Níu barna faðir úr NFL-deildinni að leita sér að nýju liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 22:30 Philip Rivers hefur tekið inn tæpa 28 milljarða íslenskra króna í laun á sínum ferli. Getty/ David Eulitt Philip Rivers tilkynnti í gær að sextán ára tíma hans með Chargers liðinu sé á enda og að hann sé að leita sér að nýju félagi fyrir næsta tímabil í NFL-deildinni. Philip Rivers hefur spilað með Los Angeles Chargers frá árinu 2004 en lengst af tímanum þá hét liðið þó San Diego Chargers. Rivers á næstum því öll leikstjórnendametin í sögu Chargers en leikmenn liðsins hafa meðal annars skorað 397 snertimörk eftir sendingar frá honum. Philip Rivers to enter free agency, ending 16-year career with Chargers https://t.co/U0y86LpRQG— Guardian sport (@guardian_sport) February 10, 2020 Tímabilið 2019 voru viss vonbrigði fyrir Rivers þar sem hann kastaði boltanum tuttugu sinnum frá sér á móti aðeins 23 snertimarkssendingum. Los Angeles Chargers vildi því fá inn nýjan mann í þessa mikilvægu leikstöðu. Philip Rivers er orðinn 38 ára gamall en hann er ekki tilbúinn að setja skóna sína upp á hillu og ætlar að leita sér að nýju liði fyrir 2020 tímabilið. Þegar Chargers flutti frá San Diego til Los Angeles fyrir tæpum fjórum árum þá ákvað Philip Rivers að halda áfram heimili í San Diego en keyra sjálfur á milli. Það var kannski ekkert skrýtið enda með átta börn og flest þeirra á skólaaldri. Rivers og kona hans Tiffany Rivers hafa síðan bætt níunda barninu við en það var stúlka sem fékk nafnið Anna. Fyrir áttu þau Halle (16 ára), Caroline (13), Grace (12), Gunner (10), Sarah (8), Peter (7), Rebecca (5) og Clare (3). Fjölskyldan flutti frá San Diego til Flórída í desember og það er líklegast að Rivers reyni að finna sér lið þar nálægt. Atvinnuleysi pabbans mun þó ekki hafa teljanleg áhrif á peningastöðu heimilisins enda Philip Rivers búinn að fá 218,9 milljón Bandaríkjadala í laun á ferlinum eða tæpa 28 milljarða íslenskra króna. The end of an era. After 16 years, Philip Rivers and the Chargers have mutually agreed to part ways. (via @Chargers) pic.twitter.com/jbEYwuU7Dr— ESPN (@espn) February 10, 2020 Það eru fleiri leikstjórnendur sem eru mögulega með lausan samning í sumar en það eru kappar eins og Drew Brees, Tom Brady, Jameis Winston og Teddy Bridgewater. Liðin sem vantar leikstjórnanda ættu því að hafa úr nógu að velja ef þeir vilja reynslubolta sem kunna vel á NFL-deildina. Lið sem gætu mögulega fengið til sín eru Tampa Bay Buccaneers og Carolina Panthers. NFL Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Philip Rivers tilkynnti í gær að sextán ára tíma hans með Chargers liðinu sé á enda og að hann sé að leita sér að nýju félagi fyrir næsta tímabil í NFL-deildinni. Philip Rivers hefur spilað með Los Angeles Chargers frá árinu 2004 en lengst af tímanum þá hét liðið þó San Diego Chargers. Rivers á næstum því öll leikstjórnendametin í sögu Chargers en leikmenn liðsins hafa meðal annars skorað 397 snertimörk eftir sendingar frá honum. Philip Rivers to enter free agency, ending 16-year career with Chargers https://t.co/U0y86LpRQG— Guardian sport (@guardian_sport) February 10, 2020 Tímabilið 2019 voru viss vonbrigði fyrir Rivers þar sem hann kastaði boltanum tuttugu sinnum frá sér á móti aðeins 23 snertimarkssendingum. Los Angeles Chargers vildi því fá inn nýjan mann í þessa mikilvægu leikstöðu. Philip Rivers er orðinn 38 ára gamall en hann er ekki tilbúinn að setja skóna sína upp á hillu og ætlar að leita sér að nýju liði fyrir 2020 tímabilið. Þegar Chargers flutti frá San Diego til Los Angeles fyrir tæpum fjórum árum þá ákvað Philip Rivers að halda áfram heimili í San Diego en keyra sjálfur á milli. Það var kannski ekkert skrýtið enda með átta börn og flest þeirra á skólaaldri. Rivers og kona hans Tiffany Rivers hafa síðan bætt níunda barninu við en það var stúlka sem fékk nafnið Anna. Fyrir áttu þau Halle (16 ára), Caroline (13), Grace (12), Gunner (10), Sarah (8), Peter (7), Rebecca (5) og Clare (3). Fjölskyldan flutti frá San Diego til Flórída í desember og það er líklegast að Rivers reyni að finna sér lið þar nálægt. Atvinnuleysi pabbans mun þó ekki hafa teljanleg áhrif á peningastöðu heimilisins enda Philip Rivers búinn að fá 218,9 milljón Bandaríkjadala í laun á ferlinum eða tæpa 28 milljarða íslenskra króna. The end of an era. After 16 years, Philip Rivers and the Chargers have mutually agreed to part ways. (via @Chargers) pic.twitter.com/jbEYwuU7Dr— ESPN (@espn) February 10, 2020 Það eru fleiri leikstjórnendur sem eru mögulega með lausan samning í sumar en það eru kappar eins og Drew Brees, Tom Brady, Jameis Winston og Teddy Bridgewater. Liðin sem vantar leikstjórnanda ættu því að hafa úr nógu að velja ef þeir vilja reynslubolta sem kunna vel á NFL-deildina. Lið sem gætu mögulega fengið til sín eru Tampa Bay Buccaneers og Carolina Panthers.
NFL Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira