Tónlist

Föstudagsplaylisti Rakelar Mjallar

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Rakel og hljómsveit hennar Dream Wife hafa getið sér gott orð fyrir kraftmikla sviðsframkomu.
Rakel og hljómsveit hennar Dream Wife hafa getið sér gott orð fyrir kraftmikla sviðsframkomu. Aðsend mynd
Rakel Mjöll Leifsdóttir setti saman föstudagsplaylista fyrir Vísi að þessu sinni.



Hljómsveitin Dream Wife, sem hún stofnaði með tveimur breskum vinkonum sínum sem hún kynntist í listaháskóla í Brighton, er á hraðri uppleið og spilaði til að mynda fyrir um 20.000 manns á tónleikum í Frakklandi nýverið.

Fyrsta breiðskífa þeirra kom út í janúar á þessu ári og fékk glimrandi viðtökur, þ.á.m. 10 stjörnur frá NME.

Áður var Rakel í hljómsveitinni Halleluwah ásamt Sölva Blöndal og hefur einnig komið víðs vegar við í listasenum Reykjavíkur, Brighton og víðar.

Um lagalistann hafði Rakel lítið annað að segja en hann sé settur saman úr heitum lögum í London, þar sem hún er búsett.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.