. Martic er fyrsti leiðtoginn úr Krajina-héraði sem réttað er yfir. Fyrirrennari hans, Milan Babic, kom sér hjá réttarhöldum með því að játa á sig þjóðernishreinsanir og ofsóknir og var dæmdur í þrettán ára fangelsi 2004. Eftirlýstir leiðtogar Bosníu-Serba, þeir Ratko Mladic og Radovan Karadzic, ganga enn lausir. Erlent Fréttir Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Milan Martic, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna Króatíu-Serba, var í morgun dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi í Króatíu á tíunda áratug síðustu aldar. Hann var sakaður um að hafa skipulagt þjóðernishreinsanir og önnur óhæfuverk. Það var alþjóða stríðsglæpadómstóllinn í Haag í Hollandi sem kvað upp dóminn í morgun. Réttarhöldin yfir Martic stóðu yfir í eitt og hálft ár, eða frá desemb 2005 og fram í janúar síðastliðinn. Martic, sem er fimmtíu og tveggja ára, barðist fyrir sjálfstæði Serba á árunum 1991 til 1995. Hann var leiðtogi Serba í Krajina-héraði í Króatíu. Hann var sakaður um að hafa skipulagt þjóðernishreinsanir og að hafa flutt alla aðra en Serba úr héraðinu með valdi. Hann var einni sakaður um að hafa skipulagt eldflaugaárás á Zagreb sem varð sjö manns að bana. Valdatíð Martic lauk þegar Króatar náðu Krajina-héraði á sitt vald 1995. Martic fór þá huldu höfði fram til ársins 2002 þegar hann gaf sig fram við dómstólinn. Í málflutningi saksóknara var því haldið fram að leiðtogar Serba hafi ætlað sér að leggja undir sig landsvæði Serba í Bosníu og Króatíu og stofna stórt sjálfstætt ríki. Martic var yfirmaður lögreglu á svæðinu áður en til átaka kom. Hann er sagður hafa hjálpað til við að þjálfa lögreglu og sérsveitir Serba og búa þær vopnum. Saksóknari sagði Martic hafa átt stóran þátt í miklu samsæri Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu. Martic er fyrsti leiðtoginn úr Krajina-héraði sem réttað er yfir. Fyrirrennari hans, Milan Babic, kom sér hjá réttarhöldum með því að játa á sig þjóðernishreinsanir og ofsóknir og var dæmdur í þrettán ára fangelsi 2004. Eftirlýstir leiðtogar Bosníu-Serba, þeir Ratko Mladic og Radovan Karadzic, ganga enn lausir.
Erlent Fréttir Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira