Áfram veginn Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 12. maí 2020 18:09 Ríkisstjórnin kynnti í dag áætlun sína um opnun landsins frá fimmtánda júní. Það er gríðarlega mikilvægt skref fyrir Ísland og íslenska ferðaþjónustu. Það er ekki síst merki um mikinn árangur sem íslenskt heilbrigðis- og vísindafólk hefur náð í baráttunni við kórónuveiruna á síðustu mánuðum. Ákvörðunin um opnun landsins byggist á því að vísindin telja okkur í það góðri stöðu að við getum tekið á móti gestum að nýju. Við höfum á síðustu vikum og mánuðum notið leiðsagnar þríeykisins og munum gera það áfram. Það var gifturík ákvörðun að gefa vísindafólkinu eftir stýrið í þessum leiðangri. Kraftur þekkingarinnar í heilbrigðisvísindum hér á landi, öguð vinnubrögð lögreglumanna og annarra í smitrakningarteyminu og samstaða og samhugur þjóðarinnar eru grunnurinn að þeim árangri sem náðst hefur. Við verðum áfram árvökul, það mun ekki breytast þótt landið verði opnað, reynsla okkar er okkur dýrmæt í þeim skrefum sem stigin verða. Þrátt fyrir þessa mikilvægu ákvörðun er ljóst að við verðum áfram að huga vel að smitvörnum. Þar er handþvotturinn mikilvægastur. Það er líka brýnt að við virðum rými hvert annars og minnkum þannig hættuna á smitum. Það á reyndar ekki aðeins við um kórónuveiruna heldur aðra smitsjúkdóma. Ég hef áður ritað um mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið. Ferðaþjónustan er líka gríðarlega mikilvæg fyrir byggðir landsins. Segja má að hún sé lífæð byggðanna með allri sinni starfsemi vítt og breitt um landið og styðji þannig við aðrar mikilvægar atvinnugreinar eins og landbúnað og sjávarútveg. Opnun landsins veitir von um að þessi lífæð fái að nýju aukinn þrótt til að vinna að viðspyrnu landsins alls. Einnig er vert að minnast á það að sóttkví B var útvíkkuð og nær nú einnig til ferða vísindamanna, blaðamanna, æfinga íþróttaliða og síðast en ekki síst til kvikmyndagerðarfólks sem hyggur á tökur hér á landi. Áhugi kvikmyndagerðarfólks á landinu hefur lengi verið mikil og nú undanfarið hefur áhuginn aukist þar sem flest lönd hafa lokað landamærum sínum vegna veirunnar. Rétt er að taka fram að ákvörðun um opnun landsins er tekin eftir að hafa fengið ráð frá því fólki sem leitt hefur baráttuna gegn kórónuveirunni. Þótt skrefin séu stór þá eru þau varfærin og verða metin á reglubundinn hátt. Við förum áfram varlega en bjóðum gesti velkomna. Þannig höldum við áfram veginn. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í dag áætlun sína um opnun landsins frá fimmtánda júní. Það er gríðarlega mikilvægt skref fyrir Ísland og íslenska ferðaþjónustu. Það er ekki síst merki um mikinn árangur sem íslenskt heilbrigðis- og vísindafólk hefur náð í baráttunni við kórónuveiruna á síðustu mánuðum. Ákvörðunin um opnun landsins byggist á því að vísindin telja okkur í það góðri stöðu að við getum tekið á móti gestum að nýju. Við höfum á síðustu vikum og mánuðum notið leiðsagnar þríeykisins og munum gera það áfram. Það var gifturík ákvörðun að gefa vísindafólkinu eftir stýrið í þessum leiðangri. Kraftur þekkingarinnar í heilbrigðisvísindum hér á landi, öguð vinnubrögð lögreglumanna og annarra í smitrakningarteyminu og samstaða og samhugur þjóðarinnar eru grunnurinn að þeim árangri sem náðst hefur. Við verðum áfram árvökul, það mun ekki breytast þótt landið verði opnað, reynsla okkar er okkur dýrmæt í þeim skrefum sem stigin verða. Þrátt fyrir þessa mikilvægu ákvörðun er ljóst að við verðum áfram að huga vel að smitvörnum. Þar er handþvotturinn mikilvægastur. Það er líka brýnt að við virðum rými hvert annars og minnkum þannig hættuna á smitum. Það á reyndar ekki aðeins við um kórónuveiruna heldur aðra smitsjúkdóma. Ég hef áður ritað um mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið. Ferðaþjónustan er líka gríðarlega mikilvæg fyrir byggðir landsins. Segja má að hún sé lífæð byggðanna með allri sinni starfsemi vítt og breitt um landið og styðji þannig við aðrar mikilvægar atvinnugreinar eins og landbúnað og sjávarútveg. Opnun landsins veitir von um að þessi lífæð fái að nýju aukinn þrótt til að vinna að viðspyrnu landsins alls. Einnig er vert að minnast á það að sóttkví B var útvíkkuð og nær nú einnig til ferða vísindamanna, blaðamanna, æfinga íþróttaliða og síðast en ekki síst til kvikmyndagerðarfólks sem hyggur á tökur hér á landi. Áhugi kvikmyndagerðarfólks á landinu hefur lengi verið mikil og nú undanfarið hefur áhuginn aukist þar sem flest lönd hafa lokað landamærum sínum vegna veirunnar. Rétt er að taka fram að ákvörðun um opnun landsins er tekin eftir að hafa fengið ráð frá því fólki sem leitt hefur baráttuna gegn kórónuveirunni. Þótt skrefin séu stór þá eru þau varfærin og verða metin á reglubundinn hátt. Við förum áfram varlega en bjóðum gesti velkomna. Þannig höldum við áfram veginn. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun