Erlent

Hent fram af 15 hæða húsi

Óli Tynes skrifar
Þessum lífverði forsetans var hent fram af 15 hæða húsi.
Þessum lífverði forsetans var hent fram af 15 hæða húsi. MYND/AP

Heiftin í átökum Palestínumanna á Gaza ströndinni er slík að þegar nokkrir Hamas-liðar náðu einum lífvarða Abbasar forseta á sitt vald fóru þeir með hann upp á þak á fimmtán hæða húsi og hentu honum framaf. Liðsmenn Hamas og Fatah láta sér ekki lengur nægja að ráðast á vígi hvers annars heldur eru farnir að sprengja upp heimilin líka.

Þannig var heimili leiðtoga Al Aksa sveitanna eyðilagt. Hann sór þess eið að hefna sín; "Hús fyrir hús og blóð fyrir blóð. Ég sver við nafn Guðs að ég mun drepa alla sem eru í Hamas, hvort sem það eru hermenn eða óbreyttir borgarar.

Stjórn Fatah samtakanna mun koma saman klukkan fimm í dag til þess að ákveða hvort þau segi sig úr þjóðstjórninni með Hamas. Ef sú verður niðurstaðan má búast við að átökin breytists í hreint borgarastríð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×