Vona að draumurinn rætist fyrir fermingardaginn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. febrúar 2020 19:45 Rakel Ósk er með CP-fjórlömun og þegar hún var sex ára missti hún hreyfifærnina í fótunum. Stöð 2 Þrettán ára stúlka sem sem misst hefur alla hreyfifærni í fótunum fær svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaðurinn hjólar, ekki greitt frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem hún getur ekki hjólað sjálf. Sett hefur verið af stað söfnun svo að stúlkan geti hjólað á ný en hún elskar ekkert heitar en að hjóla. „Hún er bara ein glaðasta manneskja sem ég hef kynnst og elskar að fara út, elskar náttúruna og elskar Justin Bieber,“ segir Aldís Þóra Steindórsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona og fjölskylduvinur. Rakel Ósk er með CP-fjórlömun og þegar hún var sex ára missti hún hreyfifærnina í fótunum. Rakel Ósk var dugleg að hjóla áður en hún missti hreyfigetuna. „Hún gat hjólað með stuðningshjóli frá Sjúkratryggingum sem var með stöng og við ýttum henni áfram og þetta var bara það skemmtilegasta sem hún gerði. En síðan þegar hún stækkaði og þufti stærra hjól þá gátum við ekki sýnt fram á það lengur að hún gæti hjólað og við bara fengum neitun,“ segir Sigurbjörg Hafsteinsdóttir, móðir Rakelar Óskar. Þær fréttu af því að nú væri hægt að fá svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaður hjólar fyrir þann sem er í hjólastól, og kom ekkert annað til greina en að Rakel eignaðist hjólið. Hjólið kostar 1,3 milljónir króna með sendingarkostnaði en Sjúkratrygginar neita að greiða það með þeim rökum að hjól séu ekki greidd fyrir þá sem ekki geta hjólað sjálfir. „Það skemmtilegasta sem hún gerir er að hjóla. Hún horfir bara á önnur börn og segir ég, ég, ég. Hana langar líka að geta hjólað eins og önnur börn,“ segir Sigurbjörg. Þær tóku því á það ráð á setja af stað söfnun fyrir hjólinu á Facebook. „Það hefur gengið mjög vel. Það eru komnir tveir dagar síðan. Við erum að nálgast helminginn núna í dag og við erum að vona að þetta takist fyrir fermingardaginn,“ segir Aldís Þóra en draumurinn er að Rakel Ósk fái hjólið í fermingargjöf. Rakel var rosalega glöð þegar hún frétti af því fyrr í dag að hún væri líklega að fara fá hjólið. „Síðan komum við til hennar áðan og sögðum henni að þetta væri komið svona langa leið og þvílíku öskrin þegar hún áttaði sig á því hvað við vorum að tala um,“ segir Sigurbjörg. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 0130-15-381716 og kennitala 030292-2199. Heilbrigðismál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Fleiri fréttir Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Sjá meira
Þrettán ára stúlka sem sem misst hefur alla hreyfifærni í fótunum fær svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaðurinn hjólar, ekki greitt frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem hún getur ekki hjólað sjálf. Sett hefur verið af stað söfnun svo að stúlkan geti hjólað á ný en hún elskar ekkert heitar en að hjóla. „Hún er bara ein glaðasta manneskja sem ég hef kynnst og elskar að fara út, elskar náttúruna og elskar Justin Bieber,“ segir Aldís Þóra Steindórsdóttir, fyrrverandi aðstoðarkona og fjölskylduvinur. Rakel Ósk er með CP-fjórlömun og þegar hún var sex ára missti hún hreyfifærnina í fótunum. Rakel Ósk var dugleg að hjóla áður en hún missti hreyfigetuna. „Hún gat hjólað með stuðningshjóli frá Sjúkratryggingum sem var með stöng og við ýttum henni áfram og þetta var bara það skemmtilegasta sem hún gerði. En síðan þegar hún stækkaði og þufti stærra hjól þá gátum við ekki sýnt fram á það lengur að hún gæti hjólað og við bara fengum neitun,“ segir Sigurbjörg Hafsteinsdóttir, móðir Rakelar Óskar. Þær fréttu af því að nú væri hægt að fá svokallað hjólastólahjól, hjól þar sem aðstoðarmaður hjólar fyrir þann sem er í hjólastól, og kom ekkert annað til greina en að Rakel eignaðist hjólið. Hjólið kostar 1,3 milljónir króna með sendingarkostnaði en Sjúkratrygginar neita að greiða það með þeim rökum að hjól séu ekki greidd fyrir þá sem ekki geta hjólað sjálfir. „Það skemmtilegasta sem hún gerir er að hjóla. Hún horfir bara á önnur börn og segir ég, ég, ég. Hana langar líka að geta hjólað eins og önnur börn,“ segir Sigurbjörg. Þær tóku því á það ráð á setja af stað söfnun fyrir hjólinu á Facebook. „Það hefur gengið mjög vel. Það eru komnir tveir dagar síðan. Við erum að nálgast helminginn núna í dag og við erum að vona að þetta takist fyrir fermingardaginn,“ segir Aldís Þóra en draumurinn er að Rakel Ósk fái hjólið í fermingargjöf. Rakel var rosalega glöð þegar hún frétti af því fyrr í dag að hún væri líklega að fara fá hjólið. „Síðan komum við til hennar áðan og sögðum henni að þetta væri komið svona langa leið og þvílíku öskrin þegar hún áttaði sig á því hvað við vorum að tala um,“ segir Sigurbjörg. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 0130-15-381716 og kennitala 030292-2199.
Heilbrigðismál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Fleiri fréttir Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Sjá meira