Flugfélag Íslands var eini tilboðsgjafi í áætlunarflug til Vestmannaeyja, en Vegagerðin óskaði eftir tilboðum. Útboðið var í tveimur hlutum og var tilboð Flugfélagsins í báðum tilvikum tugum milljóna hærra en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir.
Búast má við að gengið verði til samninga við Flugfélagið og það muni áfram halda uppi áætlunarflugi á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja.