Sport

Landsmótið í golfi hafið

63. Landsmótið í golfi hófst á Hólmsvelli í Leiru í morgun. Júlíus Rafnsson, forseti Golfsambandsins, sló upphafshöggið klukkan hálfsjö í morgun. 144 kylfingar taka þátt í mótinu sem núna fer fram í Leirunni í fimmta sinn. Birgir Leifur Hafþórsson og Ólöf María Jónsdóttir eiga titil að verja. Ingi Rúnar Gíslason var á tveimur höggum undir pari um hádegisbilið og Heiðar Davíð Bragason á einu undir pari, báðir eftir 14 holur. Brynjólfur Ernir Sigmarsson var á tveimur undir pari eftir níu holur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×