Auglýsing Samsung vakti athygli á Óskarnum. Þar frumsýndi Samsung óvænt nýjan síma sem líkja má við samanbrotið lítið veski. Já, síminn er brotinn saman. Mikil leynd hefur hvíld yfir símanum til þessa en gert er ráð fyrir að síminn verði formlega kynntur síðar í dag á stórum viðburði sem Samsung stendur fyrir.
Nafn símans var ekki gefið upp en er þó af erlendum miðlum talið vera Galaxy Z Flip.
Síminn virðist geta opnað sig sjálfur og líkist einna helst mjög lítilli fartölvu við notkun. Þar virðist Samsung horfa til þess að auðvelda notendum notkun símans fyrir videosímtöl.
Auglýsinguna má sjá hér og hún er 28 sekúndur.