Missti vinnuna og bjó í bílnum 23. febrúar 2012 01:00 Bíllinn Bíll mannsins fannst á þessum fáfarna vegi fyrir helgi, en vegurinn er aðeins ruddur nokkrum sinnum á ári. nordicphotos/afp Sænskur maður, sem fannst í bíl sínum á föstudag eftir að hafa verið fastur í tvo mánuði, hafði búið í bílnum frá því um mitt síðasta ár. Þetta segja sænskir fjölmiðlar. Maðurinn heitir Peter Skyllberg og er 44 ára gamall. Honum var bjargað úr bílnum, sem hafði snjóað inni á fáförnum vegi. Skyllberg segist ekki hafa borðað síðan 19. desember, þegar bíllinn festist. Hann segist hafa lifað á snjó, en hann er mjög máttfarinn og hefur lítið getað tjáð sig við lögreglu. Verslunareigandi í nágrenni við staðinn þar sem maðurinn fannst hefur sagt við fjölmiðla að maðurinn hafi vanið komur sínar þangað í byrjun sumars. Hann hafi sagst búa í skóginum og sofa ýmist í tjaldi eða í bílnum. Hann hafi misst vinnuna sem smiður í Örebro. Aftonbladet hefur einnig eftir ónafngreindum manni sem þekkir Skyllberg að hann hafi verið skuldum vafinn og lánardrottnar verið á eftir honum. Hann hafi því látið sig hverfa í maí og ekki látið heyra í sér síðan. Efasemdir hafa vaknað um að maðurinn hafi í raun lifað í 60 daga án matar. Prófessor í næringarfræði við Uppsalaháskóla segir að ólíklegt sé að fólk geti lifað svona lengi án matar, en mögulegt sé að kuldinn hafi hjálpað til. Frostið náði allt að 30 gráðum.- þeb Fréttir Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Sænskur maður, sem fannst í bíl sínum á föstudag eftir að hafa verið fastur í tvo mánuði, hafði búið í bílnum frá því um mitt síðasta ár. Þetta segja sænskir fjölmiðlar. Maðurinn heitir Peter Skyllberg og er 44 ára gamall. Honum var bjargað úr bílnum, sem hafði snjóað inni á fáförnum vegi. Skyllberg segist ekki hafa borðað síðan 19. desember, þegar bíllinn festist. Hann segist hafa lifað á snjó, en hann er mjög máttfarinn og hefur lítið getað tjáð sig við lögreglu. Verslunareigandi í nágrenni við staðinn þar sem maðurinn fannst hefur sagt við fjölmiðla að maðurinn hafi vanið komur sínar þangað í byrjun sumars. Hann hafi sagst búa í skóginum og sofa ýmist í tjaldi eða í bílnum. Hann hafi misst vinnuna sem smiður í Örebro. Aftonbladet hefur einnig eftir ónafngreindum manni sem þekkir Skyllberg að hann hafi verið skuldum vafinn og lánardrottnar verið á eftir honum. Hann hafi því látið sig hverfa í maí og ekki látið heyra í sér síðan. Efasemdir hafa vaknað um að maðurinn hafi í raun lifað í 60 daga án matar. Prófessor í næringarfræði við Uppsalaháskóla segir að ólíklegt sé að fólk geti lifað svona lengi án matar, en mögulegt sé að kuldinn hafi hjálpað til. Frostið náði allt að 30 gráðum.- þeb
Fréttir Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira