Ríflega helmingi færri ný smit í dag en í gær Kjartan Kjartansson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. apríl 2020 13:05 Mikið álag er nú á heilbrigðiskerfinu vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.364 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 45 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en þá var greint frá meira en tvöfalt fleiri smitum. Þó virðist sem að hátt í helmingi færri sýni hafi verið tekin á veirufræðideild Landspítalans, sem hefur greint langflesta þá smituðu, í gær en daginn áður. Fjöldi jákvæðra smita á veirufræðideildinni undanfarinn sólarhring eru fjörutíu úr 335 prófum. Jákvæðu smitin sólarhringinn á undan voru 93 úr 597 prófum. Hlutfall jákvæða smita á veirufræðideildinni var því 12 prósent undanfarinn sólarhring en 16 prósent sólarhringinn á undan. Hlutfall jákvæðra smita úr sýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem fólk er greint án þess að vera með einkenni, er áfram undir einu prósenti. Á síðunni kemur einnig fram að 44 manns hafi verið lagðir inn á sjúkrahús vegna faraldursins, þar af tólf á gjörgæslu. Alls hefur 309 manns batnað af veikinni. Þá eru 6.300 manns í sóttkví og 1.051 í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fækkar um 866 á milli daga og hafa nú alls 10.289 manns lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 22.195 manns. Klukkan tvö verður, líkt og síðustu daga, haldinn upplýsingafundur almannavarna, landlæknis og sóttvarnalæknis þar sem farið verður yfir stöðu þeirra mála sem tengjast faraldri kórónuveirunnar og aðgerðum til þess að sporna við útbreiðslu. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, verður einnig á fundinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.364 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 45 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en þá var greint frá meira en tvöfalt fleiri smitum. Þó virðist sem að hátt í helmingi færri sýni hafi verið tekin á veirufræðideild Landspítalans, sem hefur greint langflesta þá smituðu, í gær en daginn áður. Fjöldi jákvæðra smita á veirufræðideildinni undanfarinn sólarhring eru fjörutíu úr 335 prófum. Jákvæðu smitin sólarhringinn á undan voru 93 úr 597 prófum. Hlutfall jákvæða smita á veirufræðideildinni var því 12 prósent undanfarinn sólarhring en 16 prósent sólarhringinn á undan. Hlutfall jákvæðra smita úr sýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem fólk er greint án þess að vera með einkenni, er áfram undir einu prósenti. Á síðunni kemur einnig fram að 44 manns hafi verið lagðir inn á sjúkrahús vegna faraldursins, þar af tólf á gjörgæslu. Alls hefur 309 manns batnað af veikinni. Þá eru 6.300 manns í sóttkví og 1.051 í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fækkar um 866 á milli daga og hafa nú alls 10.289 manns lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 22.195 manns. Klukkan tvö verður, líkt og síðustu daga, haldinn upplýsingafundur almannavarna, landlæknis og sóttvarnalæknis þar sem farið verður yfir stöðu þeirra mála sem tengjast faraldri kórónuveirunnar og aðgerðum til þess að sporna við útbreiðslu. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, verður einnig á fundinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira