Fjársjóður framtíðar Jón Atli Benediktsson skrifar 6. júlí 2018 07:00 Við lifum á tímum örra breytinga sem fela í sér ótal spennandi tækifæri fyrir ungt fólk. Háskólar eru aflvakar nýsköpunar og breytinga í atvinnu- og þjóðlífi. Flestar tækninýjungar og uppgötvanir sem kollvarpað hafa lífsháttum okkar eiga með einum eða öðrum hætti rætur að rekja til háskólanna. Til þeirra má einnig rekja nýja strauma og stefnur í heimspeki, bókmenntum, hagfræði og stjórnmálum sem gerbylt hafa hugmyndum okkar um einstaklinginn og samfélagið. Í nýlegri yfirlýsingu evrópskra menntamálaráðherra er vikið sérstaklega að þessu og lögð áhersla á að hlúa að háskólastarfi, akademísku frelsi og heilindum, verja sjálfstæði háskólanna, tryggja virka þátttöku nemenda og stuðla að samfélagslegri ábyrgð og jafnrétti. Sé horft til þeirra ævintýralegu tæknibreytinga og flóknu áskorana sem framundan eru og krefjast nýrra og þverfræðilegra lausna, sést að aldrei áður hefur verið jafnbrýn þörf fyrir fólk með fjölbreytta háskólamenntun og einmitt nú. Við skulum hafa þetta í huga þegar rætt er um takmarkanir á aðgengi að háskólanámi og þeirri spurningu er velt upp hvort of margir úr hverjum árgangi ljúki háskólanámi. Sterk rök hníga að því að okkar fámenna þjóð megi engan missa þegar kemur að nýtingu hugvits og mannauðs. Mikilvægt er að ungt fólk hér á landi, karlar til jafns við konur, fái tækifæri til að stunda háskólanám og að börn innflytjenda séu ekki afskipt þegar kemur að háskólamenntun. Í okkar litla samfélagi eru nú vel yfir tíu prósent þjóðarinnar af erlendu bergi brotin en hlutfallsleg þátttaka þeirra í háskólanámi er mun minni. Háskólamenntun er undirstaða framfara en rannsóknir sýna að háskólagráða er líka ein besta fjárfesting einstaklingsins á lífsleiðinni. Gildi hennar birtist ekki síst í því að þeir sem lokið hafa háskólanámi telja sig almennt búa við meiri starfsánægju, betri heilsu, meiri hamingju og eru líklegri til að vera virkir í lýðræðissamfélagi en almennt gengur og gerist. Þannig eru háskólar fjársjóður framtíðar.Höfundur er rektor Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Skóla - og menntamál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum örra breytinga sem fela í sér ótal spennandi tækifæri fyrir ungt fólk. Háskólar eru aflvakar nýsköpunar og breytinga í atvinnu- og þjóðlífi. Flestar tækninýjungar og uppgötvanir sem kollvarpað hafa lífsháttum okkar eiga með einum eða öðrum hætti rætur að rekja til háskólanna. Til þeirra má einnig rekja nýja strauma og stefnur í heimspeki, bókmenntum, hagfræði og stjórnmálum sem gerbylt hafa hugmyndum okkar um einstaklinginn og samfélagið. Í nýlegri yfirlýsingu evrópskra menntamálaráðherra er vikið sérstaklega að þessu og lögð áhersla á að hlúa að háskólastarfi, akademísku frelsi og heilindum, verja sjálfstæði háskólanna, tryggja virka þátttöku nemenda og stuðla að samfélagslegri ábyrgð og jafnrétti. Sé horft til þeirra ævintýralegu tæknibreytinga og flóknu áskorana sem framundan eru og krefjast nýrra og þverfræðilegra lausna, sést að aldrei áður hefur verið jafnbrýn þörf fyrir fólk með fjölbreytta háskólamenntun og einmitt nú. Við skulum hafa þetta í huga þegar rætt er um takmarkanir á aðgengi að háskólanámi og þeirri spurningu er velt upp hvort of margir úr hverjum árgangi ljúki háskólanámi. Sterk rök hníga að því að okkar fámenna þjóð megi engan missa þegar kemur að nýtingu hugvits og mannauðs. Mikilvægt er að ungt fólk hér á landi, karlar til jafns við konur, fái tækifæri til að stunda háskólanám og að börn innflytjenda séu ekki afskipt þegar kemur að háskólamenntun. Í okkar litla samfélagi eru nú vel yfir tíu prósent þjóðarinnar af erlendu bergi brotin en hlutfallsleg þátttaka þeirra í háskólanámi er mun minni. Háskólamenntun er undirstaða framfara en rannsóknir sýna að háskólagráða er líka ein besta fjárfesting einstaklingsins á lífsleiðinni. Gildi hennar birtist ekki síst í því að þeir sem lokið hafa háskólanámi telja sig almennt búa við meiri starfsánægju, betri heilsu, meiri hamingju og eru líklegri til að vera virkir í lýðræðissamfélagi en almennt gengur og gerist. Þannig eru háskólar fjársjóður framtíðar.Höfundur er rektor Háskóla Íslands
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar